Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492515726.59

    Rafmagn í bíliðngreinum - mælingar
    BRAF2RM01
    12
    Rafmagn í bíliðngreinum
    mælingar, rafmagn
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Farið er yfir rafbúnað ökutækja og fjallað um heiti, tilgang, virkni og aðgæsluatriði í umgengni við lágspentan og háspentan rafbúnað. Farið yfir grunnatriði í raffræði: U=IR, P=UI, I1+I2+I3=I4+I5, U=U1+U2, R=R1+R2...., R=1/R1+1/R2... Gerðar tilraunir og æfingar á verkefnabretti. Áhersla lögð á aðgæsluatriði, svo sem brunahættu, skammhlaup og sýrubruna.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum raftækjum og rafbúnaði ökutækja
    • helstu mæli- og prófunartækjum sem notuð eru við rafbúnað ökutækja
    • þörf fyrir varbúnað í raflögnum ökutækja
    • almennri raffræði í nútíma bifreiðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma mælingar og greina bilanir í rafbúnaði ökutækja
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla öðrum þekkingu sinni á þeim hættum sem eru við vinnu á veikstraums og sterkstraum rafkerfum bifreiða
    • reikna viðnám í mótstöðum tengdum á mismunandi hátt
    • gera viðeigandi mælingar á veikstraum og sterkstraums rafkerfi
    • mæla rafgeyma og meta ástand þeirra
    Skriflegt mat 50%. Mætingar 20%. Verklegt mat 30%.