Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492516703.22

    Rétting - grunnur
    RETT2SR03
    7
    RÉTTINGAR
    RETT
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Farið yfir byggingarlag ökutækja og efnisfræði og kennd grundvallaratriði plötumeðferðar við réttingu. Verklegar æfingar í réttingum lausra hluta og frágangi slíkra tjóna. Æfðar þrykkingar með gasi og rafmagnsbúnaði. Farið yfir handverkfæri, einfaldan tjakkbúnað, efni og vélbúnað sem notaður er við réttingar, þenslu og þrykkingar á plötum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ýmiss konar byggingarlagi ökutækja, nöfnum og tilgangi helstu hluta yfirbyggingar, bæði lausra og fastra
    • helstu handverkfærum, áhöldum og tækjum sem notuð eru við réttingu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rétta lausa hluti
    • þrykkja með gasi og rafbúnaði
    • nota algeng handverkfæri
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa eiginleikum málma sem notaðir eru í yfirbyggingu og aðgæsluatriðum í vinnu við efnin
    • lýsa þenslu og spennu í málmhlutum sem myndast við áverka á ökutæki
    • lýsa helstu aðferðum við réttingu með handverkfærum og þrykkingu með gasloga og rafmagni
    • rétta einfaldar dældir á lausum hlutum
    Skriflegt mat 40%. Verklegt mat 40%. Ástundun: 20%.