Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492516909.83

    Rétting - burðarvirkismæling
    RETT2BM03
    8
    RÉTTINGAR
    Burðarvirkismælingar
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Fjallað um réttingabekki og togunaraðferðir. Verklegar æfingar í réttingu tjóna á burðarvirki og ytri klæðningahlutum. Tjökkun með togbúnaði réttingabekkja og burðarvirkismælingar gerðar með vélrænum mælibúnaði. Áhersla lögð bæði á framtjón og afturtjón. Teknar ljósmyndir af framvindu verkefna. Frágangur samskeyta tekinn sérstaklega fyrir svo og fylling réttingaflata og frágangur tjónaviðgerða.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mælitækni sem notuð er við vélrænan mælibúnað
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera við tjón á burðarvirki og klæðningarhlutum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera heildarmælingu burðarvirkis með vélrænum búnaði undir leiðsögn
    • rétta áverka á afturhluta burðarvirkja og framhluta (fremsta hluta) bifreiðar
    • stilla upp yfirbyggingarhlutum eftir málupplýsingum og skeyta saman berandi hluti yfirbyggingarrétta eða skipta um ytri klæðningarhluti og hluta burðarvirki
    • rétta eða skipta um ytri klæðningarhluti og hluta burðarvirkis
    Skriflegt mat 40%. Verklegt mat 40%. Ástundun 20%.