Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492521946.88

    Rétting - mælitækni
    RETT2MT03
    10
    RÉTTINGAR
    RÉTT
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Verkefni áfangans er mat á ástandi ökutækis eftir stórtjón og gerð Cabas-skýrslu. Togun og rétting á burðarvirkjum með framendatjón sem valdið hafa skekkju á hjólabúnaði. Mælingar og hlutaskipti framkvæmd með aðstoð vélræns mælibúnaðar. Hliðartjón skoðuð, athuguð og metin til viðgerða. Viðgerðir framkvæmdar á slíkum tjónum. Mæling með tölvustýrðum mælibúnaði kynnt. Teknar ljósmyndir af framvindu verkefna.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mælingum á efri hluta yfirbyggingar
    • áhrifum hliðartjóna og kunna skil á viðgerðum á þeim
    • virkni tölvustýrðs mælibúnaðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta ástandi ökutækis eftir stórtjón
    • gera Cabas-skýrslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa vélrænum mælibúnaði og mæla með slíkum búnaði bæði lengdar- og hæðarmælingar burðarvirkis og yfirmælingar hjólabúnaðar
    • gera mælingar á efri hluta yfirbyggingar undir leiðsögn með Laser-búnaði og með samanburðarmælingu
    • stilla upp ökutæki, mæla, toga og skipta um hluta burðarvirkis
    Vægi felst í mati á smíðisgrip, vinnubrögðum og vinnuhraða. Verkefni 60%. Ástundun 20%. Mat 20%.