Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492522377.52

    Rétting - viðgerð eftir tjón
    RETT3MT05
    2
    RÉTTINGAR
    RÉTT
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Rétting og umskipti hluta í efri hlutum yfirbygginga og þökum (toppum). Rétting á hurðagötum og ífelling hurða og rúða. Umskipti og rétting ytri klæðningar eða klæðningarhluta, rétting/umskipti hurðarstafa, þétting, fylling og frágangur á þessum tjónstöðum. Úrtekning og ísetning alls rúðuglers og búnaðar sem því tengist. Farið yfir vinnubrögð við ísetningu á rúðum við mismunandi aðstæður, bæði á lausum rúðum og föstum. Framkvæmdar þéttingar á gleri með mismunandi aðferðum og límingar á gleri og viðgerðir eftir steinkast. Úrtekning og ísetning innri klæðningar í þök, hliðar og gólf. Áfanginn tengist BSK402.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu gerðum og eiginleika rúðuglers og búnaðar sem tengist vinnu við glerísetningu
    • algengum gerðum þéttinga og límefna fyrir gler
    • tækni til viðgerða á gleri eftir steinkast
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipta um rúður af mismunandi gerðum og með mismunandi efnum og þéttingum
    • skipta um alla innri klæðningu og allan aukabúnað tilheyrandi ytri klæðningu
    • ganga frá samskeytum, fyllingu og frágangi á viðgerðum svæðum yfirbyggingar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • mæla upp, ákvarða viðgerðaraðferð og gera við samkvæmt því efri hluta yfirbyggingar
    • lagfæra hurðarföls og rúðugöt til ífellingar á rúðum, hurðum og hurðarhlerum eða gaflstykkjum
    • rétta og skipta um ytri þakklæðningar
    Verklegt mat 60%. Ástundun 20%. Kennaraeinnkunn 20%.