Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492522487.77

    Samskeyting - grunnur
    BMYT2YM01
    3
    Yfirborðsmeðhöndlun
    Yfirborðsmeðhöndlun
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Farið yfir helstu aðferðir við samsetningu yfirbygginga og helstu aðferðir við samskeytingu einstakra byggingarhluta. Kynntar aðferðir og tæki sem notuð eru við slíkar samsetningar. Farið yfir helstu þéttiefni, límefni og ryðvarnaraðferðir sem notaðar eru við samsetningar. Æfðar nokkrar aðferðir við mótun efna og samsetningu skaraðra samskeyta.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • límingar-, þéttingar- og ryðvarnaraðferðum sem notaðar eru við samsetningar yfirbyggingarhluta og notkunarsvið mismunandi aðferða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita helstu handverkfærum sem notuð eru við samsetningar
    • vinna með þéttiefni og límefni sem notuð eru við samsetningar
    • ganga frá ryðvörn samskeyta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa aðferðum sem notaðar eru við samsetningu burðarvirkis og yfirborðshluta yfirbygginga með fösun, límingu, hnoðun, boltun og skrúfun og beitt þessum aðferðum á einfalda hluti
    Verklegt mat 80%. Ástundun 20%.