Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492523470.23

    Stýri - fjöðrun - hjólastilling
    BVSF3SH01
    11
    Stýri - fjöðrun
    Stýri, fjöðrun, hjólastilling
    Samþykkt af skóla
    3
    1
    Farið yfir aðferðir við mat á ástandi búnaðar og íhluta í undirvagni og vinnubrögð við undirbúning og framkvæmd hjólastillinga, bæði tvíhjóla- og fjórhjólastillinga. Farið yfir hjólhorn og tilgang þeirra. Gerðar æfingar í hjólastillingum með vélrænum og rafrænum tækjum. Farið yfir ýmsar aðferðir til að mæla burðarvirki og undirvagn. Áhersla á hættur við vinnu undir ökutæki, nákvæm vinnubrögð og akstursöryggi eftir viðgerð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hjólhornum og tilgangi með kröfum til stýris-, fjöðrunar- og hjólabúnaðar í reglugerð um gerð og búnað ökutækja
    • kröfum reglugerðar um gerð og búnað ökutækja sem varða hjólastillingar
    • aðferðum til að meta ástand burðarvirkis og yfirbyggingar
    • kröfum til burðarvirkis í reglugerð um gerð og búnað ökutækja
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ástandsskoða stýris- og fjöðrunarbúnað
    • mæla og stilla hjólastefnu fólks- og flutningabifreiða
    • nota bilanagreini við miðjustillingu stýris
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa mælingu burðarvirkis, sérstaklega vegna hjólfestinga, stýris- og fjöðrunarbúnaðar
    • lýsa afleiðingum þess ef hjólhorn eru röng eða vanstillt
    • undirbúa hjólastillingu
    Verklegt mat; nemandinn sýnir hvernig hann undirbýr hjólastillingu með athugun á ökutækinu, aðstæðum og tækjabúnaði. Hann lýsir og sýnir hvernig kvörðun hjólastillitækja fer fram. Nemandinn mælir hjólhorn/hjólastefnu ökutækja og gerir viðeigandi stillingar eða segir til um úrbætur sem þarf að gera á ökutækinu. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans og viðeigandi ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja.