Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492523717.14

    Stýri - fjöðrun - grunnur
    BVSF2SG01
    7
    Stýri - fjöðrun
    Stýri, fjöðrun, grunnur
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Farið yfir hugtökin kraftur og þyngd, eðli þeirra og áhrif í akstri ökutækja. Skoðaður ýmis stýrisbúnaður og íhlutir, þ.e. stýrisvélar og stýrisliðir og farið yfir kröfur um ástand. Heilir ásar og sjálfstæð fjöðrun: gormar, blaðfjaðrir, vindustangir, loft- og vökvafjöðrun og höggdeyfar. Áhersla er lögð á hættur af umgengni við öryggis- og verndarbúnað með sprengihleðslu, s.s. púða í stýri og almenna ábyrgð viðgerðarmanna vegna umferðaröryggis.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu íhlutum stýris-, fjöðrunar- og hjólabúnaðar
    • kröfum til stýris-, fjöðrunar- og hjólabúnaðar í reglugerð um gerð og búnað ökutækja
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lýsa virkni íhluta stýris-, fjöðrunar- og hjólabúnaðar ökutækja
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa þeim kröftum sem virka á ökutæki í akstri
    • gera grein fyrir hlutverki stýris- fjöðrunar- og hjólbúnaðar og virkni einstakra íhluta og búnaðarins í heild
    Verklegt mat; nemandinn nefnir íhluti, bendir á þá og lýsir gerð þeirra og virkni. Hann bendir á öryggis- og verndarbúnað í fólksrými ökutækja og segir frá hættum sem viðgerðamanni getur stafað af búnaðinum. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans og viðeigandi ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja.