Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492524025.0

    Teikning - grunnur
    BVTS2TG03
    3
    Teikning
    grunnur, teikning
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Teiknaðar rúmmyndir, farið yfir ýmsar gerðir þeirra og flutning milli myndflata. Skurðir teknir og fundnar sannar stærðir bæði lína og flata. Æfð fríhendisteikning eða gerð rissmynda og málsetning þeirra. Farið yfir vinnuferli við gerð vinnuteikninga iðngreinarinnar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðum við gerð vinnuteikninga í iðngreininni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna rúmmyndir
    • gera rissmyndir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • teikna rúmmyndir og sýnt að hann hafi öðlast færni í lestri rúmmynda, færslu rúmmynda milli myndflata og kunnáttu í uppsetningu rúmteikninga sem grunni að iðnteikninámi
    • sýna að hann hafi vald á fríhendisteikningu eða rissi sem teiknað er sem skýringarmynd við vinnu og geta málsett slíka teikningu
    Verklegt mat; nemandinn gerir teikniverkefni, bæði rúmmyndir og fríhendisteikningar. Skriflegt mat; nemandinn leysir teiknipróf.