Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492524306.49

    Teikning - smíði
    BVTS3BS03
    3
    Teikning
    BVTS
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Teiknaðar útlits- og smíðamyndir úr stálplötu (1 mm) og gerðir útflatningar af smíðisgripunum. Nemandi smíðar gripi á skólaverkstæði eftir hluta af teikningum sínum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • áhöldum og tækjum sem notuð eru við plötuvinnu
    • vinnsluaðferðum við plötuvinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna eftir eigin hönnun, útlitsmyndir og útflatningsmyndir af smíðisgripum úr þunnplötu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • færa teikninguna í fullri stærð inn á plötuefni, efna það niður, forma það í klippum, beygivél og valsi með viðeigandi vinnsluaðferðum
    • setja saman smíðisgrip með viðeigandi samsetningaraðferðum og geta rétt stykkið og snyrt að smíði lokinni
    Verklegt mat 80% (teikning 40%, smíði 40%). Ástundun 20%.