Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492524549.79

    Teikning - smíði III
    BVTS4BS05
    2
    Teikning
    BVTS
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Teiknuð yfirbygging með sætaskipan. Opnunarbúnaður hurða, hólfa og færslu- og veltibúnaður setu eða sætis útfærður í vinnuteikningu. Útfærsla vinnuteikningar notuð sem smíðaæfing, efnað niður í smíðisgripinn og hann síðan smíðaður á skólaverkstæðinu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • kröfum í reglugerð um gerð og búnað ökutækja hvað varðar yfirbyggingu fólksflutningabifreiða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útfæra hlutateikningu sem vinnuteikningu, efna niður, smíða hlutinn og setja saman
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • teikna yfirbyggingar og yfirbyggingarhluta sem krefjast nákvæmni í útfærslu og vinnslu, svo sem hurðir og opnunarbúnað þeirra, lúgur og lúgubúnað, sæti og veltibúnað sæta
    Verklegt mat 80% (teikning 40%, smíði 40%). Ástundun 20%.