Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492770784.81

    Lokaverkefni í bílamálun
    BMLI2LB03
    2
    Lokaverkefni í bílamálun
    Önnur önn
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Nemendur útfæra verkefni sem fyrir er lagt, gera um það verk- og efnisáætlun og framkvæma í samræmi við hana. Áhersla á að nemendur sýni vandvirkni, skipuleg vinnubrögð og góða umgegni. Einnig að þeir geri sér grein fyrir að tímamörk verkefna eru mikilvæg þegar komið er út á hinn almenna vinnumarkað. Þess er gætt að farið sé eftir fyrirmælum framleiðenda um notkun efna og tækja.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leiðbeiningum framleiðenda um notkun efna og persónuvarnir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útfæra verkefni eftir fyrirmælum framleiðanda við efnisval og framkvæmd verkefnis
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • framkvæma verkefni er krefjast þekkingar og í samræmi við verkáætlun lokaverkefnis
    Verklegt mat 80%, ástundun 20%.