Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492782841.28

    Lokaverkefni í bílamálun
    BMLI3LC03
    2
    Lokaverkefni í bílamálun
    Þriðja önn
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Lokaverkefni byggist á þverskurði þess helsta sem nemandinn hefur tileinkað sér í náminu. Sérstök verklýsing er gerð í samráði við sveinsprófsnefnd og þarf nemandinn að sýna að hann geti beitt þeim aðferðum sem nauðsynlegar eru við úrlausn verkefnisins. Hluti verkefnisins er metinn til sveinsprófs en fyrir fram er ekki vitað hvaða hluti það er. Í verkefninu reynir á verkkunnáttu og skipulagshæfni ásamt vilja og hæfni til að framfylgja reglum um umgengni, öryggi og vinnuvernd.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leiðbeiningum framleiðenda um notkun efna og persónuvarnir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma lokaverkefni í námi sínu eins og fyrir er lagt í verkáætlun lokaverkefnis sem einnig er hluti af sveinsprófi í bílamálun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna að hann hefur fullt vald á verkefninu hvað varðar verkkunnáttu og skipuleg vinnubrögð ásamt því að fylgja reglum um umgengni, öryggi og vinnuvernd
    Viðgerð og málun 45%. Litalögun 15%. Plastviðgerð 20%. Skreyting 20%.