Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492790038.05

    Yfirborðsmeðhöndlun í iðnaði
    BMYT3YM01
    4
    Yfirborðsmeðhöndlun
    Yfirborðsmeðhöndlun
    Samþykkt af skóla
    3
    1
    Nemendur undirvinna og sprautumála hlut sem ekki tengist ökutæki. Farið yfir hvernig gera skuli verklýsingu um viðkomandi verkefni, velja efni er hæfi því undirlagi og endanlegri áferð sem óskað er eftir. Farið yfir tækjabúnað sem á við verkefni og aðstæður hverju sinni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu aðferðum sem tíðkast við yfirborðsmeðhöndlun í iðnaði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðhöndla yfirborð við iðnaðarmálningu
    • velja viðeigandi tækjabúnað
    • velja viðeigandi efni til notkunar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera verklýsingu verkefnis í iðnaðarmálun
    • velja viðeigandi efni til notkunar á mismunandi undirlög
    • velja viðeigandi tækjabúnað er hæfi verkefnum hverju sinni
    Skriflegt mat 30%. Verklegt mat 50%. Ástundun 20%.