Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1493820824.47

    Hagfræði-byrjunaráfangi
    HAGF2HA05
    6
    hagfræði
    Hagfræði, almenn
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Grunnhugtök hagfræðinnar eru viðfangsefni áfangans. Farið verður yfir helstu kenningar, strauma og stefnur hagfræðinnar og helstu hagfræðilíkön verða kynnt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvelli hagfræðinnar sem fræðigreinar
    • meginviðfangsefnum hagfræðinnar
    • mismunandi tegundum hagkerfa
    • grunneiningum hagkerfisins og umsvifum hins opinbera
    • helstu straumum í kenningum hagfræðinnar
    • skiptingu hagfræðinnar í þjóðhagfræði og rekstrarhagfræði
    • þeim stofnunum sem stjórna stýritækjum hagkerfisins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita algengustu hugtökum hagfræðinnar á skýran og skilmerkilegan máta
    • taka þátt í einföldum umræðum um hagfræðileg málefni
    • nýta sér þekkingu sína við lestur á einföldum hagfræðilegum texta
    • beita hagfræðilegum grunnhugtökum og þeim orðaforða sem notaður er í hagfræði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir grunnatriðum hagkerfisins
    • geta tjáð skoðanir sínar á skýran og skilmerkilegan hátt
    • gera sér grein fyrir samspili hagfræðinnar í samfélaginu
    Námsmat er verkefnamiðað símat. Áhersla er lögð á að nemendur taki virkan þátt í verkefnum og umræðum.