Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1495549899.74

    Vinnustaðanám Snyrtifræði II
    VINS3SB20(FB)
    21
    vinnustaðanám
    Snyrtifræði-B
    Samþykkt af skóla
    3
    20
    FB
    Vinnustaðanám er samningsbundið nám undir leiðsögn iðnmeistara. Nemandi tekst á við raunveruleg verkefni í fyrirtækjum, þjálfar verktækni og fagleg vinnubrögð. Miðað er við lögbundna 40 stunda vinnuviku í 7 mánuði undir leiðsögn iðnmeistara í snyrtifræði. Fyrirtæki sem gerir samning um þjálfun nemenda á vinnustað skuldbindur sig til fylgja þeim markmiðum sem tilgreind eru fyrir snyrtifræðinám og að framfylgja þeim námsþáttum og verklegri þjálfun nemandans sem iðngreinin gerir kröfu um.
    Nemandi skal hafa lokið námi á sjöttu önn samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • starfsháttum á snyrtistofu þar með talið bókunarkerfi, tímastjórnun, undirbúning og frágang vinnusvæðis
    • mikilvægi hreinlætis og sótthreinsunar við störf þ.m.t. persónulegt, vinnusvæði, tækja og áhalda
    • að velja markvissa húðmeðferð og ráðleggja ábyrga notkun húð-og snyrtivara
    • snyrtivörum og efnum sem eru notuð í öllum verkþáttum greinarinnar
    • í hvaða tilvikum meðferð er viðeigandi og í hvenær meðhöndlun er ekki ráðlögð siðarreglum snyrtifræðinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • undirbúa og ganga frá vinnusvæði samkvæmt viðurkenndum hreinlætisstöðlum
    • taka á móti viðskiptavini og veita markvissa ráðgjöf á faglegan hátt
    • greina þarfir viðskiptavinar og geta ráðlagt markvissa stofumeðferð og snyrtivörunotkun fyrir andlit, hendur, fætur og líkamann almennt
    • nudda markvisst höfuð, andlit og líkama með höndum og heitum steinum
    • lita augnhár og augabrúnir með tilliti til litavals samkvæmt þörfum viðskiptavinar
    • plokka, vaxa og móta augabrúnir samkvæmt þörfum viðskiptavinar
    • fjarlægja óæskilegan hárvöxt á mismunandi hátt og vinna með efni fyrir og eftir meðferð
    • framkvæma rafræna meðferð fyrir bæði andlit og líkama s.s. jónun, hátíðni, örstraum, LED meðferð, fótabor
    • framkvæma mismunandi sérmeðhöndlanir á andlit s.s. Ah-sýru meðferð
    • framkvæma mismunandi SPA sérmeðhöndlanir á líkama s.s. innpakkanir
    • framkvæma mismunandi sérmeðhöndlanir í hand- og fótsnyrtingu þ.m.t. parafín meðferð og gel lökkun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skynja þarfir viðskiptavina og ráðleggja viðeigandi húðmeðferð og endurkomu
    • sýna viðskiptavinum virðingu og faglega umhyggju
    • sýna frumkvæði og framtaksemi við vinnu sína
    • geta ráðlagt og selt húðvörur á markvissan hátt og skynjað þarfir viðskiptavinar
    Námsmat byggist á ferilbók í öllum verkþáttum náms í snyrtifræði samkvæmt aðalnámskrá. Gert er ráð fyrir að ferilbók fylgi nemandanum þar sem gerð er grein fyrir verklegri þjálfun hans í vinnustaðanámi. Nemandi og iðnmeistari bera sameiginlega ábyrgð á skráningu ferilbókar. Einkunnargjöf í lok áfangans er staðið eða ólokið.