Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496852075.6

    Andlitsmeðferð framhaldsáfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
    ANMF2BA07(FB)
    1
    Andlitsmeðferð
    Andlistmeðferð-framhaldsáfangi
    Samþykkt af skóla
    2
    7
    FB
    Nemendur læra verklag við rafræna meðferð, djúphreinsun og andlitsmaska. Þeir öðlast viðbótarþjálfun og færni í grunnþáttum húðmeðferðar ásamt litun augnhára og augabrúna. Lögð er áhersla á að kenna samþætt markmið í meðferð með tilliti til húðgerðar og frábendinga. Nemendur læra rétta efnisnotkun í verkþáttum og tengja við áfangann ANMF3BB04.
    Byrjunaráfangar í andlitsmeðferð samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • forsendum fyrir notkun hitagjafa í húðmeðferð
    • ólíkum djúphreinsiefnum og geti valið á milli efna eftir mismunandi húðgerðum
    • ólíkum rafmeðferðum og tengdra vara við húðsnyrtingu og hafi vald á vali þeirra eftir markmiði meðferðar
    • mismunandi andlitsmöskum og geti valið út frá mismunandi markmiði meðferðar
    • frábendingum varðandi meðhöndlun
    • mikilvægi á markvissu vali efna í andlitsmeðferð og markvissri ráðgjöf um snyrtivörunotkun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp vinnuaðstöðu á skilvirkan og fljótlegan hátt
    • sýna örugg vinnubrögð í yfirborðshreinsun
    • undirbúa og lita augnhár og augabrúnir á fljótan og markvissan hátt og öðlast viðbótarfærni við blöndun og litaval.
    • plokka augabrúnir svo hæfi augnumgerð viðskiptavinar
    • húðgreina og fylla út húðgreiningarblöð fyrir ólíkar húðgerðir og vinna eftir þeim
    • velja mismunandi hitagjafa í húðmeðferð og nota þá á öruggan hátt
    • beita mismunandi vinnubrögðum við djúphreinsun eftir því hvaða djúphreinsivara er notuð
    • sýna örugga notkun rafrænna tækja við húðmeðferð og velja á milli ólíkra rafefna eftir markmiði og þörfum húðar
    • nudda markvisst andlit, höfuð og herðar með viðeigandi flæði og dýpt
    • setja á og fjarlægja andlitsmaska á viðeigandi hátt eftir mismunandi efnisgerð þeirra
    • rökstyðja val á snyrtivörum fyrir ólíkar húðgerðir og innihaldsefni í grunnþáttum húðmeðferðar, þ.e. hreinsivörur, nuddefni, krem og serum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna í hóp til þess að auka skilning á verklega þætti námsins og samskiptatækni
    • undirbúa verkþætti og hafa skilning á mikilvægi vandaðra vinnubragða og fagmannlegrar framkomu
    • velja viðeigandi snyrtivörur í meðferð með tilliti til ástands húðar og markmiðum meðferðar
    • skilja við vinnuaðstöðu á viðeigandi hátt og sýna frágang áhalda og efna af þekkingu á mismunandi sótthreinsunarmiðlum
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • sýna fagmannleg vinnubrögð, vera háttvís í framkomu og viðhafa persónulegt hreinlæti
    Vinnueinkunn (stöðumat, húðgreiningar, verkefnavinna, frammistaða í tímum) og lokapróf