Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496855100.13

    Fótsnyrting framhaldsáfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
    FÓTS2CA02(FB)
    1
    Fótsnyrtin
    Fótsnyrting-framhald
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    FB
    Í þessum áfanga læra nemendur nánar greiningu fóta og tánagla. Dýpkuð er þekking þeirra á snyrtingu fóta með áherslu á húð- og naglavandamál og snyrtivörur tengdar þeim. Nemendur læra að nota rafmagnsbor í fótsnyrtingu og fá viðbótarþjálfun í henni. Nemendur fá fræðslu um algengustu nagla- og fótamein og læra að þekkja forsendur fyrir vali á mismunandi meðferð fyrir fætur.
    Samkvæmt skólanámskrá.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig eðlilegur fótur er og frávik frá því
    • mismunandi vandamálum sem viðskiptavinur getur haft í húð og nöglum á fótum
    • efnisvali og meðferð fyrir viðskiptavin til notkunar fyrir mismunandi vandamál í húð og nöglum á fótum
    • að greina vörunotkun viðskiptavinar
    • efnisvali til heimanotkunar fyrir viðskipatvin með mismunandi vandamál í húð og nöglum á fótum
    • notkun rafmagnsbors í fótsnyrtingu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð
    • taka á móti viðskiptavini og sýna háttvísi og fagmannlega framkomu
    • velja efni við hæfi og veitt viðskipavini fótsnyrtingu, þar sem notaður er rafmagnsbor, innan þeirra tímamarka sem til er ætlast
    • greina nagla- og húðvandamál viðskiptavinar og gefið ráðleggingar við þeim
    • halda upp samræðum við viðskiptavin á meðan á meðhöndlun stendur og fá upplýsingar um daglega notkun hans á snyrtivörum fyrir fætur
    • setja upp vinnuaðstöðu fyrir fótsnyrtingu og ganga frá á viðeigandi hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð í að greina húð og neglur viðskiptavinar á fótum
    • velja meðferð á fótum sem hentar fyrir viðskiptavini og gefið viðeigandi ráðleggingar
    • geta rætt við viðskiptavin hvaða vörur hann notar fyrir fætur og hvernig hann notar þær og greint hvort eða hvað á vantar
    • sýna og hafa skilning á vönduðum sjálfstæðum vinnubrögðum og háttvísri og fagmannlegri framkomu
    Vinnueinkunn á önn og lokapróf • Krafa er um háttvísi í framkomu og sjálfstæði í vinnubrögð. • Vinnufærni nemandans er metin á önninni með leiðsagnarmati á verklegri vinnu þar sem nemandi greinir fætur, vinnur fótsnyrtingu og velur efni til að vinna með, á utanaðkomandi aðilum. • Verklegt lokapróf er fótsnyrting þar sem prófdómari auk kennara metur hæfni nemanda. Nemandi sýnir hæfni í fótsnyrtingu þar sem valin eru efni sem hentar módeli og gefnar viðeigandi ráðleggingar, innan þeirra tímamarka sem til er ætlast. • Þekking er metin með skriflegum könnunum, verkefnum sem unnin eru heima og skriflegu lokapróf.