Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1504796137.48

    Vefforitun-Bakendaforritun
    VFOR3BA05
    4
    Vefforritun
    Bakendaforritun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Rifjum upp HTML og CSS. Nemendur munu kynnast forritunarmáli sem keyrir á bakenda vefsíðunnar og notkun forrita sem hjálpa til við að halda utan um stærri verkefni. Bakendin er oftast samsettur af server, forriti og gagnagrunni. Breytur, gagnaskipan, föll, fylki og hlutir eru meðal hugtaka sem farið verður yfir. Haldið verður áfram notkun github.
    VFOR2JF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skipunum í forritunarmáli fyrir bakendann
    • tengingu á milli forritsskráa
    • klösum og aðferðum
    • tengingu við gagnagrunna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota gagnagrunnskipanir í bakendaforritunarmáli
    • tengja saman mismunandi forritsskrár
    • setja kóða skipulega upp
    • setja upp vinnuumhverfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt
    • búa til dýnamíska vefsíðu frá grunni
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.