Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505223730.3

    Menningarlæsi
    LIME2ML05
    2
    listir og menning
    listir og menning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum fær nemandinn innsýn í menningarsöguna og hvernig þróun og víxlverkun listgreina og samfélags mótar þann nútíma sem við lifum í. Nemandinn kynnist forsendum skynjunar mannsins og margvíslegum möguleikum hans til listrænnar tjáningar. Nemandinn kannar fagurfræðilegar og hugmyndalegar forsendur lista og hvernig þróun þeirra tengist breytingum samfélagsins á hverjum tíma s.s í tengslum við trúarbrögð, tæknilegar nýjungar, þróun í vísindum og stjórnmálum. Nemandinn rannsakar þætti sem snúa að skynhrifum. Hann vinnur verkefni þar sem hann kannar mismunandi listgreinar, tengsl þeirra innbyrðis og ólík stíltímabil.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi allrar listsköpunar í samfélaginu
    • fagurfræðilegum og hugmyndafræðilegum forsendum lista
    • hvernig samfélagsbreytingar, trúarbrögð, tækniframfarir, þróun í vísindum og stjórnmál hafa áhrif á listir, skynjun og sköpun
    • hvernig stefnur og straumar í listum taka sífellt breytingum
    • samspili ólíkra listgreina og hvernig þær hafa áhrif hvor á aðra
    • grunnatriðum í eðlisfræði og skynjunarsálfræði
    • möguleikum sem listnám hefur upp á að bjóða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • opna hugann og horfa vítt hvað varðar menningu og listir í samfélaginu
    • beita mismunandi aðferðum í framsetningu verkefna sinna s.s. með því að rita, tala, teikna eða miðla á annan hátt
    • vinna á sjálfstæðan og skapandi hátt undir leiðsögn kennara að afmörkuðum verkefnum er tengjast fyrirlestrum og straumum og stefnum í listum
    • skilja muninn á öpun og sköpun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna nokkurt sjálfstæði við útfærslu/túlkun verkefna undir leiðsögn kennara, ýmist skrifleg, verkleg eða unnin með nýmiðlum
    • setja listir í menningarlegt og sögulegt samhengi og tileinka sér hæfni til að fjalla um viðfangsefni áfangans hverju sinni
    • fjalla um listir og hönnun
    • meta, greina og skynja listir og hönnun út frá eigin forsendum og annarra
    • fjalla um listviðburði og fyrirlestra á gagnrýninn og sjálfstæðan hátt og rökstyðja mál sitt
    • vinna með öðrum með umburðarlyndi og virðingu að leiðarljósi
    • ræða um eigin verkferli og listrænar niðurstöður
    • ræða heimspekileg álitamál um skynjun
    • rökstyðja skoðanir sínar
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.