Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1540478633.81

    Mannréttindi og samfélag
    FÉLA2MS05
    41
    félagsfræði
    Mannréttindi og samfélag
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verða kynnt helstu hugtök sem tengjast mannréttindum og unnin lifandi verkefni þar sem tekin eru fyrir ólík málefni og fjallað um mismunandi réttindi. Meðal málefna sem tekin eru fyrir eru: börn, borgaravitund, lýðræði, mismunun og útlendingahatur, menntun, umhverfismál, jafnrétti kynjanna, hnattvæðing, heilbrigði, fjölmiðlar, friður og ofbeldi, fátækt, félagsleg réttindi og íþróttir. Eitt stærsta verkefnið er að setja upp "Lifandi bókasafn" fyrir samnemendur.
    FÉLV1SJ06. Það má taka áfangana samhliða.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað mannréttindi fela í sér og að þau séu leið til að bæta líf þeirra og annarra
    • hugtökum tengdum mannréttindum
    • sáttmálum tengdum mannréttindum og tilurð þeirra
    • helstu forkólfum og samtökum mannréttinda og baráttu þeirra
    • mikilvægi mannréttinda og þau beri að virða og verja
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita ýmsum hugtökum sem tengjast jafnrétti, lýðræði og mannréttindum
    • greina hvenær réttindi fólks eru brotin
    • vinna sjálfstætt og með öðrum
    • hlusta á aðra, eiga í skoðanaskiptum og leysa úr vandamálum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á upplýsingar um brot á réttindum fólks og viðbrögð samfélagsins við þeim
    • skilja og virða mikilvægi mannréttinda
    • leita sér upplýsinga um mannréttindamálefni
    • afla sér heimilda eftir fjölbreytilegum leiðum.
    Áfanginn er símats áfangi.