Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1550760183.51

    Forritun
    FORR3PI05
    18
    forritun
    Raspberry Pie
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er farið yfir hvernig hægt er að nota Raspberry PI til að leysa hin ýmsu verkefni. Farið er í hvernig við forritum vélina, sem og hvernig hægt er að tengja hana við hin ýmsu tæki. Nemendur munu svo vinna verkefni sem krefjast bæði forritunar og verkkunnáttu. Einnig kynnast nemendur uppsetningu á stýrikerfi fyrir smátölvuna Raspberry Pi, tengjast henni fjarrænt ásamt grunnatriðum í að stýra GPIO, inn- og útgangspinnum hennar. Áfanginn er þverfaglegur á milli rafiðnaðar- og tölvufræðideildar.
    Nemendur í rafiðngreinum þurfa að hafa lokið STÝR3GC05 Nemendur á forritunardeild þurfa að hafa lokið FORR2GF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig hægt er að nota Raspberry PI til að leysa hin ýmsu verkefni
    • þeim möguleikum sem felast í því að tengja saman hugbúnað og vélar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota Raspberry PI til að leysa ýmis vandamál
    • tengja helstu íhluti við Raspberry PI
    • byggja ofan á einfaldar einingar, svo sem forritanlegan mótor eða ljós
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • smíða vélar sem leysa hin ýmsu vandamál
    • greina hvort hagkvæmt sé að nota slíkar tölvur við lausn hvers vandamáls
    • tengja saman, inntak, tölvu og úttak til að mynda heildræna lausn á vandmálum
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá