Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1550761254.31

    Forritun II JSL
    FORR3JS05
    17
    forritun
    JavaScript
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er beint framhald af FORR3LE05. Haldið verður áfram að forrita með hlutbundnum hætti í Javascript, ásamt því sem við notum ThreeJS. Nemendur læra meira um hvernig hlutbundin forritun virkar í javascript ásamt því hvernig hægt er að smíða flóknari kerfi. Notast verður við ThreeJS módúluna til að birta grafík og munum við einnig taka fyrir NodeJS, sem leyfir okkur að mynda rauntíma tengingar milli vafra. Þetta er þar með orðin hágæða þrívíddar grafík í rauntíma, margnotenda og forritanlegt með hlutbundinni hönnun í javascript. Nemendum mun einnig standa til boða að setja upp sinn eigin vefþjón í kennslustund.
    FORR3LE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hlutbundinni forritun í Javascript
    • hvernig hægt er að nota ThreeJS til að teikna hina ýmsu grafík
    • hvernig hægt er að nota nodejs til að tengja saman client með socket tengingum
    • flytja blender teikningar inn í rauntímaherma
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • forrita með hlutbundinni forritun
    • tengja saman js hlutbundin forrit, ThreeJS og NodeJS
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • forrita herma
    • búa til tölvuleiki með hágæða þrívíddar grafík í rauntíma, margnotenda
    • nota þrívíð teiknimódel í rauntímahermum
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.