Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1632820527.23

    Útivist
    ÚTIV1RK02
    None
    Útivist
    Rötun, ferðaskipulag, kortalestur
    for inspection
    1
    2
    Markmiðið er að kynna þá náttúru og sögu sem Reykjanesið hefur uppá að bjóða. Stuttir fyrirlestrar þar sem farið verður yfir útbúnað í gönguferðum og á fjöllum, öryggisatriði í gönguferðum s.s. kennsla á áttavita/gps tæki og að lesa úr kortum og umgengni um náttúruna. Farið verður í fimm göngur á Reykjanesskaganum. Göngurnar eru mis langar og verða farnar á föstudögum eftir að kennslu lýkur eða á laugardögum. Til þess að standast áfangann þarf að mæta í 4-5 i göngur og skila göngudagbók eftir hverja ferð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Klæðnaði sem hentar til útivistar í íslenskri veðráttu
    • Öryggisatriðum í sambandi við fjallgöngur s.s. veðurspá, virkni áttavita og gps tækja
    • Gönguleiðum á Reykjanesskaganum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Glíma við útiveru við mismunandi aðstæður
    • Takast á við aðstæður sem reyna á þol og styrk
    • Vinna saman, vera hvetjandi og sýna tillitssemi gagnvart öðrum göngufélögum
    • Geta nýtt sér áttavita, kort og gps tæki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Meta eigið þol og styrk með tilliti til gangna
    • Nota útivist sér til ánægju og heilsubótar
    • Taka þátt í göngum og útivist við mismunandi aðstæður og veðurfar
    • Útbúa sig varðandi nesti, klæðnað og annan útbúnað fyrir dags gönguferðir
    Námsmat byggir á þátttöku í gönguferðum og fyrirlestrum ásamt skilum á göngudagbók.