Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1644507875.53

    Yndislestur framhald
    FRAN3YF05
    1
    franska
    Yndislestur framhald
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er svipaður að uppbyggingu og undanfarinn. Nemendur lesa ýmiss konar texta, svo sem skáldsögur, smásögur, ljóð, tímaritsgreinar og fræðsluefni á netinu. Nemendur vinna sjálfstætt með textann hverju sinni og kynna niðurstöður í einkaviðtali við kennara. Einnig gera nemendur skriflegar greinargerðir sem er svo safnað saman og skilað sem vinnubók í lok áfangans. Áfanginn er símatsáfangi sem byggir á munnlegum og skriflegum verkefnum ásamt raunmætingu. Hægt er að velja hann sem 3 eða 5 einingar.
    FRAN2YN03 eða FRAN2YN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða texta eins og skáldsagna, smásagna, ljóða, tímarita og kvikmynda
    • menningu og þjóðfélagi frönskumælandi landa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa margs konar texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt
    • greina nokkuð ítarlega frá efni texta sem hann hefur unnið með, bæði munnlega og skriflega
    • taka þátt í samræðum um efnið og setja fram eigin skoðun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla á ítarlegan hátt, munnlega og skriflega, um margskonar efni sem hann hefur kynnt sér sjálfstætt og tjá eigin skoðanir
    • geta tjáð sig óundirbúið um efni á tungumálinu á viðeigandi þyngdarstigi.
    Áfanginn er símatsáfangi sem byggir á munnlegum og skriflegum verkefnum ásamt raunmætingu.