Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Náttúrufræðibraut (Staðfestingarnúmer 257) 18-257-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Stúdentspróf af náttúrufræðibraut veitir góðan undirbúning fyrir háskólanám í raungreinum, stærðfræði og tengdum greinum.

Nemendur eru skyldugir til að ljúka grunnáföngum í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði en hafa auk þess nokkurt val til að bæta við þekkingu sína í þessum greinum. Það val geta nemendur notað til að styrkja undirbúning sinn fyrir það nám sem stefnt er að í háskóla.


Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á náttúrufræðibraut skulu nemendur hafa þreytt lokapróf grunnskóla í íslensku, ensku og stærðfræði með lágmarkseinkunn B.
Skipulag: Nám á náttúrufræðibraut er fyrst og fremst bóklegt staðnám og miðast við að nemendur geti lokið því á þremur árum. Á brautinni er lögð áhersla á nám í stærðfræði og náttúrufræðigreinum.

Brautin skiptist í kjarna, bundið pakkaval, bundið áfangaval og frjálst val, samtals 206 -215 einingar. Einingafjöldinn er breytilegur eftir því hvort nemandi tekur hraðferðir eða ekki í ensku, íslensku og stærðfræði. Hluti af frjálsa valinu er bundinn skilyrðum en 25 einingar eru alveg valfrjálsar úr áfangaframboði skólans. Allt val á brautinni er háð kröfu um hámarksfjölda eininga á 1. þrepi og lágmarksfjölda eininga á 2. og 3. þrepi. Nauðsynlegt er að nemendur skipuleggi nám sitt í samvinnu við náms- og starfsráðgjafa með tilliti til náms að loknu stúdentsprófi.

Námsmat Í lok annar er gefin einkunn fyrir hvern þann áfanga sem nemandinn hefur verið skráður í. Í kennsluáætlun sem dreift er í byrjun annar kemur fram hvernig einkunn byggist á einstökum námsþáttum, símati og/eða lokaprófi. Námsmat í skólanum er fjölbreytt. Almennt eru einkunnir gefnar í heilum tölum á bilinu 1 til 10 eða S (staðið) og F (fall).
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Eftirfarandi reglur gilda um námsframvindu: Lágmarkseinkunn í áfanga er 5. Þó er heimilt að ljúka áfanga sem ekki er undanfari annars áfanga með einkunninni 4 en þá telst áfanginn ekki með til eininga. Einkunnin 4 má í hæsta lagi vera í tveimur áföngum. Nemandi skal ljúka 16 framhaldsskólaeiningum hið minnsta á hverri önn nema um lokaönn til stúdentsprófs sé að ræða.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • gera sér grein fyrir réttindum sínum og skyldum í þjóðfélagi jafnréttis, lýðræðis og sjálfbærni.
  • virða umhverfi sitt og geti tekið þátt í upplýstri umræðu um umhverfismál.
  • bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin námi.
  • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína.
  • gera sér grein fyrir hvað er heilbrigður lífstíll og hvaða lífsvenjur eru uppbyggilegar bæði andlega og líkamlega.
  • tjá sig í ræðu og riti á góðri íslensku.
  • beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun.
  • lesa og skilja fræðilegan texta sem tengist áherslugreinum nemandans.
  • geta fjallað um og tekið þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast vísindum, tækni og samfélagi.
  • takast á við frekara nám á háskólastigi, sér í lagi í stærðfræði, raunvísindum, heilbrigðis og tæknigreinum.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

215  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Þriðja mál - Franska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja mál - Spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja mál - Ítalska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja mál - Þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 4

Bundið áfangaval

5 af 15
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 15

Bundið áfangaval

5 af 20
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 20

Bundið áfangaval

5 af 10
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 10

Bundið áfangaval

5 af 30
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 30

Bundið áfangaval

4 af 9
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 4 af 9

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Í frjálsa valinu eru 60 einingar samtals sem er ráðstafað með eftirfarandi hætti:

-Áfangi nr. tvö í valinni félagsgrein eða viðbót í sögu 5 einingar.

-Viðbót í tungumálum 10 einingar þar sem að minnsta kosti fimm einingar eru í öðru tungumáli en ensku.

- Fjórir áfangar í stærðfræði, raungrein eða tölvufræði. samtals 20 einingar.

-Til viðbótar er svo 25 einingar valfrjálst af áfangaframboði skólans eða metnum einingum.

Sjá nánar í skólanámskrá.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Í líffræðiáföngum eiga nemendur að geta lesið líffræðilegan fræðitexta. Unnið er með líffræðileg mæligögn. Algengar reikniaðferðir og tölfræði eru notuð. Nemendur eiga að geta sett fram upplýsingar í töflur og rit, nýtt sér bókasöfn og upplýsingatækni við vinnu og lausn verkefna.
  • Í verklegri eðlisfræði eru nemendur þjálfaðir í að skrá og vinna með gögn. Túlka þarf niðurstöður mælinganna og þjálfast nemendur í að afla gagna, vinna með þau og túlka niðurstöðurnar. Þar þjálfast nemendur einnig í umræðu um tölulegar upplýsingar. Í verklegri eðlisfræði eru nemendur þjálfaðir í að skrá og vinna með gögn. Nemendur þjálfast í að lesa og vinna úr vísindalegum textum við gerð heimildaritgerða í eðlisfræði (3CG og 2BS). Þar eru nemendur einnig þjálfaðir í að leita að upplýsingum um vísindaleg málefni og meta gæði heimilda.
  • Í jarðfræði eiga nemendur að þekkja jarðfræðihugtök og jarðfræðitákn, lesa upplýsingar af jarðfræðikortum og geta útskýrt hugtökin og táknkerfin. Nemendur eiga einnig að geta lesið úr, unnið með og sett fram tölulegar upplýsingar á skipulegan og skýran máta.
  • Í öllum efnafræðiáföngum er lögð áhersla á að nemendur kunni að fara með talnagögn úr mælingum og geti sett þau fram á skýran hátt. Þá þurfa nemendur m.a. að skilja táknmál efnafræðinnar, lotukerfi og nöfn og hvernig efnajöfnur eru notaðar til magnbundinna reikninga.
  • Í stærðfræði er unnið með stærðir, myndræn form og tölulegar upplýsingar, með það að markmiði að nemendur séu færir um að skilja og vinna með mismunandi framsetningu þeirra.
  • Í öllum áföngum íslensku er lögð áhersla á að nemendur kynnist handbókum og upplýsingaveitum og nýti þær í þekkingarleit sinni á skapandi og faglegan hátt í verkefnum.
  • Í söguáföngum er unnið með sögulegar hagtölur til að öðlast skilning á fortíðinni. Í söguáföngum er unnið með tölulegar upplýsingar úr ýmsum samfélögum Tölfræðileg greining á sér stað í rannsóknarvinnu nemenda í sumum söguáföngum Heimildaleit á mismunandi miðlum, formum og stöðum er grundvallarþáttur í sögu
  • Í ensku læra nemendur að þekkja og vinna með mælieiningar og talnakerfi sem eru ólík á ensku og íslensku.
  • Í norðurlandamálum læra nemendur að þekkja m.a. þau töluorð og röðun í tugasæti (sem eru ólík á norðurlandamálum og íslensku).
  • Í þriðju málum læra nemendur tölurnar og rétta notkun þeirra við ýmsar aðstæður.
Námshæfni:
  • Lögð er áhersla á að allir nemendur, líka þeir sem standa sig best, fái verkefni við hæfi og reynt að sjá til þess að vinnuumhverfið sé hvetjandi og vitsmunalega örvandi fyrir alla nemendur. Nemendur vinna sjálfstætt að lausn verkefna og bera sjálf ábyrgð á því að fá nauðsynlega þjálfun við lausn verkefna og þjálfast í því að taka ábyrgð á eigin námi. Til þess að klára vinnuna á tilsettum tíma þurfa þau að geta skipulagt vinnutíma sinn. Þekking er byggð upp skref af skrefi, í efri áföngum er grunnkunnátta er neðri áföngum sett í samhengi við ýmis ný viðfangsefni. Viðfangsefni eðlisfræðinnar eru allt í kring um okkur og reynt að tengja það sem lært er við daglegt líf nemenda eftir föngum.
  • Í jarðfræði eru nemendur þjálfaðir í að vinna með jarðfræðitexta á íslensku og ensku. Áhersla er lögð á skipuleg vinnubrögð við efnisleit og úrvinnslu efnis og nemendur læra að setja efni fram með skýrum og skilmerkilegum hætti. Áhersla er vettvangsferðir, kynningu á jarðmyndunum og almennt náttúrulæsi. Notkun upplýsingatækni við þekkingarleit er þjálfuð.
  • Nemendur í efnafræði þurfa af vera færir um að fylgja verklýsingum við framkvæmd og úrvinnslu tilrauna og miðla niðurstöðum. Nemendur þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum sem og hópavinnu við upplýsingaöflun, framkvæmd tilrauna og úrvinnslu dæma og annarra verkefna.
  • Í stærðfræði þurfa nemendur að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og takast á við áskoranir í námi. Þeir þurfa stöðugt að meta eigin styrkleika, sýna frumkvæði og setja sér raunhæf markmið.
  • Í líkamsrækt er lögð áhersla á að nemendur átti sig á námskröfum fagsins og skólastigsins. Nemendum er veitt aðstoð við að gera sér grein fyrir eigin vinnulagi, styrkleikum og veikleikum í greininni og hvernig bæta megi árangur út frá forsendum hvers og eins.
  • Í lífsleikni kynnast nemendur þeim kröfum um námshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum sem gerðar eru í menntaskóla. Einnig meta nemendur eigin námstækni og skiptast á upplýsingum um það sem skilar þeim árangri. Þá þjálfa nemendur sig í samvinnunámi
  • Í sögu er lögð áhersla á að nemendur öðlist hæfni til ritgerðasmíða, til að undirbúa og flytja framsögur. Áhersla er lögð á að nemendur taki ábyrgð á eigin námi. Beitt er sjálfsmati og jafningjamati til að nemendur öðlist sjálfsþekkingu.
  • Í öllum áföngum íslensku er gerð rík krafa um sjálfstæð og öguð vinnubrögð, t.d. í ritgerðarskrifum og öðrum verkefnum. Nemendur fá tækifæri til að koma þekkingu sinni á framfæri á fjölbreytilegan og skapandi hátt.
  • Í öllum áföngum ensku og norðurlandamála er lögð áhersla á að nemendur átti sig á námskröfum skólans og geri sér gein fyrir kröfum skólastigsins. Nemendur eru aðstoðaðir við að átta sig á eigin vinnulagi, styrkleikum og veikleikum í námi og hvernig bæta megi árangur út frá styrkleikum hvers og eins.
  • Í öllum áföngum þriðju mála er lögð áhersla á að nemendur læri að tileinka sér námsefni og aðferðir við tungumálanám. Nemendur eru hvattir til að taka ábyrgð á eigin námi og auka þannig hæfni sína.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Í líffræðiáföngum eru fjölbreytt verkefni sem gefa kost á frumkvæði og sköpun eins og vinna fyrirlestra, velja sér rannsóknarverkefni, hanna tilraunir / rannsóknir, skrifa ritgerðir og vinna veggspjöld.
  • Í jarðfræðiáföngum er lögð áhersla á að nemendur noti þekkingu sína til að lesa í umhverfi sitt, greina jarðmyndanir og tilurð þeirra og átti sig á orsökum og afleiðingum náttúruhamfara. Nemendur þjálfast í að setja fram verkefni sín með skipulegum og skapandi hætti s.s. með teikningum, hönnun veggspjalda eða annarri framsetningu efnis. Í valáföngum í jarðfræði er lögð áhersla á að nemendur nýti sér þekkingu og færni úr öðrum námsgreinum, svo sem íslensku, ensku og raungreinum, við vinnu lokaverkefnis.
  • Nemendur fá æfingu í greiningu viðfangsefna og nálgun lausna í verkefnum og dæmareikningi. Þeir læra að leggja mat á niðurstöður og óvissu mælinga og hvernig má endurbæta tilraunir. Auk þess hvernig þekking á nöfnum og þrívíddarlögun efna getur gagnast í skilningi á eðli og eiginleikum efna.
  • Í stærðfræði er skapandi hugsun rauður þráður, ólík verkefni krefjast mismunandi lausnaraðferða og oft eru fleiri en ein leið að settu marki. Mörg viðfangsefni stærðfræðinnar tengjast öðrum greinum og leitast er við að benda nemendum á slík tengsl.
  • Í líkamsrækt fá nemendur verkefni og svigrúm sem hvetja til skapandi hugsunar, bættrar heilsu og upplifa áskoranir á eigin líkama. Nemendur öðlast hagnýta þekkingu á starfsemi líkamans sem hjálpar þeim að skipuleggja eigin þjálfun og viðhalda góðu líkamsástandi.
  • Í öllum áföngum íslensku fá nemendur tækifæri til að njóta menningar og lista, t.d. með því að lesa bókmenntir, fara í leikhús og horfa á kvikmyndir. Nemendur gera munnlega og skriflega grein fyrir upplifun sinni og nýta hæfileika sína til úrvinnslu skapandi verkefna.
  • Í sögu vinna nemendur að sjálfstæðum og skapandi verkefnum. Þá fjalla nemendur um listir og menningu og öðlast dýpri skilning á menningu og umhverfi sínu með því að skoða sögulegar forsendur
  • Nemendur vinna verkefni í ensku þar sem þeir eru hvattir til að vera skapandi. Þar má nefna sem dæmi stuttar sögur, ljóð, teiknimyndasögur, veggspjöld og munnlegar kynningar.
  • Í norðurlandamálum vinna nemendur skapandi verkefni þar sem þeir eru hvattir til frumleika. Þar má nefna sem dæmi stuttar sögur, ljóð, teiknimyndasögur, veggspjöld, munnlegar kynningar og margt fleira.
  • Í þriðju málum vinna nemendur fjölbreytt og skapandi verkefni. Þeir eru auk þess hvattir til þess að sýna frumkvæði,afla og nýta sér upplýsinga til að víkka sjóndeildarhringinn.
Jafnrétti:
  • Jafnrétti er mikilvægur þáttur í umræðu um fólksfjölgun, sérstaklega áhersla í menntun kvenna.
  • Í jarðfræði er litið á jörðina sem eina heild, sem og íbúa hennar þar sem allir hafi jafnan rétt. Í umfjöllun um náttúrugæði og náttúruvá er bent á mismunandi aðstæður fólks og hvernig markviss viðbrögð við náttúruhamförum og umhverfisbreytingum skipta sköpum um líf og framtíð einstaklinga. Fjallað er um afleiðingar náttúruhamfara og umhverfisbreytinga í vestrænum ríkum og í þróunarlöndum, viðbrögð þjóðanna og alþjóðasamfélagsins.
  • Reynt er að stuðla að jöfnu aðgengi og þátttöku allra nemenda í öllum þáttum efnafræðináms.
  • Í líkamsrækt er jafnrétti í hávegum haft, tekið er tillit til einstaklingsins á þann hátt að hann/ hún geti stundað líkamsrækt á jafnréttisgrundvelli óháð kyni, þjóðerni og líkamsástandi. Nemendur eru hvattir til umburðarlyndis og jákvæðrar og hvetjandi framkomu.
  • Í öllum áföngum íslensku eru lesnir fjölbreyttir textar þar sem fjallað er um mismunun í samfélaginu. Í greiningu á textum setja nemendur sig í spor þeirra sem búa við mismunun eða forréttindi.
  • Í sögu er fjallað um jafnrétti kynja, stétta og annarra samfélagshópa Í söguáföngum er komið fram við alla af virðingu og jafnræði Í söguáföngum lærist nemendum hvernig mismunun og forréttindi byggjast á ólíkum forsendum á ólíkum tímum.
Menntun til sjálfbærni:
  • Í líffræðiáföngum (aðallega í vistfræði og umhverfisfræði) er fjallað um lífríki jarðar í heild sinni og tengsl þess við hina lífvana náttúru svo sem vatn, veðrakerfi og berggrunn. Nemendur læra um viðkvæmt samspil þessara náttúruþátta og hvaða áhrif umsvifs mannsins hafa á þetta samspil. Fjallað um takmörk jarðar og sameiginlega ábyrgð mannkyns varðandi framtíðina.
  • Í eðlisfræði læra nemendur um orkuhugtakið og mismunandi form orku. Þau öðlast nauðsynlega grunnkunnáttu til þess að skilja hvernig breyta má einnig tegund orku í aðra og hvernig maðurinn nýtir sér það í vatnsaflsvirkjunum, jarðvarmavirkjunum, kolaorkuverum og kjarnorkuverum(3CG og 2AQ). Þau læra um helsti kosti og galla mismunandi tegunda raforkuframleiðslu.
  • Í jarðfræði er fjallað um náttúruauðlindir jarðar; árnar og vatnsorkuna, jarðhitann, myndun jarðefnaeldsneytis, vindakerfi jarðar og vindorkuna, hafið og hafstrauma. Fjallað er um nýtingu auðlindanna og hvaða áhrif sú nýting hefur á lofthjúp, land og haf. Áhersla er lögð á að nemendur þekki og skilji hugtakið sjálfbærni, hvernig auðlindanýting tengist hugtakinu og hvaða leiðir eru mögulegar til að draga úr ósjálfbærri nýtingu auðlinda og umhverfisáhrifum nýtingarinnar.
  • Í efnafræðikennslu er lögð áhersla á hringrás efna í náttúrunni og hvernig hiti, sýrustig o.fl. hefur áhrif á umhverfið. Hvernig skilningur á hlutverki orku og mikilvægi varmafræði í náttúrulegum efnaferlum, svo og efnafræðiþekking við val á umhverfisvænum efnum, hjálpar mönnum að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt. • Í hússtjórn
  • Í söguáföngum er unnið með nýtingu og skiptingu auðlinda í sögulegu tilliti til að varpa ljósi á nútíð og framtíð. Einnig þjálfast nemendur í að taka gagnrýna afstöðu til samfélaga, menningar, efnahagskerfa og umhverfis á ólíkum tímum og stöðum
  • Í ensku og norðurlandamálum er t.d. unnið með efni sem fjallar um náttúruvísindi, umhverfismál og umhverfisvernd. Nemendur þjálfast í að fjalla um þessi málefni á ensku bæði munnlega og skriflega.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Í flestum líffræðiáföngum lesa nemendur kennslubækur á ensku.
  • Í efri áföngum lesa nemendur eðlisfræðitexta á ensku og þjálfast í skilningi á vísindatextum á ensku. (CG, CA, CV).
  • Í jarðfræði þurfa nemendur að geta lesið sér til um umhverfismál og jarðfræðilega þætti á ensku.
  • Í efnafræðiáföngum þurfa nemendur að nota erlend mál (ensku) við upplýsingaöflun á erlendum vefsíðum og á síðari stigum að geta lesið greinar, dæmi og önnur verkefni á erlendu máli. Auk þess má nefna að tungumál efnafræðinnar (efnatákn, efnajöfnur, nafnakerfi) er alþjóðlegt.
  • Lestur á erlendum heimildum er nauðsynlegur í söguáföngum
  • Í tungumálanámi eru nemendur þjálfaðir í að tjá sig munnlega og skriflega með það að markmiði að nota tungumálið á ólíkan hátt, við mismunandi tækifæri og aðstæður. Nemendur öðlast einnig þjálfun í menningarlæsi.
Heilbrigði:
  • Í mörgum líffræðiáföngum er lögð áhersla á mikilvægi heilbrigðra lífshátta svo sem hollrar næringar og hreyfingar. Einnig læra nemendur um smitsjúkdóma og varnir gegn þeim.
  • Í jarðfræði er hvatt til útiveru og náttúruskoðunar sem stuðlar að heilbrigði einstaklingsins á sál og líkama.
  • Í efnafræði er unnið að því að nemendur læri að umgangast efni og áhöld með virðingu fyrir öryggi og heilsu allra. Í náminu öðlast þeir einnig skilning á innihaldslýsingum ýmissa misskaðlegra vörutegunda. Efnafræði er undirstöðunámsgrein í öllum heilbrigðisvísindagreinum.
  • Í líkamsrækt er unnið að því að nemendur upplifi hreyfingu sem líkamlegan og andlegan styrk til að takast á við áskoranir daglegs lífs og lífsgæði aukist. Nemendur öðlast hæfni til að nýta sér þekkingu sína meðal annars til að takmarka kyrrsetu, auka hreyfingu á einfaldan og ódýran hátt, flétta líkams- og heilsurækt inn í daglegt líf og starf og meta hve mikið þeir hreyfa sig daglega og gera áætlanir um úrbætur ef þörf er á.
  • Í öllum áföngum íslensku er með lestri bókmennta og umræðum tekist á við ýmis málefni varðandi félagslegt umhverfi og einstaklingsábyrgð. Kennsluaðferðir stuðla að samvinnu og umburðarlyndi.
  • Nemendur læra um heilbrigði, velferð, aðbúnað, næringu, lækningar, sjúkdóma í gegnum söguna
  • Í tungumálum eru t.d. lesnir textar þar sem fjallað er um hollustu og heilbrigðismál. Nemendur þjálfast í að fjalla um þessi málefni á frummálinu bæði munnlega og skriflega.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Nemendur í líffræði eiga að þekkja öll helstu fræðihugtök líffræðinnar á íslensku. Geta lesið líffræðilegan fræðitexta á íslensku, dregið ályktanir og deilt niðurstöðum sínum með öðrum, fengið gangrýni og umræður.
  • Í jarðfræði þurfa nemendur að geta lesið fjölbreyttan texta um jarðfræðileg efni og dregið ályktanir af innihaldi textans. Nemendur þurfa að geta útskýrt og rökstutt mál sitt bæði í ræðu og riti.
  • Í efnafræðiáföngum þurfa nemendur að öðlast skilning og vera læsir á námsefni og verklýsingar og í samstarfi við aðra nemendur og kennara að geta rætt og gert grein fyrir þekkingu sinni og niðurstöðum tilrauna bæði munnlega og skriflega.
  • Í stærðfræði er lögð áhersla á að nemendur geti sett úrlausnir sínar fram á góðri íslensku og tileinki sér íslenskan orðaforða stærðfræðinnar.
  • Í öllum áföngum íslensku eru lesnir fjölbreyttir textar til að auka lesskilning og orðaforða nemenda. Nemendur tjá skoðanir sínar munnlega og skriflega.
  • Í söguáföngum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að vanda málfar og nota fjölbreytt og blæbrigðaríkt tungutak í ræðu og riti Í söguáföngum þjálfast nemendur í að taka þátt í málefnalegum umræðum, færa rök fyrir máli sínu og útskýrt til skilnings fyrir aðra
Lýðræði og mannréttindi:
  • Í stærðfræði eiga allar spurningar rétt á sér og lögð er áhersla á jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi. Nemendur eru hvattir til umburðarlyndis og til að sýna skoðunum annarra virðingu.
  • Í jarðfræði er lögð áhersla á gildi góðrar umgengi við náttúruna nær og fjær. Einnig er lögð áhersla á rétt komandi kynslóða til að njóta þessarar sömu náttúru og náttúrugæða.
  • Áhersla er á val nemenda hvað varðar áfanga, viðfangsefni og verkefnaafurð Fjallað er um lýðræði og önnur stjórnarform Fjallað er um mannréttindi og meðferð þeirra í sögunni Grunnþátturinn lýðræði og mannréttindi er afar mikilvægur og fyrirferðarmikill þáttur margra söguáfanga. Í fornaldarsögu er farið í grískt lýðræði og það borið saman við nútímann. Í sögu síðari tíma eru hugmyndir um frelsi, lýðræði og þjóðfrelsi rauður þráður í náminu.
  • Í öllum áföngum íslensku eru lesnir fjölbreyttir textar til að auka lesskilning og orðaforða nemenda. Nemendur tjá skoðanir sínar munnlega og skriflega.
  • Í tungumálum er t.d. unnið með texta og bókmenntir þar sem fjallað er um lýðræði og mannréttindi. Nemendur þjálfast í að fjalla um þessi málefni á ensku bæði munnlega og skriflega.
  • Í tungumálanámi er unnið með texta og bókmenntir þar sem fjallað er um jafnrétti í sinni víðtækustu mynd. Umfjöllun um jafnrétti er hluti af því menningarlæsi sem felst í því að læra erlend tungumál. Í verkefnavinnu er þess gætt að allir nemendur hafi jöfn tækifæri til þátttöku og tjáningar.