Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Framhaldsnám sjúkraliða í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu. (Staðfestingarnúmer 151) 18-151-4-11 framhaldsnám heilbrigðisgreina hæfniþrep 4
Lýsing: Markmið námsbrautarinnar er að mennta sérhæft starfsfólk sem vinnur af fagmennsku að því að tryggja sýkingavarnir í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu og bæta lífsgæði skjólstæðinga sem þurfa á læknismeðferð og hjúkrun að halda. Enn fremur miðar nám á brautinni að því að efla hæfni sjúkraliða í starfi og auka vitund þeirra um starfstengt öryggi á vinnustað. Að námi loknu eiga sjúkraliðar að geta tekist á við fjölbreyttari verkefni en áður og verið sjálfstæðir í störfum sínum.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur sem innritast í framhaldsnám fyrir sjúkraliða þurfa að hafa lokið sjúkraliðanámi, hafa starfsleyfi sjúkraliða hér á landi og hafa unnið sem sjúkraliðar í a.m.k. 3 ár. Nemendur skulu hafa góða enskukunnáttu, að lágmarki 10 feiningar á 2. þrepi. Þeir skulu hafa góða þekkingu, leikni og hæfni í upplýsingatækni, þar með talið í helstu ritvinnsluforritum.
Skipulag: Námið fer fram í Fjölbrautaskólanum við Ármúla/Heilbrigðisskólanum og á Landspítala eða annarri sérgreina heilbrigðisstofnun. Námslok eru skilgreind á 4. hæfniþrepi framhaldsskóla og eru alls 75% námsins á því þrepi. Námið er samtals 61 framhaldsskólaeining (fein.) og þar af eru sérhæfðir áfangar brautarinnar 43 fein. Aðrir áfangar, alls 18 fein., eru sameiginlegir öðrum námsbrautum á heilbrigðissviði með námslok á 4. hæfniþrepi. Námslengd er 4 annir miðað við nám með vinnu.
Námsmat Með námsmati er kannað að hvort nemandi hafi náð settum markmiðum í viðkomandi áföngum. Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat, svo sem leiðsagnar- og símat, skrifleg lokapróf, umræðufundi, styttri og lengri verkefni og kynningar. Í starfsnámi færir nemandi ferilbók og vinnur verkefni undir leiðsögn kennara eða leiðbeinenda á verknámsstað.
Starfsnám: Starfsnám er samþætt bóklegu námi og vinna nemendur sérhæfð störf á skurð-, lyflækninga- og innkaupadeildum. Tilgangur starfsnáms er að nemendur verði hæfir til þess að yfirfæra faglega þekkingu, læri að forgangsraða verkefnum á vettvangi og þjálfist í vinnubrögðum og aðferðum á starfsvettvangi. Að námi loknu skulu nemendur standast kröfur sem koma fram í hæfniviðmiðum námsbrautarinnar og vera hæfir til að mæta kröfum samfélagsins um öryggi og sýkingavarnir í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu. Skólinn gerir samning við aðgerðarsvið Landspítala eða sérgreina heilbrigðisstofnun um vinnustaðanám sjúkraliða í framhaldsnámi við sérhæfð störf á skurð-, lyflækninga- og innkaupadeildum.
Reglur um námsframvindu: Nemendur þurfa að hafa lokið öllum áföngum hverrar annar til þess að geta haldið áfram námi á næstu önn.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • fylgja því eftir að gæði þjónustu séu í samræmi við stefnu viðkomandi stofnunar, heilbrigðislög, lög um réttindi sjúklinga og önnur þau lög og reglugerðir sem snúa að þjónustu við skjólstæðinga
  • vinna í samræmi við gæðahandbækur, viðurkennda gæðastaðla og öryggisreglur á vinnustað
  • stýra, skipulegga og meta vinnu annarra starfsmanna
  • vera þátttakandi í gerð gæðahandbóka til þess að tryggja öryggi og bæta þjónustu við skjólstæðinga
  • afla fræðilegra upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum og meta upplýsingagildi og áreiðanleika þeirra
  • vinna við dauðhreinsun frá upphafi til enda og velja réttar aðferðir með tilliti til smitgátar og umgengni í dauðhreinsuðu umhverfi
  • vinna með dauðhreinsaðar vörur, verkfæri og lækningatæki
  • meta innkaupaferla og yfirfara birgðastöðu
  • nota og túlka öryggiskvarða við skráningu dauðhreinsitækja
  • hafa umsjón með geymslu og flutningi á dauðhreinsuðum vörum
  • meðhöndla úrgang og efni til förgunar á viðeigandi hátt
  • sýna samskiptahæfni og miðla þekkingu til samstarfsmanna og nema
  • taka þátt í aðlögun nýrra starfsmanna
  • viðhalda eigin starfsþróun og tileinka sér nýjungar sem varða starfið

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

61  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Í framhaldsnámi sjúkraliða í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu er unnið með læsi tjáningu og samskipti um tölur og upplýsingar með því að leggja áherslu á að nemendur þekki, geti lesið og túlkað mælingar og gildi á hinum ýmsu mælitækjum og öryggiskvörðum sem þeir vinna með í verknámi. Jafnframt að þeir geti brugðist við frávikum frá eðlilegu ástandi á réttan og viðeigandi hátt. Í áföngunum Upplýsingatækni á heilbrigðissviði (UPPT3US03) og Birgðgabókhaldi og vörulager (VÖRU4MB08) læra nemendur að nota upplýsingatækni til þess að ná í gögn, nota gögn og túlka gögn sem máli skipta í sérhæfðum störfum þeirra.
Námshæfni:
  • Í framhaldsnámi sjúkraliða í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu er lögð áhersla á fjölbreytt verkefni og námsmat sem tekur tillit til mismunandi áhugasviða, námsnálgunar og námshæfni nemenda.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Í framhaldsnámi sjúkraliða í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu reynir mest á hagnýtingu þekkingar og skapandi hugsun í verklega hluta námsins. Í vinnustaðanámi þurfa nemendur að yfirfæra og nýta þekkingu sína við raunveruleg verkefni á vinnustað og að bregðast við óvæntum aðstæðum. Jafnframt fá nemendur tækifæri til þess að leysa tilbúin raunhæf verkefni sem fylgja ferilbók á fjölbreyttan og skapandi hátt.
Jafnrétti:
  • Í framhaldsnámi sjúkraliða í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu er unnið með jafnrétti með því að fjalla um rétt allra hópa og beggja kynja til heilbrigðisþjónustu, menntunar, atvinnu og velsældar án tillits til aldurs, líkamsástands, búsetu og félagslegrar stöðu.
Menntun til sjálfbærni:
  • Í framhaldsnámi sjúkraliða í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu er unnið með menntun til sjálfbærni með því að leggja áherslu á umhverfis- og vinnuvernd og ábyrgð hvers einstaklings á umhverfi sínu í víðu samhengi. Í áfanganum Umhverfi og mengun á heilbrigðisstofnunum er fjallað um helstu umhverfismál tengdum starfi á heilbrigðisstofnunum, náttúrusiðfræði, orkugjafa og vistvæna lifnaðarhætti. Í vinnustaðanámi læra nemendur að ganga af virðingu, öryggi og ábyrgð um vinnuumhverfi sitt til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. Auk þess læra nemendur að umgangast hættuleg eiturefni og að farga úrgangi á umhverfisvænan og öruggan hátt.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Í framhaldsnámi sjúkraliða í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu er unnið með læsi tjáning og samskipti á erlendum tungumálum með því að leggja áherslu á að nemendur verði færir um að afla sér gagnlegra upplýsinga um starfssvið sitt, tæki, tól og ýmsar öryggisreglur í erlendum gæðahandbókum. Jafnframt að þeir geti átt munnleg og skrifleg samskipti um fagleg málefni við samstarfsfólk sem tjáir sig ekki á íslensku.
Heilbrigði:
  • Í framhaldsnámi sjúkraliða í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu eru sýkingavarnir og öryggi við læknismeðferð og vinnuvernd starfsfólks megin inntakið í náminu. Í áföngunum Áhalda- og efnisfræði, Sótthreinsun og dauðhreinsun, Sérhæfð áhöld og verkfæri er smitgát og öryggi sjúklinga og starfsmanna í forgangi. Í þessum áföngum er fjallað um gæðahandbækur, gæðastaðla, verklagsreglur og tengsl gæða og öryggis til þess að koma í veg fyrir slys og mistök í starfi.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Í framhaldsnámi sjúkraliða í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu er unnið með læsi í öllum áföngum. Nemendur vinna með ýmsa miðla, innlendar og erlendar gæðahandbækur, verklagsreglur, skýrslur og myndefni. Þeir verða að vera færir um að fylgja rituðum leiðbeiningum og túlka frávik. Í vinnustaðanámi þjálfast nemendur í læsi á vinnuumhverfið til þess að geta brugðist við frávikum frá eðlilegu ástandi. Þeir þjálfast í læsi á margbreytilegar aðstæður, verkfæri og tæki og túlka upplýsingar frá tækjum og tölvum. Í áfanga um heilbrigðisvísindi þjálfast nemendur í læsi á niðurstöður vísindarannsókna og í áföngunum Fagmennska í starfi og Stjórnun verða nemendur læsir á fagmennsku, góða stjórnunarhætti og samskipti í teymum.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Í framhaldsnámi sjúkraliða í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu er unnið með lýðræði og mannréttindi með það að leiðarljósi að allir eigi siðferðislegan og lagalegan rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til þjóðfélagstöðu, sjúkdómsástands, kyns eða þjóðernis. Í náminu er lögð áhersla á að öll samskipti milli kennara og nemenda, nemenda innbyrðis og nemenda og samstarfsfólks einkennist af virðingu og lýðræðislegum vinnubrögðum. Í vinnustaðanámi er lögð áhersla á að nemendur sýni eigin störfum og annarra virðingu og sinni þeim af trúmennsku og heiðarleika.