Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Framhaldsskólabraut I (Staðfestingarnúmer 361) 18-361-2-3 framhaldsskólapróf hæfniþrep 2
Lýsing: Framhaldsskólabraut I er ætlað að koma til móts við þá nemendur sem eru óákveðnir um námsval. Markmið náms á brautinni er að auka almenna þekkingu, leikni og hæfni nemandans og undirbúa hann þannig undir virka þátttöku í lýðræðislegu nútímasamfélagi og áframhaldandi nám. Leitast er við að laga nám á brautinni að þörfum hvers og eins bæði með vali á áföngum og verkefnum í hverjum áfanga. Notaðar eru fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og leiðsagnarmat sem fléttast saman svo úr verður leiðsagnarnám. Lögð er áhersla á reglulega og markvissa endurgjöf til nemenda sem þeir geta nýtt sér til að ná betri árangri í námi. Framhaldsskólabraut I er 90 einingar og lýkur með framhaldsskólaprófi á 2. þrepi.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla.
Skipulag: Framhaldsskólabraut I er 90 einingar og meðalnámstími er 3-4 annir. Framhaldsskólabraut I er byggð upp af kjarna og frjálsu vali. Kjarninn er 55 einingar og frjálsa valið 35 einingar. Nemendur velja sér þá áfanga sem þeir vilja leggja áherslu á í frekara námi eða hafa þörf fyrir vegna atvinnu. Nemendur skipuleggja nám sitt á framhaldsskólabraut I í samráði við námsráðgjafa.
Námsmat Notaðar eru fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og leiðsagnarmat sem fléttast saman svo úr verður leiðsagnarnám. Í leiðsagnarnámi fá nemendur reglulega og markvissa endurgjöf sem þeir geta nýtt sér til að ná betri árangri í námi.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu:
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • vinna með styrkleika sína jafnt sem veikleika
  • vera virkur þátttakandi á vinnumarkaði
  • tjá skoðanir sínar og taka sjálfstæðar ákvarðanir
  • eiga jákvæð samskipti við aðra sem byggjast á umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra og lífssýn
  • viðhafa lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði
  • vinna á sjálfstæðan, ábyrgan og skapandi hátt undir leiðsögn
  • afla sér upplýsinga á fjölbreyttan hátt
  • taka virkan þátt í lýðræðislegu samfélagi
  • þekkja, skilja og virða umhverfi sitt og náttúru
  • stunda frekara nám

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

90  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarnagreinar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur taka 55 einingar í kjarna brautarinnar og velja svo 35 einingar í frjálsu vali úr áfangalista skólans.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Jafnrétti:
  • með því að skoða hinar ýmsu tegundir jafnréttis, s.s. kynjajafnrétti, kynþáttajafnrétti, jafnan rétt fatlaðra og ófatlaðra og jafnan rétt allra jarðarbúa til auðlinda jarðarinnar
  • með því að nemendur taka viðhorf sín og samnemenda til skoðunar með gagnrýnum hætti
  • með því að nemendur taka þátt í gagnrýnum umræðum um samfélag jafnræðis, jafnréttis og réttlætis
Námshæfni:
  • með því að nemendur vinna með styrkleika sína til þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd
  • með því að nemendur læra að setja sér raunhæf markmið og meta hvort þau hafi náðst
  • með því að nemendur eru hvattir til þess að vera gagnrýnir á það sem þeir eru að gera hverju sinni
  • með því að nemendur eru gerðir meðvitaðir um nám sitt í gegnum kennsluaðferðir og námsmat
  • með því að nemendur taka ábyrgð á eigin námi
  • með því að nemendur öðlast færni í að meta verk sín og annarra með sjálfs- og jafningjamati
  • með því að nemendur læra að færa rök fyrir máli sínu á gagnrýninn hátt
  • með því að nemendur fá umsagnir um verkefnin sín þar sem lögð er áhersla á að veita því athygli sem vel er gert og leiðbeina um hvað betur megi fara
  • með því að nemendur nýta umsagnir kennara til þess að betrumbæta verkefnin sín
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með því að nemendur eru hvattir til að taka frumkvæði í eigin námi og sýna ígrundun og gagnrýna hugsun
  • með því að nemendur virkja sköpunarkraftinn til að sýna fram á námsárangur sinn
  • með því að nemendur verði meðvitaðir um styrkleika sína og geti nýtt þá í vinnu sína
  • með því að ögra nemendum til að leita ólíkra leiða við lausn verkefna
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að nemendur fái kynningu á félagsauði, mannauði og náttúru- og umhverfisauði
  • með því að nemendur læri að taka gagnrýna afstöðu til þessara þátta og samspils þeirra
  • með því að nemendur þjálfast í að taka tillit til annarra og skoðana þeirra
  • með því að nemendur skoða hvernig má bæta samfélagið og láta gott af sér leiða
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að nemendur kynnast hinum ýmsu menningarheimum og verða læsir á ólík samfélög
  • með því að nemendur afla sér upplýsinga á tungumálunum og túlka þær
  • með því að lesa fræðitexta á ensku
Heilbrigði:
  • með því að nemendur geri sér grein fyrir hvernig þeir geti stundað heilbrigt líferni til að auka lífsgæði sín
  • með því að koma til móts við þarfir, getu og áhugasvið nemenda
  • með því að nemendur kynnast sjálfum sér betur
  • með því að og byggja upp og styrkja jákvæða sjálfsmynd nemenda
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að lögð er áhersla á miðlun upplýsinga og túlkun
  • með því að leggja áherslu á samskipti, gögn, umhverfi og aðstæður
  • með því að nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum þar sem þeir kynnast ýmsum hliðum á læsi
  • með því að nemendur þjálfast í vandaðri málnotkun í ræðu og riti
  • með því að nemendur kynnast bókmenntum og menningu frá ýmsum tímum
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að nemendur fá val um verkefni
  • með því að nemendur fá val um framsetningarform verkefna
  • með því að nemendur öðlast hæfni í samskiptum við aðra í gegnum hópvinnu
  • með því að nemendur taka þátt í sjálfs- og jafningjamati
  • með því að nemendur þjálfast í að vera virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi
  • með því að hlustað er á skoðanir nemenda varðandi þróun skólastarfsins
Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að nemendur læra að túlka upplýsingar og setja þær fram
  • með því að nemendur eru þjálfaðir í heimildaleit og að vera gagnrýnir á heimildir
  • með því að nemendur læra að lesa í aðstæður, samskipti og líðan annarra
  • með því að nemendur öðlast hæfni í að tjá sig bæði í ræðu og riti
  • með því að nemendur geti sett fram og notað tölulegar upplýsingar í röksemdafærslur