Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Náttúruvísindabraut (Staðfestingarnúmer 70) 15-70-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Á náttúruvísindabraut er áhersla á kjarnagreinar, auk sérgreina brautarinnar í stærðfræði og raungreinum, s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og hún er góður undirbúningur fyrir háskólanám m.a. í tæknigreinum, náttúruvísindum, stærðfræði og heilbrigðisvísindum.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er tilgreint um inntökuskilyrði á heimasíðu skólans.
Skipulag: Nám á náttúruvísindabraut er fyrst og fremst bóklegt og fer fram í skólanum. Á brautinni er lögð áhersla á kjarnagreinar ásamt sérhæfingu í náttúrufræðigreinum. Nám á brautinni fyrri tvö árin er bundið við bekki, en á þriðja árinu geta nemendur valið milli ýmissa námsgreina, sem annaðhvort eru framhaldsáfangar í náttúruvísindagreinum eða tungumálum, eða byrjunaráfangar í félags- og hugvísindagreinum eða skyldum greinum.
Námsmat Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara. Matið er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga. Nemendum er sérstaklega bent á að í sumum áföngum verða þeir að standast lokapróf áður en símatseinkunn er reiknuð inn. Þetta kemur þá fram á námsáætlun.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. Skipulag náms á brautinni gerir ráð fyrir þriggja ára námstíma til stúdentsprófs. Lágmarksfjöldi eininga á hverju hæfnisþrepi tekur mið af aðalnámskrá framhaldsskóla. Nánar er fjallað um námsframvindu í skólanámskrá.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • afla sér góðrar þekkingar á sviði stærðfræði og raunvísinda
  • beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun
  • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
  • njóta umhverfisins, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
  • nýta kunnáttu í náttúru- og raunvísindum ásamt skapandi hugsun í mögulegri framtíðarþróun
  • lesa fræðitexta á ensku
  • takast á við frekara nám, einkum í tæknigreinum, náttúru- og raunvísindum

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni náttúruvísindabrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
franska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur þurfa að taka að lágmarki 42 einingar í frjálsu vali. Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • nemendur læra að túlka upplýsingar og setja þær fram
  • nemendur eru þjálfaðir í heimildaleit og að vera gagnrýnir á heimildir
  • nemendur læra að lesa í aðstæður, samskipti og líðan annarra
  • nemendur öðlast hæfni í að tjá sig bæði í ræðu og riti
  • nemendur læra að vera gagnrýnir á tölulegar upplýsingar í fjölmiðlum og fræðigreinum
  • nemendur geti sett fram og notað tölulegar upplýsingar í röksemdafærslur
  • nemendur vinna með stærðfræðileg líkön til að túlka raunveruleg viðfangsefni
Námshæfni:
  • nemendur vinna með styrkleika sína til þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd
  • nemendur læra að setja sér raunhæf markmið og meta hvort þau hafi náðst
  • nemendur eru hvattir til þess að vera gagnrýnir á það sem þeir eru að gera hverju sinni
  • nemendur eru gerðir meðvitaðir um nám sitt í gegnum kennsluaðferðir og námsmat
  • nemendur taka ábyrgð á eigin námi
  • nemendur öðlast færni í að meta verk sín og annarra með sjálfs- og jafningjamati
  • nemendur læra að færa rök fyrir máli sínu á gagnrýninn hátt
  • nemendur fá umsagnir um verkefnin sín þar sem lögð er áhersla á að veita því athygli sem vel er gert og leiðbeint um hvað betur megi fara
  • nemendur nýta umsagnir kennara til þess að betrumbæta verkefnin sín
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • nemendur geti notað sérhæfðan stærðfræðihugbúnað og forritun við lausn viðfangsefna
  • nemendur eru hvattir til að taka frumkvæði í eigin námi og sýna ígrundun og gagnrýna hugsun
  • nemendur virkja sköpunarkraftinn til að sýna fram á námsárangur sinn
  • ögra nemendum til að leita ólíkra leiða við lausn verkefna
  • nemendur verði meðvitaðir um styrkleika sína og geti nýtt þá í vinnu sína
Menntun til sjálfbærni:
  • nemendur fái kynningu á náttúru- og umhverfisauði, félagsauði og mannauði
  • nemendur læri að taka gagnrýna afstöðu til þessara þátta og samspils þeirra
  • nemendur fá þjálfun í að taka tillit til annarra og skoðana þeirra
  • nemendur skoða hvernig má bæta samfélagið og láta gott af sér leiða
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • lesa sérhæfða fræðitexta á ensku í náttúruvísindagreinum
  • nemendur kynnast hinum ýmsu menningarheimum og verða læsir á ólík samfélög
  • nemendur afla sér upplýsinga á tungumálunum og túlka þær
Heilbrigði:
  • nemendur geri sér grein fyrir hvernig þeir geti stundað heilbrigt líferni til að auka lífsgæði sín
  • koma til móts við þarfir, getu og áhugasvið nemenda
  • nemendur kynnast sjálfum sér betur
  • byggja upp og styrkja jákvæða sjálfsmynd nemenda
  • læra um lífeðlisfræði mannsins og skilja þá flóknu ferla sem hafa áhrif á líkamlegt heilbrigði
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • leggja áherslu á eflingu orðaforða og íslenska hugtakanotkun í náttúruvísindagreinum
  • lögð er áhersla á miðlun upplýsinga og túlkun
  • leggja áherslu á samskipti, gögn, umhverfi og aðstæður
  • nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum þar sem þeir kynnast ýmsum hliðum á læsi
  • nemendur þjálfast í vandaðri málnotkun í ræðu og riti
  • nemendur kynnast bókmenntum og menningu frá ýmsum tímum
Lýðræði og mannréttindi:
  • nemendur fá val um verkefni
  • nemendur fá val um framsetningarform verkefna
  • nemendur öðlast hæfni í samskiptum við aðra í gegnum hópvinnu
  • nemendur taka þátt í sjálfs- og jafningjamati
  • mannréttindi eru skoðuð út frá mörgum sjónarhornum
  • nemendur þjálfast í að vera virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi
  • hlustað er á skoðanir nemenda varðandi þróun skólastarfsins
Jafnrétti:
  • skoða hinar ýmsu tegundir jafnréttis, s.s. kynjajafnrétti, kynþáttajafnrétti, jafnan rétt fatlaðra og ófatlaðra og jafnan rétt allra jarðarbúa til auðlinda jarðarinnar
  • nemendur taka viðhorf sín og samnemenda til skoðunar með gagnrýnum hætti
  • nemendur taka þátt í gagnrýnum umræðum um samfélag jafnræðis, jafnréttis og réttlætis