Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Nemandi með stúdentspróf af bóknámsbraut býr yfir almennri og sérhæfðri þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við nám á háskólastigi. Sérhæfingin tengist því fræðasviði á háskólastigi sem stefnt er á. Við sérhæfinguna hefur hann öðlast innsýn inn í starfsaðferðir viðkomandi fræðasamfélags og býr yfir hæfni til að verða ábyrgur og virkur einstaklingur í því lýðræðislega samfélagi. Hann getur nýtt sér erlent tungumál við frekara nám og sér menntun sína í alþjóðlegu samhengi. Hann býr yfir hæfni til að geta tjáð sig um sérhæfða þekkingu sína, getur skýrt og rökstutt verklag á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt. Hann býr yfir hæfni til að tengja þekkingu sína og leikni við tækni og vísindi og getur nýtt þekkingu sína, leikni og hæfni til að greina ný tækifæri.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Skipulag: Nám á stúdentsbrautinni getur verið bæði bóklegt og verklegt. Námið fer að mestu leyti fram í skólanum. Á brautinni er 110 eininga kjarni sem allir nemendur taka. Nemendur velja síðan eina af eftirfarandi línum (pakkaval); félagsvísindalína (40 fein.), náttúrufræðilína (45 fein.), opin lína (0 fein.). Nemendur á félagsvísindalínu velja síðan 50 einingar úr öllu námsframboði skólans, nemendur á náttúrufræðilínu velja 45 einingar en nemendur á opinni línu velja 90 einingar. Þær einingar geta verið af hvaða tagi sem er en við skipulagningu náms á opinni línu er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa. Nemendur sem velja verknám til stúdentspróf velja opna línu. Mikilvægt er að allir nemendur skipuleggi nám sitt með aðgangsviðmið háskóla í huga eftir því sem við á. Kennsluaðferðir eru verkefnamiðaðar. Hugmyndafræðin í kennslunni gengur út á að búa til námssamfélög með samvinnu kennara og nemenda þar sem samtalið á milli þeirra er mikilvægur þáttur í náminu.
Námsmat Áhersla er lögð á hæfni nemenda á vegferð þeirra og mikilvægt að námsmatið styðji við þau markmið sem stefnt er að. Æskilegt er að í námsmati felist jafnframt leiðsagnarmat, það er leiðbeining til nemenda um hvernig þeir geti með árangursríkustum hætti hagað námi sínu í framhaldinu. Námsmat skal vera réttmætt og áreiðanlegt og umfang þess í samræmi við nám og kennslu í viðkomandi áfanga. Námsmat skal byggja á margvíslegum námsmatsaðferðum og fela í sér traustar heimildir um hæfni nemenda. Þess skal gætt að námsmatið taki til allra þátta námsins þannig að þekking nemenda, leikni og hæfni auk framfara sé metin. Námsmatsaðferðir geta verið verklegar, munnlegar eða skriflegar, falið í sér sjálfsmat, jafningjamat, símat og lokamat.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Reglur um námsframvindu eru samkvæmt skólareglum. Námstími til stúdentsprófs er 3 ár og þarf nemandi að taka 33-34 einingar á önn til að ljúka á þeim tíma. Nemendur velji áfanga í samráði við náms- og starfsráðgjafa með aðgangsviðmið háskólanna til hliðsjónar. Passa þarf að uppfylla kröfur um hlutfall eininga á hverju þrepi.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • afla sér þekkingar með fjölbreyttum hætti, meta hana á gagnrýninn hátt og nýta við verkefni daglegs lífs, til frekara náms eða starfs
  • nálgast viðfangsefni sín og umhverfi á víðsýnan, umburðarlyndan og ábyrgan hátt
  • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
  • skilja og bera virðingu fyrir ólíkum menningarheimum og átta sig á að tungumálið er stór þáttur í sjálfsmynd einstaklings og þjóðar
  • beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun
  • sýna frumkvæði, skapandi hugsun og sjálfstæði í vinnubrögðum og við mat á eigin vinnuframlagi og annarra
  • afla sér víðtækra upplýsinga, jafnt á íslensku sem ensku og meta áreiðanleika þeirra
  • tjá sig og eiga samskipti á íslensku og erlendu tungumáli af öryggi
  • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni og taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi
  • taka þátt í upplýstri umræðu og taka ábyrga afstöðu og ákvarðanir er snúa að umhverfis- og orkumálum, lífsskilyrði Jarðarbúa, vísindum og tækni
  • takast á við nám á háskólastigi

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni stúdentsbrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Þriðja mál - spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja mál - þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið pakkaval

Félagsvísindalína
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Náttúrufræðilína
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Opin lína
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur á félagsvísindalínu velja 50 einingar úr öllu námsframboði skólans, nemendur á náttúrufræðilínu velja 45 einingar en nemendur á opinni línu velja 90 einingar. Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi. Mikilvægt er að nemendur dýpki sig í ákveðnum greinum til að vera betur í stakk búnir að takast á við frekara nám og mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla. Við skipulagningu náms á opinni línu er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Jafnrétti:
  • Gætt er að samþættingu kynjasjónarmiða í kennslu og stuðlað að sjálfsvirðingu og sjálfstæði beggja kynja. Jafnrétti endurspeglast í starfsháttum, s.s. kennsluaðferðum, kennsluefni, samskiptum og skólabrag.
  • Skapaðar eru umræður og þjóðfélagsgreining á jafnrétti æfð, hvort sem um er að ræða kynjajafnrétti eða jafnrétti minnihluta- og jaðarhópa jafnréttisbaráttu, hlutgervingu og samfélagslegar staðalmyndir og að nemendur taki viðhorf sín og samnemenda til skoðunar með gagnrýnum hætti.
  • Fjallað er um jafnan rétt allra lífvera til gæða Jarðar sem og hugmyndir um rétt náttúrunnar sjálfrar og hennar eigið gildi og um skyldur manna gagnvart komandi kynslóðum og gagnvart öðrum lífverum.
  • Skoðað er hvernig t.d. staðalmyndir, fjölmiðlar, menntunartækifæri, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni geta skapað mismunandi tækifæri fyrir mismunandi einstaklinga.
  • Námsleiðir og hlutverk sem ekki eru „dæmigerð“ fyrir stráka eða stelpur eru kannaðar og menningarbundin kynhlutverk dregin í efa m.a. með náms- og starfsráðgjöf sem allir nemendur skólans eiga aðgang að.
Námshæfni:
  • Nemendur taka ábyrgð á eigin námi og eru hvattir til þess að vera gagnrýnir á það sem þeir eru að gera hverju sinni og sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og takist á við áskoranir í námi.
  • Í náms- og starfsvali er áhersla á að nemendur setji sér markmið til framtíðar sem tengjast námi og störfum.
  • Nemendur eru aðstoðaðir við að átta sig á eigin vinnulagi, styrkleikum og veikleikum í námi og hvernig bæta megi árangur út frá styrkleikum hvers og eins. Lagt er upp úr því að veita nemendum innsýn í mismunandi námsaðferðir. Nemendur öðlast smám saman reynslu, þekkingu og skilning sem á að nýtast þeim til að efla styrkleika sína í námi og nota námstækni við hæfi í áframhaldandi námi.
  • Nemendur forgangsraða og skipuleggja heimanám sitt og vinnu.
  • Í lokaverkefni er unnið að metnaðarfullu verkefni þar sem verulega reynir á námshæfni nemendanna. Þeir þurfa að nota fjölbreytt gögn, vera sjálfstæðir og skapandi í vinnubrögðum, geta lagt mat á eigið vinnuframlag, þróað verkefni sín samkvæmt endurgjöf leiðbeinanda og tekist á við þá áskorun að vinna verkefni þar sem vinnubrögðin eru í raun á háskólastigi.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Nemendur eru hvattir til að virkja og nota sköpunarkraft sinn, taka frumkvæði í eigin námi, sýna ígrundun og gagnrýna hugsun.
  • Stuðlað er að því að nemendur verði meðvitaðir um styrkleika sína og geti nýtt þá í vinnu sína.
  • Ferli sköpunar og nýsköpunarmenntar eru kynnt fyrir nemendum og stuðla að því að þeir skilji samhengi hugmyndafræðinnar við eigin frumkvæði, vilja til athafna, samfélagsþróun og uppbyggingu atvinnulífs.
  • Fjallað er um mikilvægi höfundarréttar og ábyrgð í þeim efnum.
  • Í lokaverkefninu reynir verulega á hagnýtingu þekkingar og skapandi hugsun nemendanna en einnig á siðferðilega ábyrgð í úrvinnslu verkefnanna.
Menntun til sjálfbærni:
  • Lýðræðisleg vinnubrögð eru þjálfuð og stuðlað er að áhuga og vilja til þess að nemendur taki þátt í samfélaginu. Kennsla og starfshættir fléttast saman við það viðhorf að markmið menntunar sé geta til aðgerða.
  • Stuðlað er að því að nemandinn þekki, skilji og beri virðingu fyrir samfálagi sínu og náttúru og öðlist skilning á sameiginlegri ábyrgð Jarðarbúa á Jörðinni og íbúum hennar.
  • Fjallað er um sjálfbæra þróun m.t.t. efnahags, samfélags og umhverfis.
  • Skoðað er með hvaða hætti er hægt að nýta auðlindir Jarðar og hvernig þær geta best nýst manninum svo nemendur öðlist skilning og færni til að taka upplýsta afstöðu og þar með auka líkur á að þeir kjósi að haga lífi sínu með sjálfbærni að leiðarljósi.
  • Gert er ráð fyrir virku samstarfi við grenndarsamfélag skólans en slíkt samstarf er einn af lykilþáttum sjálfbærni. Þannig getur skólinn tekið þátt í að skapa samábyrgt og sjálfbært samfélag.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Nemendur kynnast hinum ýmsu menningarheimum og verða læsir á ólík samfélög.
  • Nemendur afla sér upplýsinga á erlendum tungumálunum og túlka þær.
  • Nemendur eru þjálfaðir í öllum málfærniþáttum; hlustun, lesskilningi og munnlegri og skriflegri tjáningu.
  • Í mörgum öðrum greinum en tungumálum kynna nemendur sér ítarefni og nýta sér heimildir á erlendu tungumáli í tengslum við verkefnavinnu og fá þannig nokkra þjálfun í að lesa viðkomandi fagmál.
  • Í lokaverkefnisáföngunum er gerð krafa um að nemendur nýti sér a.m.k eina heimild á erlendu máli og afli sér þannig upplýsinga sem birtar eru á öðru tungumáli en íslensku.
Heilbrigði:
  • Stuðlað er að því að nemendur átti sig á tengslum hugar og líkama og geri sér grein fyrir hvernig þeir geti stundað heilbrigt líferni til að auka lífsgæði sín.
  • Komið er til móts við þarfir, getu og áhugasvið nemenda.
  • Stuðlað er að uppbyggingu og styrkingar jákvæðrar sjálfsmyndar nemenda og heilbrigðum og árangursríkum samskiptum.
  • Gengið er út frá því að nemendur beri ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum.
  • Fjallað er um áhrif ákveðinna umhverfisþátta á heilsu manna og ábyrgð hvers og eins í því samhengi.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Nemendur lesa ólíkar gerðir texta sem fjalla um mál sem tengjast áhugasviði þeirra og námsefni og auka þannig skilning sinn á þeim orðaforða sem notaður er í þessu samhengi.
  • Verkefni eru unnin með læsi og tjáningu í forgrunni þar sem nemendur verða að nota gott mál og fjölbreyttan orðaforða.
  • Nemendur taka þátt í samræðum þar sem þeir öðlast hæfni til þess að hlusta og svara á málefnalegan hátt og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður.
  • Nemendur eru hvattir til að tjá sig á persónulegan hátt og koma á framfæri tilfinningum sínum, skoðunum, gildum og áhuga sínum.
  • Rökræða nemenda um siðferðileg álitamál er þjálfuð, þannig að þeir átti sig á annmörkum eigin röksemdarfærslu og finni skynsamlegar lausnir á siðferðilegum álitamálum. Nemendur eru efldir í að ígrunda eigin skoðanir um siðferðileg viðfangsefni og setja þær fram á skipulagðan og á gagnrýninn hátt.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Áhersla er lögð á að allir nemendur fái að tjá sig og segja sína skoðun.
  • Reynt er á samvinnu í flestum greinum og nemendur læra að bera virðingu fyrir ólíkum hugsanaferlum, taka tillit til samnemenda og mæta hver öðrum á uppbyggilegan og jákvæðan hátt.
  • Nemendur nota þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér til þess að taka rökstudda afstöðu til siðferðilegra spurninga s.s. hvað er rétt og rangt, réttlæti og ranglæti og tjá sig um hana munnlega og í rituðu máli.
  • Í lokaverkefnisáfanga þar sem unnið er að rannsóknarverkefni þarf nemandinn/rannsakandinn iðulega að taka gagnrýna afstöðu til siðferðilegra álitamála í notkun heimilda og vinnubrögðum og bera virðingu fyrir skoðunum annarra og lífsgildum þeirra og einnig að taka gagnrýna afstöðu til siðferðilegra álitamála sem upp geta komið í rannsóknarferlinu.
Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Nemendur eru þjálfaðir í heimildaleit og að vera gagnrýnir á heimildir.
  • Unnið er að því að nemendur geti sett fram og notað tölulegar myndrænar og skrifaðar upplýsingar í röksemdafærslur.
  • Nemendur læra að lesa í aðstæður, samskipti og líðan annarra í gegnum fjölbreytt verkefni og kennsluform.
  • Nemendur nota upplýsingatækni til að afla sér gagna og skilja þau.
  • Í lokaverkefni reynir á að nemendur séu læsir á upplýsingar frá ólíkum miðlum, geti nýtt sér margvíslega tækni í upplýsingaleit, geti aflað gagna, flokkað þau og nýtt sér upplýsingarnar á gagnrýninn hátt.