Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Náttúrufræðibraut (Staðfestingarnúmer 72) 15-72-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Markmið brautarinnar er fyrst og fremst að búa nemendur undir frekara nám í náttúruvísindum. Brautin skiptist í tvö svið, tæknisvið og heilbrigðissvið. Lögð er áhersla á að nemendur fái góða þekkingu í stærðfræði og náttúrufræðigreinum. Á tæknisviði er mikil áhersla lögð á stærðfræði, eðlisfræði og tölvunarfræði enda er það hugsað sem góður undirbúningur undir frekara nám í raunvísindum, stærðfræði , verkfræði og tæknigreinum. Á heilbrigðissviði er meiri áhersla lögð á líffræði og efnafræði og er þetta svið traustur grunnur undir frekara nám í lífvísindum og heilbrigðisvísindum. Náttúrufræðibrautinni lýkur með stúdentsprófi sem veitir réttindi til háskólanáms.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Ekki er um eiginleg inntökuskilyrði að ræða á brautina. Nemendur raðast í kjarnagreinum eftir skólaeinkunn. Þessar kjarnagreinar eru danska, enska, íslenska og stærðfræði. Til að fara í framhaldsskólaáfanga í þessum kjarnagreinum þarf skólaeinkunnina sjö (7) eða B. Bókstafseinkunnin er háð endanlegri útfærslu grunnskólans á bókstafskerfinu.
Skipulag: Námið á náttúrufræðibraut er fyrst og fremst bóklegt ásamt íþróttum. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, lögð er áhersla á einstaklingsvinnu jafnt sem samvinnu. Stór hluti af náminu fer fram í verkefnastofum og verklegum raungreinastofum þar sem áherslan er á samvinnunám og sjálfstæð vinnubrögð nemenda um leið og nemandinn er þjálfaður í notkun nýjustu upplýsingatækni.
Námsmat Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum fjölbreyttum verkefnum, prófum, skýrslugerð og tilraunum.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Nemandi þarf að ljúka 202 einingum til að ljúka stúdentsprófi. Námstíminn er að meðaltali 6-7 annir. Lágmarkseinkunn er 5,0 í öllum áföngum.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • afla sér upplýsinga og þekkingar á skipulagðan og gagnrýninn hátt jafnt einir sem og í samvinnu við aðra.
  • taka þátt í rökræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðanir annarra.
  • skilja þá umræðu sem fer fram í samfélaginu og geta myndað sér skoðanir á henni.
  • njóta, virða og vernda náttúruna og nýta hana á skynsamlegan hátt.
  • lesa fræðigreinar náttúruvísinda bæði á íslensku og erlendum tungumálum.
  • nota helstu rannsóknartæki.
  • beita vísindalegri hugsun og aðferðum við öflun upplýsinga, mælingar, úrvinnslu og túlkun á niðurstöðum.
  • nota stærðfræðiþekkingu við úrlausn verkefna.
  • nota heimildir og vitna í þær samkvæmt stöðluðum reglum.
  • miðla upplýsingum bæði skriflega og munnlega á skýran og skilmerkilegan hátt.
  • takast á við háskólanám í raunvísindum, heilbrigðisvísindum, stærðfræði, verkfræði og skyldum greinum.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

202  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni brautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Heilbrigðissvið
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Tæknisvið
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið pakkaval

Þriðja tungumál þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja tungumál spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja tungumál franska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Bundið áfangaval

6 af 18
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 6 af 18

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val 25 einingar. Nemandi þarf að gæta þess að uppfylla reglur um skiptingu náms á hæfniþrep.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Sérstakur áfangi í fjármálalæsi er á öllum brautum skólans þar sem meðferð tölulegra upplýsinga er þjálfuð.
  • Ýmsir áfangar í stærðfræði, félagsvísindum og raungreinum fjalla um, túlka og nýta tölulegar upplýsingar.
  • Allir nemendur skólans taka námsáfanga þar sem mikið er lagt upp úr læsi og meðferð talna.
  • Nemendur eru markvisst þjálfaðir í notkun upplýsingatækni. Þeir safna saman tölfræðilegum upplýsingum, læra að lesa úr þeim og setja niðurstöðurnar fram á aðgengilegan máta.
Námshæfni:
  • Í skólanum er markvisst unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum. Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar og reyna á ýmsa hæfni. Nemendur læra að meta eigin vinnubrögð og eru þjálfaðir í námstækni ólíkra námsgreina.
  • Allir nemendur skólans hefja nám sitt í skólanum með því að taka áfanga í lífsleikni þar sem námstækni er sérstaklega kennd og þjálfuð. Þeir þjálfast í að meta eigin styrkleika og veikleika og hvernig ná má árangri með því að nýta sér þá.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Fjölbreytt námsmat og fjölbreyttar kennsluaðferðir hvetja nemendur til sköpunar og frumlegrar hugsunar. Kennarar eru sérstaklega hvattir til að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum og margs konar námsmati í þeim tilgangi að ýta undir sköpun nemenda.
  • Verkefnamiðað nám færist sífellt í vöxt þar sem nemendur eru hvattir til að þróa sínar eigin leiðir til að leysa margvísleg verkefni.
  • Félagslíf nemenda sem byggist á heilbrigðri skemmtun, þjálfun í skapandi hugsun og frumlegum lausnum hefur verið einkennandi fyrir skólann. Í skólanum er starfrækt öflugt leikfélag sem setur upp metnaðarfullar sýningar þar sem byggt er á því að allir nemendur sem þess óska geta tekið þátt.
  • Nemendur skólans eiga þess kost að velja fjölbreytta námsáfanga í listum þar sem megináhersla er á sköpun og frumlega hugsun. Þetta er eitt af aðalsmerkjum skólans.
  • Nemendahópur skólans er fjölbreytt flóra með ólíka hæfileika. Þessi samsetning hópsins leiðir fram skapandi kraft, frumleika og fjölbreytileika.
Jafnrétti:
  • Jafnrétti er hluti af öllu því starfi sem fer fram í skólanum, jafnt í kennslu sem öðru starfi. Það endurspeglast í ólíkum verkefnum og samskiptum milli einstaklinga og hópa innan skólans. Sérstaklega er fjallað um jafnrétti í félagsvísindum og sögu.
  • Unnið er að jafnrétti með því að viðhafa fjölbreyttar kennsluaðferðir og fjölbreytt námsmat þar sem einstaklingurinn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína. Jafnréttisáætlun skólans er á heimasíðu og sérstök jafnréttisnefnd er starfandi við skólann.
Menntun til sjálfbærni:
  • Í skólanum er kenndur áfangi í umhverfisfræði þar sem áherslan er á sjálfbærni og sjálfbæra hugsun. Helstu lögmál vistkerfa eru kynnt og staða manns í vistkerfi jarðar skoðuð í samhengi. Helstu umhverfisvandamál sem ógna framtíð mannkyns eru til umfjöllunar. Í verkefnum er haft að leiðarljósi að auka skilning á sameiginlegri ábyrgð manna á framtíð mannkyns á jörðinni.
  • Þessari umhverfisstefnu er fylgt eftir með því að allt sorp skólans er flokkað. Þannig er unnið að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Í skólanum eru kennd erlendu tungumálin enska, danska, franska, spænska og þýska. Nemendur eru í öllum áföngum þjálfaðir í notkun tungumálsins, jafnt í einstaklingsverkefnum sem og í samskiptum við aðra nemendur. Sérstaða enskunnar er sú að allmargar námsbækur og heimildir í öðrum námsáföngum eru á enskri tungu.
  • Í tungumálanáminu ásamt námi í sögu og félagsvísindum læra nemendur um erlend samfélög í fortíð og nútíð. Heimsóknir til erlendra menningarsvæða er liður í námi nemenda og nemendur eru hvattir til að taka þátt í slíkum nemendaferðum. Skólinn á einnig í samskiptum við erlenda skóla, bæði með því að taka á móti nemendum og að heimsækja nemendur erlendis, og nýtur til þessara verkefna styrkja á borð við Comenius og NordPlus.
Heilbrigði:
  • Skólinn leggur sérstaka áherslu á heilbrigðan lífsstíl m.a. í tengslum við heilsueflandi skóla. Allir nemendur skólans taka á fyrstu önn sérstakan áfanga í lýðheilsu og geta nemendur valið sér fjölbreytta áfanga í íþróttum. Í íþróttum er unnið að því að nemendur upplifi hreyfingu sem líkamlegan og andlegan styrk til að takast á við áskoranir dagslegs lífs og auki þar með lífsgæði sín. Sérstakt markmið er að nemendur geri hreyfingu að lífsstíl.
  • Í félagsvísindum er fjallað sérstaklega um geðrænt og félagslegt heilbrigði. Í líffræði er fjallað um grunnþarfir lífvera og komið inn á tengsl milli heilbrigðis og lífhátta, þar á meðal næringar. Fjallað er um lífverur sem valda smitsjúkdómum og gildi hreinlætis. Heilbrigð sál í hraustum líkama er lykillinn að innihaldsríku og góðu lífi.
  • Rík hefð er fyrir ýmiss konar íþróttamótum, bæði innan skólans og í samvinnu við aðra skóla. Skólinn er í nánu samstarfi við íþróttafélag bæjarins með því markmiði að heilbrigður lífsstíll sé eftirsóknarverður og æskilegur í nútímasamfélagi.
  • Forvarnastarf skólans er öflugt, sérstakur forvarnafulltrúi starfar við skólann í náinni samvinnu við stjórn nemendafélagsins og félagsráðunaut. Eitt öflugasta forvarnaverkefni skólans er uppsetning söngleikja þar sem meginmarkmiðið er að allir nemendur fái tækifæri til að taka þátt og öðlist félagslegan þroska með því að takast sameiginlega á við stórt og viðamikið verkefni sem krefst þess að allir þátttakendur séu jafnir.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Skólinn leggur sérstaka áherslu á að skapandi ritun og heimildaritun séu kenndar og þjálfaðar í flestum áföngum. Sérstök áhersla er lögð á tjáningu og flutning verkefna. Í íslenskuáföngum er lögð áhersla á lestur íslenskra bókmennta þar sem íslenskt samfélag er krufið til mergjar. Mikilvægi varðveislu menningararfsins er áréttað.
  • Í félagsvísindum er sérstaklega fjallað um íslenskt samfélag, sérkenni þess og stjórnarfar.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Lýðræði og mannréttindi eru grunnstoðir samfélagsins. Því hvetur skólinn nemendur til gagnrýnnar hugsunar. Í samfélagsfræðiáföngum er saga lýðræðis og mannréttinda kennd og skoðuð í ljósi heimsmála. Nemendur eru þjálfaðir í lýðræðislegum vinnubrögðum og samvinnu, þeir eru þjálfaðir í að tjá eigin skoðanir, færa rök fyrir máli sínu og hlusta á rök annarra.
  • Í skólanum er öflugt nemendafélag sem kemur að mörgum ákvörðunum í málefnum skólans. Má þar nefna að fulltrúar nemenda sitja í skólaráði og skólanefnd og leggja þannig sitt af mörkum við stjórnun skólans. Leitað er til hins almenna nemanda í ýmsum málum, m.a. eru lagðar fyrir kennslukannanir á hverri önn þar sem nemendur geta tjáð sig um skólastarfið. Opnir fundir eru haldnir einu sinni á önn þar sem stjórnendur skólans og nemendafélagsins sitja fyrir svörum almennra nemenda.