Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Hugvísindabraut (Staðfestingarnúmer 4) 14-4-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Á hugvísindabraut er lögð áhersla á gott almennt nám og þó einkum góða þekkingu á sviði hugvísinda m.a. með íslensku- og tungumálanámi. Brautin býr nemendur undir frekara nám í hugvísindum og á öðrum sviðum fræða og lista. Hægt er að velja um tvær línur; annaðhvort að bæta við 4. máli eða taka lista- og menningarlæsislínu.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á hugvísindabraut eru að skólaeinkunn 10. bekkjar í íslensku, ensku og stærðfræði sé að lágmarki 6. Ef greina þarf á milli nemenda með sömu meðaleinkunn þessara þriggja greina er tekið mið af einkunnum annarra greina, skólasókn og búsetu. Ef fleiri sækja um hugvísindabrautina en skólinn getur tekið, getur viðmiðið orðið hærra en lágmarkið.
Skipulag: Nám á hugvísindabraut er fyrst og fremst bóklegt og fer fram í skólanum. Á brautinni er lögð áhersla á nám í íslensku og erlendum málum. Hægt er að velja um tvær línur; annaðhvort að bæta við 4. máli eða taka lista- og menningarlæsislínu. Ef fyrri kosturinn er valinn fara þeir sem völdu þýsku sem 3. mál í frönsku sem 4. mál og öfugt ef 3. mál var franska. Þeir sem velja lista- og menningarlæsislínuna taka áfanga í menningarsögu, heimspeki og listasögu og listfræði.
Námsmat Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara. Matið er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga. Nemendum er sérstaklega bent á að í sumum áföngum verða þeir að standast lokapróf áður en símatseinkunn er reiknuð inn. Þetta kemur þá fram á námsáætlun. Kennarar meta úrlausnir nemenda. Í lok annar skulu nemendur eiga þess kost að skoða úrlausnir sínar innan þriggja daga frá afhendingu einkunna. Ef fram kemur skekkja í mati eða einkunnagjöf skal slíkt leiðrétt. Komi upp ágreiningur milli nemanda og kennara um mat úrlausnar skal skólameistari kveðja til prófdómara til þess að fara yfir úrlausnina. Úrskurður prófdómara skal gilda.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 200 einingar. Námstími til stúdentsprófs er 3 - 4 ár. Nemandi sem ætlar að ljúka náminu á þremur árum þarf að jafnaði að ljúka um 67 einingum á hverju skólaári. Ef nemandi kýs að vera 3,5 eða 4 ár geta einingar hvers skólaárs verið færri. Til að mega flytjast á milli námsára þarf nemandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Aðaleinkunn, sem er vegið meðaltal lokaeinkunna allra áfanga skólaársins, þarf að vera að lágmarki 5,0. Lokaeinkunn hvers áfanga má ekki vera lægri en 5. Ljúka verður a.m.k. 50 einingum á skólaári. Ljúka verður öllum áföngum sem kjarnaáfangar næsta skólaárs byggja á.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni
  • taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
  • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
  • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
  • nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
  • leita fullnægjandi raka fyrir skoðunum sínum og annarra
  • nýta sér góða almenna þekkingu á sviði hugvísinda
  • beita fræðilegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna
  • afla sér upplýsinga, meta þær, vinna úr þeim og túlka þær
  • geta nýtt sér þau erlendu tungumál sem hann hefur lagt stund á
  • skilja menningu, siði og sögu þeirra erlendu málsamfélaga sem hann hefur lært um
  • takast á við frekara nám í hugvísindum og á öðrum sviðum fræða og lista.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni hugvísindabrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

3. mál franska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
3. mál þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið pakkaval

4. mál franska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Menningarlæsi
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
4. mál þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur taka 43 einingar í vali og af þeim þurfa að lágmarki 15 einingar að vera á 3. þrepi.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Mikið reynir á alla þessa þætti í fjölmörgum áföngum brautarinnar. Eitt skýrasta dæmið um það er lokaverkefni sem nemendur taka þegar hillir undir námslok. Í því eru gerðar kröfur um vinnubrögð á háskólastigi, þ.e. að nemendur séu læsir á upplýsingar frá ólíkum miðlum, geti nýtt sér margvíslega tækni í upplýsingaleit, geti aflað gagna, flokkað þau og nýtt sér upplýsingarnar á gagnrýninn hátt. Dæmi um hagnýtingu þessara atriða má m.a. sjá í eftirfarandi kjarnagreinum:
  • Bækur, blöð, internet, kvikmyndir, kort, töflur, línurit og gröf eru í mismiklum mæli hluti námsefnis og verkefna í sögu. Úrvinnsla þessa efnis er sett fram í kynningum, skriflegum niðurstöðum o. fl.
  • Í félagsvísindum þurfa nemendur að geta lesið í tölfræðilegar, myndrænar og skrifaðar upplýsingar. Þeir fá þjálfun í að lesa úr tölfræðilegum upplýsingum og þá ekki síst úr myndrænum framsetningum á þeim. Þá er farið í helstu kosti og galla þannig framsetningar og nemendur þjálfaðir í að koma auga á mögulega galla í slíkri framsetningu.
  • Í stærðfræði er lögð áhersla á að nemendur læri talnameðferð.
  • Í efnafræði er gerð krafa um að nemendur geti farið með talnagögn sem tengjast efnafræði og sett þau fram á skilmerkilegan hátt.
  • Algengar reikniaðferðir og tölfræði eru notaðar við lausn ýmiss konar verkefna í líffræði og umhverfisfræði. Framsetning og túlkun upplýsinga með hjálp taflna og línurita er æfð.
  • Í náms- og starfsvali er komið inn á nauðsyn gagnrýninnar hugsunar við úrvinnslu upplýsinga og áhersla lögð á að nemendur geri sér t.d. grein fyrir að upplýsingar eru oft gildishlaðnar.
Námshæfni:
  • Í skólanum er markvisst unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum. Þeir læra að meta eigin vinnubrögð og annarra t.d. með sjálfsmati og jafningjamati. Nemendur eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim. Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar og reyna á ýmsa hæfni. Sem dæmi má nefna spjaldaaðferð, hugkort, samvinnunám, uppgötvunarnám, einstaklingsvinnu, paravinnu, hópavinnu o.m.fl. Unnið er sérstaklega með styrkleika nemenda og hvernig megi efla þá. Eftir því sem lengra líður á námið eru gerðar meiri kröfur um að þekking og fyrri reynsla, bæði í viðkomandi grein og öðrum, sé nýtt við lausn nýrra viðfangsefna. Dæmi um hagnýtingu þessara atriða má m.a. sjá í eftirfarandi kjarnagreinum:
  • Í nýnemafræðslu er áhersla á að nemendur átti sig á námskröfum skólans og geri sér grein fyrir kröfum skólastigsins. Nemendur eru aðstoðaðir við að átta sig á eigin vinnulagi, styrkleikum og veikleikum í námi og hvernig bæta megi árangur út frá styrkleikum hvers og eins. Lagt er upp úr því að veita nemendum innsýn í mismunandi námsaðferðir. Nemendur öðlast smám saman reynslu, þekkingu og skilning sem á að nýtast þeim til að efla styrkleika sína í námi og nota námstækni við hæfi í áframhaldandi námi.
  • Í ensku skoða nemendur hvers konar námsaðferðir nýtast þeim best, lesa greinar um fjölgreind Gardners og taka netkannanir sem segja til um hvers konar námsmenn þeir eru. Með þessu verða nemendur meðvitaðri um eigin styrkleika og geta sett sér markmið í samræmi við það.
  • Í félagsvísindum er lögð áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir sem kalla á fjölbreyttar námsaðferðir og gögn. Sem dæmi má nefna að nemendur eiga að útbúa hugkort þegar þeir læra ný hugtök, notaðar eru heimildamyndir og ljósmyndir til að útskýra viðfangsefni. Hluti af námsmati er jafningjamat og stundum sjálfsmat.
  • Sögunám er sífelld áskorun við ný viðfangsefni og krefst þess að fyrri þekking og reynsla einstaklingsins bæði úr lífinu sjálfu og úr grunnskóla sé nýtt við lausn nýrra viðfangsefna og úrlausna. Hvað varðar ábyrgð á námi og skipulagningu vinnunnar þá krefst sögunám lesturs fræðitexta og skilnings á þeim. Heimanám og vinna krefst forgangsröðunar og skipulags.
  • Í efnafræði lesa nemendur texta, leysa dæmi, leysa gagnvirk verkefni, vinna verklegar æfingar og skrifa skýrslur eða gera grein fyrir niðurstöðum á annan hátt.
  • Í stærðfræðiáföngum þurfa nemendur að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og takast á við áskoranir í námi. Þeir þurfa stöðugt að meta eigið vinnuframlag og læra þannig að þekkja styrkleika sína og veikleika og setja sér raunhæf markmið.
  • Í lokaverkefni er unnið að metnaðarfullu verkefni þar sem verulega reynir á námshæfni nemendanna. Þeir þurfa að nota fjölbreytt gögn, vera sjálfstæðir í vinnubrögðum, geta lagt mat á eigið vinnuframlag og tekist á við þá áskorun að vinna verkefni þar sem vinnubrögðin eru í raun á háskólastigi.
  • Í listasögu og listfræði vinna nemendur með bækur, greinar, glósur, myndefni, heimasíður og rafræn gagnasöfn, fræðsluefni safna, borgarrými o.s.frv. Nemendur eiga að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og takast á við áskoranir í námi.
  • Í náms- og starfsvali er áhersla á að nemendur setji sér markmið til framtíðar sem tengjast námi og störfum.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Margir þættir í skólastarfinu flokkast sem skapandi starf, m.a. ýmislegt sem nemendur eru að fást við í félagslífinu svo sem leiklist, kórsöngur, skrif í skólablaðið o.m.fl. Einnig er hvatt til þess að nemendur njóti lista og menningar utan skólans á margvíslegu formi og má sem dæmi nefna að á hverju ári fara nemendur skólans saman á leiksýningu og flest ár er einnig farið á tónleika eða aðra listviðburði í nágrenni skólans. Í flestum námsgreinum reynir einnig á frumkvæði og skapandi hugsun og iðulega þurfa nemendur að sýna hæfni sína á þessu sviði í alls kyns verkefnum, kynningu á þeim og flutningi. Dæmi um hagnýtingu þessara atriða má m.a. sjá í eftirfarandi kjarnagreinum:
  • Í öllum íslenskuáföngum vinna nemendur skapandi verkefni þar sem þeir eru hvattir til frumleika. Þeir hagnýta þekkingu sína við úrvinnslu þeirra.
  • Í ensku flytja nemendur skapandi verkefni þar sem þeir eru hvattir til frumleika. Þar má nefna sem dæmi leikþætti, ljóð, dagbækur og verkmöppur með teikningum og úrklippum, veggspjöld, smásöguskrif og margt fleira.
  • Í félagsvísindum er rætt sérstaklega um mikilvægi höfundarréttar og að vísindamenn beri ábyrgð gagnvart þeim sem verið er að rannsaka.
  • Þekking í sagnfræði gerir það að verkum að listir og menning verða mun merkingarbærari. Stundum er farið með nemendur á söfn og sýningar m.a. í þeim tilgangi að sýna söguleg áhrif á listir og menningu.
  • Í heimspeki er fjallað sérstaklega um skapandi hugsun og miðlun þekkingar.
  • Í listasögu og listfræði eru nemendur hvattir til að kynna sér þjóðfélagsaðstæður við gerð og tilurð listaverka. Lagt er upp úr því að nemendur öðlist skilning á merkingarstarfi í myndlist og söfnum og þeirri skapandi hugsun og samfélagsviðhorfum sem móta slíkt starf. Stefnt er að því að nemendur verði færir um að meta ólíka list á gagnrýninn og sjálfstæðan hátt, öðlist grunnkunnáttu til að lesa algeng tákn og merkingu út úr listaverkum og geti að einhverju leyti lagt mat á fagurfræðilegt gildi þeirra.
  • Í lokaverkefninu reynir verulega á hagnýtingu þekkingar og skapandi hugsun nemendanna en einnig á siðferðilega ábyrgð í úrvinnslu verkefnanna.
Menntun til sjálfbærni:
  • Í skólastarfinu öllu, jafnt í námi sem almennum rekstri skólans, er lögð áhersla á sjálfbærni og sjálfbæra hugsun. Unnið er að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu. Þessum þætti er einkum fylgt eftir af sjálfbærni- og umhverfisnefndum skólans. Dæmi um hagnýtingu þessara atriða má m.a. sjá í eftirfarandi kjarnagreinum:
  • Í lesefni ensku er fjallað um sjálfbærni, t.d. vistvæna orkunotkun og vinna nemendur verkefni í tengslum við það.
  • Í frönsku er lesefni þar sem komið er inn á sjálfbærni, t.d. vistvæna orkunotkun og vistvænar byggingar.
  • Í félagsvísindum er lögð áhersla á að bera virðingu fyrir mannréttindum og umhverfi sínu. Nemendur fá fræðslu og vinna verkefni sem tengist ríkisfjármálum og hvernig stjórnvöld geta með pólitískum ákvörðunum haft áhrif á neyslu og umbúðir. Til þess að nemendur öðlist skilning á sameiginlegri ábyrgð jarðarbúa á jörðinni og íbúum hennar vinna þeir talsvert með hugtakið hnattvæðing. Þar er m.a. komið inn á að mengun eins samfélags geti haft víðtæk áhrif út fyrir landamæri þess.
  • Í sögu er stuðlað að menntun til sjálfbærni. Með því að skoða, gagnrýna og læra af því sem mistókst og því sem lánast hefur í fornum og nýjum samfélögum fær einstaklingurinn þann grunn sem þarf til að geta staðið föstum fótum í samfélagi sem er í sífelldri þróun.
  • Í jarðfræði er fjallað um sjálfbæra þróun, eðli hugtaksins og tilgang. Fjallað er um jarðfræðilega þætti í náttúrunni og með hvaða hætti þeir geta flokkast sem auðlindir. Jafnframt er skoðað með hvaða hætti er hægt að nýta þær og hvernig þær geta best nýst manninum.
  • Nemendur læra grunnhugtök og aðferðir efnafræðinnar sem er þeim nauðsynlegt til að geta lagt mat á vistspor sitt og annarra.
  • Í líffræði eru helstu auðlindir náttúrunnar kynntar, hvernig þær eru nýttar og fjallað um það sem betur mætti fara í því sambandi. Fjallað um takmörk jarðar og sameiginlega ábyrgð mannkyns varðandi framtíðina.
  • Í umhverfisfræði er farið yfir helstu umhverfisvandamál sem ógna framtíð mannkyns. Fjallað er um hugtakið vistspor, um sjálfbærni og sjálfbæra framtíð. Nemendur reikna út vistspor og kynnast því hvernig menn og þjóðir geta breytt eigin vistspori. Í verkefnum í umhverfisfræðinni er haft að leiðarljósi að auka skilning á sameiginlegri ábyrgð manna á framtíð mannkyns á jörðinni.
  • Umræða um listir felur ávallt í sér umfjöllun um heimsmynd og þjóðfélagsþróun hverju sinni, svo sem hugmyndir um borgaralegt lýðræðissamfélag, kapítalisma og neysluhyggju, hugsjónir o.s.frv. Í listasögu og listfræði eru reglulegar vettvangsferðir sem hvetja til vitundar um borgarrými, samfélagsleg rými og náttúrulegt umhverfi.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Í skólanum er lögð áhersla á erlend samskipti og reynt að sjá til þess að sem flestir nemendur skólans eigi þess kost á námstíma sínum að taka þátt í nemendaskiptaverkefnum eða taka valáfanga sem ganga út á að undirbúa heimsóknir til annarra landa.
  • Dönskunámið grundvallast á því að auka les- og hlustunarskilning nemenda og að þeir öðlist færni í að tjá sig á tungumálinu. Nemendur eru hvattir til að tjá sig á dönsku um leið og þeir heyra hana talaða og gegnum vinnu með ýmsa texta er leitast við að auka orðaforða þeirra. Með lestri bókmennta og sérvalinna rauntexta, ásamt myndefni öðlast nemendur innsýn í danskan menningarheim og hugsunarhátt.
  • Í enskunámi eru nemendur þjálfaðir í að koma máli sínu á framfæri á ensku í ræði og riti. Með aukinni þjálfun verður mál þeirra blæbrigðaríkara og orðaforði fjölbreyttari. Nemendur þurfa að geta tjáð sig á ensku í umræðum, hópavinnu, fyrirlestrum o.fl. Þeir þurfa að geta skilið kennara, samnemendur, upplestra og allt talað mál. Farið er sérstaklega í akademískan orðaforða í í fyrstu þremur áföngunum. Mállýskur og slangur eru til umfjöllunar í öllum enskuáföngum, svo og greinarmunur á formlegu og óformlegu máli. Í öllum enskuáföngum er leitast við að gera nemendur meðvitaða um menningu og siði sem einkennir þau landsvæði, þar sem tungumálið er talað.
  • Mállýskur og slangur eru til umfjöllunar í öllum frönskuáföngum að einhverju marki, svo og greinarmunur á formlegu og óformlegu máli, rituðu máli og mæltu. Slangur er sérstaklega tekið fyrir í FRAN2FD05. Lesnir eru margvíslegir textar. Í fyrstu áföngum er helst um að ræða stutta texta almenns eðlis og dægurlagatexta en í efri áföngum lesa nemendur lengri greinar, skáldverk, ljóð, smásögur, leikrit og fræðitexta.
  • Í þýskunámi eru nemendur þjálfaðir í að tjá sig munnlega og skriflega á þýsku, með það að markmiði að auka sjálfstraust þeirra til þess að nota tungumálið á ólíkan hátt og við mismunandi tækifæri. Nemendur kynnast ólíkum textagerðum og vinna með textana á mismunandi hátt eftir tilgangi hverju sinni. Frá upphafi námsins er unnið að því að þýska sé samskiptamál í kennslustundum bæði milli nemenda og kennara og í samvinnu nemenda.
  • Í mörgum öðrum greinum en tungumálum kynna nemendur sér ítarefni og nýta sér heimildir á erlendu tungumáli í tengslum við verkefnavinnu og fá þannig nokkra þjálfun í að lesa viðkomandi fagmál.
  • Í lokaverkefni er gerð krafa um að nemendur nýti sér a.m.k eina heimild á erlendu máli og afli sér þannig upplýsinga sem birtar eru á öðru tungumáli en íslensku.
Heilbrigði:
  • Í skólastarfinu er lögð áhersla á heilsusamlegan lífsstíl m.a. í tengslum við heilsueflandi skóla. Mest áhersla hefur verið á næringu og hreyfingu en einnig verður unnið að geðrækt og stuðlað að bættum lífsstíl. Jafnt í námi sem skólastarfinu almennt er gengið út frá því að nemendur beri ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum. Dæmi um hagnýtingu þessara atriða má m.a. sjá í eftirfarandi kjarnagreinum:
  • Í félagsvísindum er lögð áhersla á að nemendur kynnist félagslegum þáttum sem stýra hegðun og athöfnum einstaklinga. Farið er sérstaklega í mismunandi birtingarform ofbeldis. Reynt er að kynjaskipta bekkjum til að ræða við nemendur um kynferðislegt ofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum og klámvæðingu. Einnig er fjallað um nauðsyn þess að setja sjálfum sér mörk og virða mörk annarra og mikilvægi þess að konur og karlar geti unnið saman gegn kynferðislegu ofbeldi. Í áfanganum er einnig fjallað um neyslu og fíkn.
  • Í jarðfræði er fjallað um að heilbrigt umhverfi og náttúra séu forsenda þess að við höfum aðgang að heilnæmum matvælum.
  • Í líffræði er fjallað um grunnþarfir lífvera og komið inn á tengsl milli heilbrigðis og lífshátta, þar á meðal næringar. Fjallað er um lífverur sem valda smitsjúkdómum og gildi hreinlætis.
  • Í umhverfisfræði er gerð grein fyrir áhrifum ákveðinna umhverfisþátta á heilsu manna og ábyrgð hvers og eins í því samhengi.
  • Í íþróttum er unnið að því að nemendur upplifi hreyfingu sem líkamlegan og andlegan styrk til að takast á við áskoranir daglegs lífs og lífsgæði aukist. Nemendur öðlast hæfni til að nýta sér þekkingu sína meðal annars til að takmarka kyrrsetu, auka hreyfingu á einfaldan og ódýran hátt, flétta líkams- og heilsurækt inn í daglegt líf og starf og meta hve mikið þeir hreyfa sig daglega og gera áætlanir um úrbætur ef þörf er á. Fjallað er um mataræði og hvað felst í hollri og góðri næringu og hver næringarþörf er með tilliti til vinnu og daglegrar hreyfingar. Einnig er rætt um neikvæð áhrif áfengis-, tóbaks- og lyfjaneyslu á líkama og heilsu.
  • Hluti af nýnemafræðslu er hópeflisæfing sem tengist eineltisáætlun Kvennaskólans.
  • Í frönskuáföngum er fjallað um frönskumælandi samfélög og þá gefast tækifæri til að ræða ýmis mál sem varða heilbrigði, t.d. afstöðu Frakka til hreyfingar, íþrótta, mataræðis og vímuefna. Einnig skapast oft umræður um mismunun, kynþáttafordóma, stöðu kynjanna o.fl.
  • Í efri áföngum þýskunnar skapast oft umræður um ofbeldi, kynþáttafordóma, stöðu kynjanna, vímuefnavandann og fleira á grundvelli námsefnis svo sem bókmennta, kvikmynda og rauntexta.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Þar sem skólinn leggur megináherslu á vinnu nemenda reynir mikið á alla þætti læsis, tjáningar og samskipta. Í námsskipulaginu felst að mikið reynir á samskipti og samskiptahæfni nemenda í alls kyns verkefnavinnu og einnig tjáningu bæði í rituðu og töluðu máli við kynningu niðurstaðna. Nemendur þurfa að svara spurningum á málefnalegan hátt og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður í verkefnaflutningi. Dæmi um hagnýtingu þessara atriða má m.a. sjá í eftirfarandi kjarnagreinum:
  • Í öllum íslenskuáföngum þurfa nemendur að gera grein fyrir skoðunum sínum og taka þátt í samræðum. Íslenskunám felur það í sér að nemendur þurfa að tjá sig í ræðu og riti. Með aukinni þjálfun verður mál þeirra blæbrigðaríkara og orðaforði fjölbreyttari. Í öllum áföngum þurfa nemendur að flytja mál sitt og er það þjálfað markvisst í tjáningu.
  • Umræðuverkefni í félagsvísindum eru mikið notuð til að fá nemendur til að taka þátt í samræðum. Nemendur gera munnlega grein fyrir niðurstöðum í verkefnum, bæði í formlegum kynningum eða samræðum þar sem þeir segja blaðlaust frá því sem þeir voru að vinna með, hver niðurstaðan var og hvaða skoðun þeir hafa.
  • Umhverfisfræði er að hluta til samvinnunám sem felst í að nemendur vinna í litlum hópum, hver og einn kynnir sér tiltekið efni og útskýrir fyrir öðrum í hópnum. Þeir þurfa jafnframt að hlusta á og tileinka sér efni sem aðrir hópfélagar útskýra.
  • Í heimspeki er megináhersla á rökstuðning í ræðu og riti, skýran málflutning og samræður.
  • Í listasögu og listfræði öðlast nemendur þjálfun í að lesa listaverk eins og þau koma þeim fyrir sjónir í bókum og öðrum prentmiðlum eða rafrænum miðlum, í listasöfnum og galleríum, í opinberu rými og daglegu umhverfi.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Í skólanum er stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi t.d. með því að leita eftir viðhorfum þeirra til ákveðinna þátta í þeim tilgangi að bæta skólastarfið. Á hverju ári er kennslukönnun lögð fyrir nemendur þar sem þeir láta í ljós álit sitt á skipulagi og innihaldi áfanga, námsefni og kennsluháttum. Reglulega eru lagðar fyrir þá viðhorfskannanir um afmarkaða þætti og niðurstöðurnar notaðar til þess að bæta það sem betur má fara. Leitað hefur verið eftir áliti nemenda á ýmsan annan hátt, m.a. með heimskaffi í tengslum við umhverfismál og sjálfbærni þar sem nemendur komu sér saman um forgangsröðun þeirra atriða sem þeim þótti brýnt að bæta. Að lokum má geta þess að nemendur eiga fulltrúa bæði í skólaráði og skólanefnd og leggja þannig sitt af mörkum við stjórnun skólans. Dæmi um hagnýtingu þessara atriða má m.a. sjá í eftirfarandi kjarnagreinum:
  • Í félagsvísindum er lögð áhersla á mismunandi skoðanir fólks og reynt að finna hvaða lífsgildi liggja að baki afstöðu fólks til álitamála. Markmið með námi í félagsvísindum er að auka þekkingu nemenda á samfélaginu og félagslegu umhverfi, jafnframt því að auka skilning þeirra á stöðu sinni og annarra í þjóðfélaginu. Nemendur taka þátt í umræðum og leggja mat á hvernig umræðurnar ganga (e. Scored discussion). Nemendur meta sjálfir hvað einkennir góðar rökræður og útbúa matsblað í samvinnu við kennara. Þeir fá fræðslu um inntak barnasáttmála SÞ. Nemendur vinna ritunarverkefni þar sem þeir fá fullyrðingar sem þeir eiga að taka rökstudda afstöðu til.
  • Grunnþátturinn lýðræði og mannréttindi er afar mikilvægur og fyrirferðarmikill þáttur margra söguáfanga. Í fornaldarsögu er farið í grískt lýðræði og það borið saman við nútímann. Á síðari tímum eru hugmyndir um frelsi, lýðræði og þjóðfrelsi rauður þráður í náminu. Mikil áhersla er á sífellt aukna lýðræðisþróun í heiminum og líka hvernig og hvar lýðræði og mannréttindi eiga undir högg að sækja.
  • Það reynir mikið á samvinnu í efnafræði og nemendur læra að bera virðingu fyrir ólíkum hugsanaferlum, taka tillit til samnemenda og mæta hver öðrum á uppbyggilegan og jákvæðan hátt.
  • Í umhverfisfræði nota nemendur þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér til þess að taka rökstudda afstöðu til siðferðilegra spurninga. Hér er haft að leiðarljósi að ýmis helstu deilumál í nútímaþjóðfélagi tengjast oft umhverfismálum og er þetta því góður undirbúningur undir þátttöku í lýðræðissamfélagi nútímans.
  • Í náms- og starfsvali er rætt um að öll störf krefjast virðingar svo lengi sem þeim er sinnt af trúmennsku og heiðarleika.
  • Í heimspeki er fjallað um manngildi og talað um skoðanamyndun, framsetningu og rökræður, siðferðileg álitamál o.s.frv.
  • Umræður, verkefni og ritgerðavinna í listasögu og listfræði fela í sér að nemendur fjalla um viðfangsefni listamanna er tengjast t.d. hugmyndum um samfélagsskipan, lýðræði, frelsi, réttindabaráttu, umhverfissjónarmiðum, siðferði og siðferðilegum álitamálum.
  • Iðulega þurfa nemendur í lokaverkefni að taka gagnrýna afstöðu til siðferðilegra álitamála í notkun heimilda og skrifum sínum yfirleitt.
Jafnrétti:
  • Í skólastarfinu öllu er áhersla á jafnrétti sem fylgt er eftir með starfi jafnréttisnefndar skólans sem sér um að jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun skólans sé fylgt. Dæmi um hagnýtingu þessara atriða má m.a. sjá í eftirfarandi kjarnagreinum:
  • Í félagslegum málvísindum er fjallað um mállýskur og málfarsmun. Þar er t.d. skoðað hvernig aldur, búseta, kyn og stétt getur endurspeglast í mismunandi málfari og hvaða áhrif það getur haft á stöðu fólks í samfélagi.
  • Þegar fjallað er um bandarískt samfélag í ensku er snert er á þáttum eins og útlendingahatri, trúfrelsi, jafnrétti kynjanna, baráttu blökkumanna o.fl. Þegar fjallað er um breskt samfélag er talað um stéttaskiptingu, innflytjendur o.fl. Í ENSK3KÁ05 er umfjöllun um Ástralíu, Nýja Sjáland, Kanada og aðrar breskar nýlendur og þar er rætt um frumbyggja, stéttaskiptingu, jafnrétti, o.s.frv.
  • Nám í félagsvísindum felur í sér að geta greint áhrif ýmissa þátta á líf einstaklinga og hópa, t.d. stétt, trúarbrögð, þjóðerni, kynhneigð, litarhátt og búsetu. Hluti af jafnréttisnálgun felst í kennsluaðferðum og kröfu um að nemendur sýni hver öðrum virðingu á sama máta og kennarar koma fram við nemendur af virðingu. Þetta er gert markvisst meðal annars með þjálfun í rökræðum og öðrum verkefnum þar sem nemendur verða að virða tíma og skoðanir annarra. Nemendur vinna hópverkefni um trúarbrögð þar sem þeir eiga að greina hvernig mismunandi trúarbrögð hafa áhrif á daglegt líf fólks, t.d. hlutverk í fjölskyldunni, tengsl við stjórnkerfið og menntunarmöguleika.
  • Saga er vel til þess fallin að kenna og skapa umræður um jafnrétti, hvort sem um er að ræða kynjajafnrétti eða jafnrétti minnihluta- og jaðarhópa. Baráttan fyrir jafnrétti hefur einkennt talsverðan hluta af sögu síðustu alda. Meðal dæma um efnistök tengd jafnrétti er aðskilnaðarstefnan í BNA og S-Afríku, helförin og gyðingaofsóknir, staða kvenna innan þriðja ríkisins, kvennabaráttan á 19. og 20. öld, íslam í fortíð og nútíð svo fátt eitt sé nefnt.
  • Í umhverfisfræði er fjallað um hugmyndir um jafnan rétt allra lífvera til gæða jarðar sem og hugmyndir um rétt náttúrunnar sjálfrar og hennar eigið gildi og um skyldur manna gagnvart komandi kynslóðum og gagnvart öðrum lífverum.
  • Í náms- og starfsvali er bent er á hvernig t.d. staðalmyndir, fjölmiðlar, menntunartækifæri, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni getur skapað mismunandi tækifæri fyrir mismunandi einstaklinga.
  • Í listasögu og listfræði æfa nemendur sig í þjóðfélagslegri greiningu á myndlist þar sem fjallað er um jafnréttisbaráttu, hlutgervingu og samfélagslegar staðalmyndir.