Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Náttúruvísindabraut (Staðfestingarnúmer 117) 15-117-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Námi á náttúruvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum með áherslu á sérsvið náttúruvísinda. Brautin býr nemendur undir nám í háskóla í náttúruvísindum, heilbrigðisgreinum, stærðfræði, verkfræði og tæknigreinum. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með stúdentsprófi.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.
Skipulag: Nám á náttúruvísindabraut er fyrst og fremst bóklegt og fer fram í skólanum. Á brautinni er lögð áhersla á góða almenna menntun, traustan grunn í kjarnagreinunum þremur, íslensku, ensku og stærðfræði sem og náttúrufræðigreinum.
Námsmat Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti og er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi annar skal nemendum kynnt námsáætlun, námsmarkmið og tilhögun námsmats í hverjum áfanga.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki 33-34 framhaldsskólaeiningum á önn. Lokavitnisburður skal vera í heilum tölum á bilinu 1-10 og lágmarkseinkunn til að standast áfanga er 5. Nánari reglur um námsframvindu, frávik frá henni og skólasókn má finna í skólanámskrá skólans.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám.
  • nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt og sýna þannig ábyrgð á námi sínu.
  • nýta sér þekkingu sína í samfélaginu og geta tekið með henni þátt í upplýstri umræðu í lýðræðislegu þjóðfélagi.
  • leita fullnægjandi raka fyrir skoðunum sínum og annarra og efla þannig víðsýni sína og virðingu fyrir skoðunum annarra.
  • taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi.
  • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags.
  • nota upplýsingatækni á ábyrgan hátt.
  • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni.
  • tjá sig á góðri íslensku í ræðu og riti.
  • nýta sér góða almenna þekkingu á sviði stærðfræði, náttúrufræði og raungreina.
  • meta og nýta sér niðurstöður vísindarannsókna og geta þannig beitt vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun gagna og mælingar, úrvinnslu og túlkun.
  • takast á við frekara nám, einkum í náttúru- og raunvísindum, stærðfræði, tæknigreinum og heilbrigðisvísindum.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni í náttúruvísindum
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kjarni í raungreinum
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið áfangaval

3 af 6
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 3 af 6

Bundið áfangaval

2 af 11
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 2 af 11

Bundið áfangaval

5 af 10
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 10

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur velja 22 einingar úr áfangasafni skólans. Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi. Mikilvægt er að nemendur dýpki sig í ákveðnum greinum til að vera betur í stakk búnir að takast á við frekara nám og mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Í skólanum reynir á þessa þætti í fjölmörgum áföngum brautarinnar. Nemendur læra að afla gagna, flokka, vinna úr, nota og miðla upplýsingum á gagnrýninn hátt.
  • Í stærðfræði er lögð áhersla á að nemendur læri talnameðferð.
  • Í efnafræði er gerð krafa um að nemendur verði læsir á táknmál efnafræðinnar og fari með talnagögn og læri að lesa úr þeim. Þá verði nemendur læsir á táknmál efnafræðinnar.
  • Í eðlisfræði læri nemendur að skilja mikilvæg lögmál, beita jöfnum og framkvæma verklegar æfingar og vinna úr mæliniðurstöðum þeirra. Þá læri þeir að leiða út með rökrænum hætti jöfnur út frá gefnum forsendum.
  • Í jarðfræði læra nemendur að vinna með myndefni og tölur.
  • Í líffræði læra nemendur að nota algengar reikniaðferðir við lausn ýmiss konar verkefna. Þá er framsetning og túlkun upplýsinga og lestur gagna úr töflum og línuritum æfð.
Námshæfni:
  • Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í námi og vinnubrögðum. Þeir eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim. Kennsluaðferðir eru margvíslegar og fjölbreyttar og reyna á þekkingu, leikni og hæfni. Það sama má segja um námsmat. Þá eru nemendur hvattir til að nýta styrkleika sína í námi.
  • Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir og að nemendur kynnist fjölbreyttum vinnubrögðum í margvíslegum viðfangsefnum. Bóklegt nám er fjölbreytt og byggist upp á fyrirlestrum, hópvinnu, umræðum, vettvangsferðum og margs konar æfingum.
  • Í öllum íslenskuáföngum þurfa nemendur að að þjálfa hæfni sína m.a. með að skrifa skýran texta, beita málinu á fjölbreyttan hátt, tjá rökstudda afstöðu, draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun og flytja fyrirlestra.
  • Í stærðfræðiáföngum þurfa nemendur að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og stöðugt að meta eigið vinnuframlag og læra þannig að þekkja eigin styrkleika og veikleika.
  • Í raunvísindum er lögð áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og að nemendur kynnist vinnubrögðum raunvísinda í margvíslegum viðfangsefnum. Í verklegum æfingum kynnast nemendur m.a. plöntum, dýrum, örverum og lögmálum efna- og eðlisfræði. Bóklegt nám er fjölbreytt og byggist upp á fyrirlestrum, hópvinnu, umræðum, vettvangsferðum og margs konar æfingum.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Margt í skólastarfinu flokkast undir skapandi starf s.s þátttaka nemenda í skóla- og félagslífi. Í mörgum námsgreinum reynir einnig á skapandi hugsun og hagnýtingu þekkingar.
  • Nemendur á náttúruvísindabraut skila t.d. verkefnum með ýmsum hætti, s.s. skýrslum, ritgerðum, myndböndum, veggspjöldum og fyrirlestrum.
  • Nemendur á náttúruvísindabraut taka áfanga í sköpun og þar reynir sköpunarferlið á frumkvæði, ígrundun og gagnrýna hugsun.
  • Í lokaverkefni velur nemandi sitt sérsvið og þar reynir á hagnýtingu þekkingar, rökstuðning og skapandi hugsun.
Jafnrétti:
  • Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er ekki gert upp á milli nemenda og allir fá tækifæri til að þroska hæfileika sína. Boðin er stoðkennsla fyrir þá nemendur sem þurfa, aðstoð í námsveri og aðstoð á prófatíma. Í skólanum starfar jafnréttisnefnd sem hefur sett sér jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun og fylgist jafnframt með að þeim sé fylgt.
  • Í félagsvísindum er lögð áhersla á að nemendur dýpki skilning sinn á skipulagi samfélagsins og verði færir um að taka virkan þátt í umræðum um samfélagsleg viðfangsefni og geti myndað sér eigin skoðanir með gagnrýnið viðhorf að leiðarljósi.
  • Í sagnfræði er í öllum áföngum fjallað um jafnrétti jafnt sem misrétti bæði félagslegt og kynbundið á ýmsum tímum.
  • Í íslenskuáföngum er lögð áhersla á að gera hlut kvenna sýnilegan, en einnig á jafnrétti í víðasta skilningi orðsins. Leitast er við að skapa umræður um jafnrétti kynjanna og jafnrétti þjóðfélagshópa.
  • Kennarar brautarinnar leggja sig fram um að sýna nemendum að nám í náttúruvísindum hentar stúlkum ekki síður en piltum og hvetja þær til háskólanáms í raungreinum og stærðfræði.
Menntun til sjálfbærni:
  • Í öllu skólastarfinu er lögð áhersla á sjálfbærni og sjálfbæra hugsum of á náttúrufræðibraut skólans er lögð sérstök áhersla á menntun til sjálfbærni. Lögð er áhersla á skilning á þeim takmörkunum sem vistkerfi jarðar setur manninum, jöfnuð innan og milli kynslóða, skynsamlega nýtingu auðlinda og sanngjarna skiptingu þeirra. Haft er að leiðarljósi að auka skilning á sameiginlegri ábyrgð á framtíð mannkyns á jörðinni.
  • Í lesefni í ensku er fjallað um umhverfismál.
  • Í efnafræði er fjallað um auðlindir jarðar, t.d. andrúmsloft, vatn og málma, mikilvægi hreins vatns og andrúmslofts og endurvinnslu málma. Einnig er fjallað um mengun í andrúmslofti og vatni, bæði ferskvatni og í sjó. Hér má nefna uppsöfnun þrávirkra lífrænna efna og áhrif þeirra bæði á afkomu dýra og plantna og á heilnæmi sjávarafla. Súrnun sjávar, áhrif hennar á lífríkið í sjónum, mikilvægi þess að stemma stigu við auknum gróðurhúsaáhrifum. Mikilvægi þess að hætta að brenna jarðeldsneyti til að draga úr loftslagsbreytingum og vegna mikilvægis olíu sem hráefnis efnaiðnaðar.
  • Í líffræði er fjallað um efnahringrásir, líffræðilega fjölbreytni, búsvæðabreytingar, afleiðingar mengunar fyrir lífverur, loftslagsbreytingar, mannfjöldaþróun og neyslu. Vistspor er reiknað, rætt er um sameiginlega ábyrgð mannkyns varðandi framtíðina og mikilvægi þess að hugsa hnattrænt og bregðast við á heimaslóð.
  • Í jarðfræði er fjallað um jarðfræðilega þætti í náttúrunni og með hvaða hætti þeir teljast til auðlinda. Þá er fjallað um gildi umhverfis og náttúru, umgengi um náttúruna og óafturkræfar framkvæmdir.
  • Í eðlisfræði er fjallað um orkugjafa og virkjanir og umhverfisáhrif virkjanaframkvæmda. Reynt að meta jákvæðar og neikvæðar afleiðingar af hverjum virkjanakosti . Möguleikar til orkuvinnslu í framtíðinni og reynt að meta hvernig framtíðarsýnin í orkumálum gæti litið út. Vetni sem orkugjafi og tæknileg vandamál sem eru þar í veginum. Vistvænir og óvistvænir orkugjafar, afleiðingar óheftrar notkunar jarðefnaeldsneytis og ábyrgð okkar gagnvart komandi kynslóðum.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur læri erlend tungumál. Tungumálakunnátta er lykill að upplýsingum og gefur aðgengi að faglegu efni á erlendum tungumálum. Hún er ein af forsendum þess að geta átt farsæl samskipti og samvinnu við einstaklinga af öðru þjóðerni. Lögð er áhersla á erlend samskipti og að sem flestum nemendum bjóðist að taka þátt í nemendaskiptaverkefnum erlendis.
  • Í dönskunámi er kappkostað að allir nemendur auki orðaforða sinn, tjái sig á tungumálinu og fái innsýn í danska menningu og hugsunarhátt.
  • Í enskunámi er lögð rík áhersla á að nemendur öðlist orðaforða sem geri þeim kleift að tileinka sér lesefni í áframhaldandi starfi eða námi og átt innihaldsrík samskipti á ensku sem einkennast af háttvísi og virðingu. Þeir geti beitt ensku án vandræða og geti tekið þátt í umræðum og rökræðum. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita rithefðum sem við eiga í texta, með inngangi, vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlagi. . Í áföngum á öðru og þriðja þrepi fer kennsla fram á ensku og þar er lögð áhersla á sérhæfða fræðilega texta og hlustunarefni.
  • Í hvort sem er þýsku- eða spænskuáföngum eru nemendur þjálfaðir í að tjá sig munnlega og skriflega með það að markmiði að auka sjálfstraust þeirra til að nota tungumálið við mismundandi tækifæri.
Heilbrigði:
  • Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er heilsueflandi framhaldsskóli og í skólastarfinu öllu er lögð áhersla á heilsusamlegan lífsstíl. Allir nemendur á stúdentsbrautum taka 8 framhaldsskólaeiningar tengdar íþróttum, heilsu og skyndihjálp og læra þannig að bera ábyrgð á eigin heilsu.
  • Í íþróttum er unnið að því að nemendur geri hreyfingu og þátttöku í íþróttum að hluta af daglegu lífi sínu og auki þannig lífsgæði sín. Þeir fá fræðslu um mataræði, mikilvægi hreyfingar og svefns og skaðsemi vímuefna og lyfja.
  • Í ensku eru lesnir textar sem tengjast heilsu og heilbrigðum lífsháttum.
  • Í líffræðinámi er umfjöllun um líkamlega heilsu og heilsu umhverfisins stór þáttur.
  • Í efnafræði er fjallað um mengunarefni í náttúrunni.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Skólinn leggur mikla áherslu á að efla læsi, samskiptahæfni og tjáningu nemenda í öllu námi. Nemendur þjálfast í læsi, tjáningu og samskiptum í alls kyns verkefnavinnu og verkefnaskilum í ræðu og riti að auki þurfa þeir að að rökstyðja skoðanir og niðurstöður.
  • Í öllum íslenskuáföngum þjálfast nemendur í læsi, þurfa að gera grein fyrir skoðunum sínum og taka þátt í samræðum. Eftir því sem ofar dregur verður mál nemenda blæbrigðaríkara, orðaforði fjölbreyttari og bygging og frágangur texta markvissari.
  • Í félagsgreinum og sögu eru læsi og tjáning í forgrunni og lögð áhersla á lestur og skilning fræðilegra texta og áhersla lögð á blæbrigðaríkt ritað mál.
  • Í öllum söguáföngum er læsi og tjáning í forgrunni og mikið lagt upp úr góðum textaskilningi, tjáningu og hópvinnu.
  • Í raungreinaáföngum læra nemendur að lesa úr línuritum og myndrænum upplýsingum. Þá þjálfast þeir í að setja texta fram á skýran og greinilegan hátt þannig að hver liður verkefnis sé útskýrður áður en tekið er til við þann næsta.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Nemendur taka þátt í að móta skólastarfið með ýmsum hætti. Þannig er stuðlað að því að gera nemendur virka og meðvitaða um að móta samfélag sitt. Forsvarsmenn nemendafélagsins sitja í skólaráði og eiga þannig þátt í ákvarðanatöku um ýmis málefni. Tvisvar á ári eru haldnir skólafundir sem allir nemendur skólans taka þátt í. Á þeim er leitað eftir skoðunum nemenda á ýmsu sem tengist skólahaldinu og úrbætur gerðar í framhaldinu eftir þeirra ábendingum. Auk þess er beitt lýðræðislegum kennsluaðferðum og nemendur hafðir með í ráðum við val á námsefni og kennsluaðferðum.
  • Í grunnáfanga félagsvísinda sem allir nemendur á náttúruvísindabraut taka er markmið að auka þekkingu nemenda á samfélaginu og félagslegu umhverfi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindum.
  • • Í verklegum tímum reynir oft á lýðræðið þegar nemendur vinna saman og samnýta tæki.