Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Fata- og textílbraut (Staðfestingarnúmer 121) 15-121-3-7 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Námi á fata-og textílbraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum og listgreinum með áherslu á fata- og textílgreinar. Auk bóklegra greina eru meðal kennslugreina á brautinni: tíska, textíll, hugmyndavinna, lista- og hönnunarsaga, kennsla á hönnunarforrit, tískuteikningar, fatasaumur, prjón, hekl vefnaður, litun, þæfing og útsaumur. Námið veitir góðan undirbúning fyrir háskólanám í listgreinum, fatahönnun og menntunarfræðum. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með stúdentsprófi.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.
Skipulag: Nám á Fata-og textílbraut er hvort tveggja bóklegt og verklegt og fer fyrst og fremst fram í skólanum. Á brautinni er lögð áhersla á góða almenna menntun, traustan grunn í kjarnagreinunum þremur, íslensku, ensku og stærðfræði og sérhæfingu í fata-, list-, og textílgreinum.
Námsmat Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti og er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi annar skal nemendum kynnt námsáætlun, námsmarkmið og tilhögun námsmats í hverjum áfanga.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki 33-34 framhaldsskólaeiningum á önn. Lokavitnisburður skal vera í heilum tölum á bilinu 1-10 og lágmarkseinkunn til að standast áfanga er 5. Nánari reglur um námsframvindu, frávik frá henni og skólasókn má finna í skólanámskrá skólans.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • gera sér grein fyrir samfélagslegri og siðferðilegri ábyrgð sinni í lýðræðisþjóðfélagi.
  • taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi.
  • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám og nýta styrkleika sína.
  • taka þátt í samræðu og samvinnu á jafnréttisgrunni og án fordóma.
  • efla sjálfsmynd sína og styrkleika.
  • beita gagnrýnni hugsun.
  • hafa góð tök á íslensku máli í ræðu og riti.
  • geta nýtt sér þau erlendu tungumál sem hann hefur lagt stund á.
  • skilja menningu, siði og sögu þeirra erlendu málsamfélaga sem hann hefur lært um.
  • nota upplýsingatækni á ábyrgan hátt.
  • afla sér upplýsinga, meta þær, vinna úr þeim og túlka þær.
  • vinna markvisst í hópi, bæði í námi og starfi.
  • taka þátt í samræðu og samvinnu á jafnréttisgrunni og án fordóma.
  • efla sjálfsmynd sína og styrkleika.
  • beita gagnrýnni hugsun.
  • vera skapandi og frumlegur í námi og starfi.
  • geta borið saman mismunandi stefnur og strauma í hönnun.
  • hanna, teikna og útfæra snið á fatnaði eftir eigin teikningum.
  • þekkja muninn á mismunandi textíltrefjum og geta greint þær.
  • meta styrk sinn í textílhönnun og aðferðum textíls og koma auga á hagnýtingu menntunar sinnar.
  • vera ábyrgur fyrir eigin verki/um, rökstyðja niðurstöður sínar og sýna fram á rannsóknarvinnu og ígrundun meðan vinnuferli stendur yfir.
  • takast á við frekara nám í fata-og textílgreinum og öðrum tengdum greinum.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kjarni fata og textílgreina
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Þriðja mál
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið áfangaval

2 af 11
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 2 af 11

Bundið áfangaval

6 af 12
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 6 af 12

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val á brautinni er 2 einingar. Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi. Mikilvægt er að nemendur dýpki sig í ákveðnum greinum til að vera betur í stakk búnir að takast á við frekara nám og mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Í skólanum reynir á þessa þætti í fjölmörgum áföngum brautarinnar. Nemendur læra að afla gagna, flokka, vinna úr, nota og miðla upplýsingum á gagnrýninn hátt.
  • Í stærðfræði er lögð áhersla á að nemendur læri talnameðferð.
  • Í raungreinum er er framsetning og túlkun upplýsinga og lestur gagna úr töflum og línuritum æfð. Þá er gerð krafa um að nemendur læri að fara með kort, talnagögn, beiti jöfnum og læri að lesa úr þeim.
  • Í tungumálanámi eru nemendur látnir vinna með erlenda gjaldmiðla, breytilegan hnattrænan tíma og skipuleggja ferðalög sem allt tengist samskiptum með tölur og upplýsingar.
  • Í séráföngum fata- og textílbrautar er mikið unnið með málsetningar og magntölur. Nemendur læra hlutfallareikning í teikningu, um stærðir og máltöku í sníðagerð og efnismagn í fatasaum. Þá læra þeir að reikna út prjónafestu, að stækka og minnka uppskriftir, um helstu mælieiningar í litun og þrykki og þráðafjölda í vefnaði svo eitthvað sé nefnt.
Námshæfni:
  • Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í námi og vinnubrögðum. Þeir eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim. Kennsluaðferðir eru margvíslegar og fjölbreyttar og reyna á þekkingu, leikni og hæfni. Það sama má segja um námsmat. Þá eru nemendur hvattir til að nýta styrkleika sína í námi.
  • Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir og að nemendur kynnist fjölbreyttum vinnubrögðum í margvíslegum viðfangsefnum. Bóklegt nám er fjölbreytt og byggist upp á fyrirlestrum, hópvinnu, umræðum, vettvangsferðum og margs konar æfingum.
  • Í öllum íslenskuáföngum þurfa nemendur að að þjálfa hæfni sína m.a. með að skrifa skýran texta, beita málinu á fjölbreyttan hátt, tjá rökstudda afstöðu, draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun og flytja fyrirlestra.
  • Í dönsku, spænsku og þýsku vinna nemendur með sjálfsmatsramma sem er til þess fallinn að þeir sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og meti stöðugt eigið vinnuframlag.
  • Í séráföngum fata- og textílbrautar er verkefnum beint inn á áhugasvið nemenda eins og kostur er með vali á viðfangsefnum. Þá fá nemendur uppbyggilega gagnrýni á verkefni sín og læra að vinna úr henni. Eins fara nemendur í vettvangsheimsóknir í fyrirtæki, stofnanir og í safnaheimsóknir þar sem þeir fá kynningar og fyrirlestra.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Margt í skólastarfinu flokkast undir skapandi starf s.s þátttaka nemenda í skóla- og félagslífi. Í mörgum námsgreinum reynir einnig á skapandi hugsun og hagnýtingu þekkingar.
  • Nemendur á Fata-og textílbraut skila t.d. verkefnum með ýmsum hætti, s.s. verklegum verkum, vinnubókum, skriflegum æfingum, ritgerðum, myndböndum, veggspjöldum og fyrirlestrum.
  • Nemendur á Fata-og textílbraut taka áfanga í sköpun og þar reynir sköpunarferlið á frumkvæði, ígrundun og gagnrýna hugsun.
  • Í lokaverkefni velur nemandi sitt sérsvið og þar reynir á hagnýtingu þekkingar, rökstuðning skapandi hugsun, listræna hæfileika og handverk.
Jafnrétti:
  • Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er ekki gert upp á milli nemenda og allir fá tækifæri til að þroska hæfileika sína. Boðin er stoðkennsla fyrir þá nemendur sem þurfa, aðstoð í námsveri og aðstoð á prófatíma. Í skólanum starfar jafnréttisnefnd sem hefur sett sér jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun og fylgist jafnframt með að þeim sé fylgt.
  • Í félagsvísindum er lögð áhersla á að nemendur dýpki skilning skilning sinn á skipulagi samfélagsins og verði færir um að taka virkan þátt í umræðum um samfélagsleg viðfangsefni og geti myndað sér eigin skoðanir með gagnrýnið viðhorf að leiðarljósi.
  • Í sagnfræði er í öllum áföngum fjallað um jafnrétti jafnt sem misrétti bæði félagslegt og kynbundið á ýmsum tímum.
  • Í íslenskuáföngum er lögð áhersla á að gera hlut kvenna sýnilegan, en einnig á jafnrétti í víðasta skilningi orðsins. Leitast er við að skapa umræður um jafnrétti kynjanna og jafnrétti þjóðfélagshópa.
  • Í öllum erlendum málum eru lesnir textar sem tengjast bæði jafnrétti kynjanna og jafnrétti í sinni víðustu mynd og horft á myndefni sem hvetur til samræðna um jafnréttismál.
Menntun til sjálfbærni:
  • Í öllu skólastarfinu er lögð áhersla á sjálfbærni og sjálfbæra hugsum. Lögð er áhersla á skilning á þeim takmörkunum sem vistkerfi jarðar setur manninum, jöfnuð innan og milli kynslóða, skynsamlega nýtingu auðlinda og sanngjarna skiptingu þeirra. Haft er að leiðarljósi að auka skilning á sameiginlegri ábyrgð á framtíð mannkyns á jörðinni.
  • Í erlendum tungumálum eru lesnir textar um umhverfismál og endurvinnslu.
  • Í íslensku skrifa nemendur stuttar rökfærsluritgerðir þar sem lögð er áhersla á að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélagi sínu og umhverfi.
  • Í raungreinanámi er fjallað um helstu auðlindir náttúrunnar og nýting þeirra kynntar. Fjallað er um takmörk jarðar og sameiginlega ábyrgð mannkyns varðandi framtíðina, fjallað er um óafturkræfar framkvæmdir, sjálfbæra þróun, vistvæna orkugjafa, vistvæna matvælaframleiðslu, vistspor, vatnsnotkun og gróðurhúsaáhrif.
  • Í séráföngum fata- og textílbrautar er fjallað um framleiðsluaðferðir fataiðnaðarins sem gengur oft á auðlindir jarðar. Þá er fjallað um efniskostnað og nemendum tamið að fara vel með efni og allir nemendur gera endurvinnsluverkefni
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur læri erlend tungumál. Tungumálakunnátta er lykill að upplýsingum og gefur aðgengi að faglegu efni á erlendum tungumálum. Hún er ein af forsendum þess að geta átt farsæl samskipti og samvinnu við einstaklinga af öðru þjóðerni. Lögð er áhersla á erlend samskipti og að sem flestum nemendum bjóðist að taka þátt í nemendaskiptaverkefnum erlendis.
  • Í dönskunámi er kappkostað að allir nemendur auki orðaforða sinn, tjái sig á tungumálinu og fái innsýn í danska menningu og hugsunarhátt.
  • Í enskunámi er lögð rík áhersla á að nemendur öðlist orðaforða sem geri þeim kleift að tileinka sér lesefni í áframhaldandi starfi eða námi og átt innihaldsrík samskipti á ensku sem einkennast af háttvísi og virðingu. Þeir geti beitt ensku án vandræða og geti tekið þátt í umræðum og rökræðum. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita rithefðum sem við eiga í texta, með inngangi, vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlagi. Í áföngum á öðru og þriðja þrepi fer kennsla fram á ensku og þar er lögð áhersla á sérhæfða fræðilega texta og hlustunarefni.
  • Í hvort sem er þýsku- eða spænskuáföngum eru nemendur þjálfaðir í að tjá sig munnlega og skriflega með það að markmiði að auka sjálfstraust þeirra til að nota tungumálið við mismundandi tækifæri.
  • Í séráföngum fata- og textílbrautar nota nemendur fagorðaforða á ensku og dönsku til að leita sér upplýsinga.
Heilbrigði:
  • Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er heilsueflandi framhaldsskóli og í skólastarfinu öllu er lögð áhersla á heilsusamlegan lífsstíl. Allir nemendur á stúdentsbrautum taka 8 framhaldsskólaeiningar tengdar íþróttum, heilsu og skyndihjálp og læra þannig að bera ábyrgð á eigin heilsu.
  • Í íþróttum er unnið að því að nemendur geri hreyfingu og þátttöku í íþróttum að hluta af daglegu lífi sínu og auki þannig lífsgæði sín. Þeir fá fræðslu um mataræði, mikilvægi hreyfingar og svefns og skaðsemi vímuefna og lyfja.
  • Í öllum erlendum málum eru lesnir textar sem tengjast heilsu og heilbrigðum lífsháttum.
  • Í líffræði er umfjöllun um líkamlega heilsu og heilsu umhverfisins stór þáttur.
  • Í efnafræði er fjallað um mengunarefni í náttúrunni.
  • Í áföngum á brautinni eru nemendur látnir nota hlífðarbúninga og fræddir um vinnustellingar.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Skólinn leggur mikla áherslu á að efla læsi, samskiptahæfni og tjáningu nemenda í öllu námi. Nemendur þjálfast í læsi, tjáningu og samskiptum í alls kyns verkefnavinnu og verkefnaskilum í ræðu og riti. Þá þurfa nemendur að rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður í margs konar verkefnaflutningi.
  • Í öllum íslenskuáföngum þjálfast nemendur í læsi, þurfa að gera grein fyrir skoðunum sínum og taka þátt í samræðum. Eftir því sem ofar dregur verður mál nemenda blæbrigðaríkara, orðaforði fjölbreyttari, bygging texta og frágangur markvissari.
  • Í félagsgreinum og sögu eru læsi og tjáning í forgrunni og lögð áhersla á lestur og skilning fræðilegra texta og áhersla lögð á blæbrigðaríkt ritað mál.
  • Í öllum söguáföngum er læsi og tjáning í forgrunni og mikið lagt upp úr góðum textaskilningi, tjáningu og hópvinnu.
  • Í raungreinaáföngum læra nemendur að lesa úr línuritum og myndrænum upplýsingum. Þá þjálfast þeir í að setja texta fram á skýran og greinilegan hátt þannig að hver liður verkefnis sé útskýrður áður en tekið er til við þann næsta.
  • Í séráföngum fata- og textílbrautar vinna nemendur ritgerðir og kynna verkefnis sín. Þá er þjóðmenningarsögunni gerð góð skil. t.d. sögu íslenska þjóðbúningsins.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Nemendur taka þátt í að móta skólastarfið með ýmsum hætti. Þannig er stuðlað að því að gera nemendur virka og meðvitaða um að móta samfélag sitt. Forsvarsmenn nemendafélagsins sitja í skólaráði og eiga þannig þátt í ákvarðanatöku um ýmis málefni. Tvisvar á ári eru haldnir skólafundir sem allir nemendur skólans taka þátt í. Á þeim er leitað eftir skoðunum nemenda á ýmsu sem tengist skólahaldinu og úrbætur gerðar í framhaldinu eftir þeirra ábendingum. Auk þess er beitt lýðræðislegum kennsluaðferðum og nemendur hafðir með í ráðum við val á námsefni og kennsluaðferðum.
  • Í grunnáfanga félagsvísinda sem allir nemendur á náttúruvísindabraut taka er markmið að auka þekkingu nemenda á samfélaginu og félagslegu umhverfi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindum.
  • Í áföngum á 1. þrepi er lögð áhersla á verkefnavinnu í kennslustundum. Á 2. og 3. þrepi eykst svo áhersla á heimanám.
  • Í öllu tungumálanámi gildir að vinna að hópverkefnum eykur samábyrgð. Auk þess er gagnrýnin hugsun þjálfuð í gegn um bókmenntatexta á ýmsum tungumálum.