Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Kvikmyndabraut (Staðfestingarnúmer 357) 18-357-2-3 framhaldsskólapróf hæfniþrep 2
Lýsing: Brautin er 120 einingar og lýkur með framhaldsskólaprófi á 2. hæfniþrepi. Meginmarkmið brautarinnar eru að búa nemendur undir frekara nám í kvikmyndagerð og skyldum greinum, s.s. fjölmiðlafræði, grafískri hönnun og auglýsingagerð. Á brautinni er lögð áhersla á fjölbreytni í kvikmyndagreinum s.s. kvikmyndarýni, handritsgerð, sviðshönnun og lýsingu, kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu og hljóðsetningu. Einnig er lögð áhersla á samvinnu við atvinnulífið, einkum við starfandi framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á brautina er að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi eða sambærilegu prófi. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð a.m.k. hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps fornámi í þessum greinum
Skipulag: Í brautarkjarna eru 60 einingar og í almennum greinum 57 einingar. Frjálst val er 3 einingar. Námstími er 2 ár ef miðað er við námsframvindu 30 einingar á önn. Bóklegi hluti námsins fer fram í húsnæði skólans en verklegi þátturinn er kenndur á tökustað og í klippirými, undir leiðsögn fagaðila.
Námsmat Á brautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar kennslu- og námsmatsaðferðir. Að öðru leyti vísast til ákvæða í skólanámskrá um námsmat.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Til að útskrifast af brautinni þarf nemandi að ljúka 120 einingum. Lágmarkseinkunn til að ljúka áfanga er 5. Kröfur um skólasókn eru tíundaðar í skólanámskrá.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • þekkja helstu grunnatriði kvikmyndagerðar og færni og leikni til að nýta þá þekkingu í starfi aðstoðarmanns sérhæfðra kvikmyndagerðarmanna.
  • að rita handrit að stuttri kvikmynd ásamt tökuáætlun og útdrætti á efni myndarinnar
  • framkvæma alla helstu verkþætti kvikmyndaupptöku, klippingar og lokafrágang samkvæmt námsferilsbók.
  • geta með sjálfstæðum vinnubrögðum lagt mat á og skipulagt einstaka verkferla i kvikmyndagerð.
  • kunna skil á helstu hugtökum og tækjum sem notuð eru við upptöku kvikmyndaefnis á tökustað innan húss og utandyra.
  • hafa þekkingu, færni og vald á að vinna ítarefni, kynningarefni, útdrátt og stiklur fyrir styttri kvikmyndaverk fyrir kvikmyndahátíð.
  • hafa þekkingu og vald á að gera tökuáætlun að kvikmyndaverki og færni og leikni til að skila því til þeirra fagaðila er þurfa að vinna eftir tökuáætlun á tökustað
  • hafa þekkingu á uppröðun kvikmyndaefnis í klippiforriti og færni og leikni til að skila því sem kvikmyndaverki í formi stuttmynda, heimildarmynda, frétta eða auglýsinga.
  • hafa þekkingu og vald á góðri umgengni á tökustað og við frágang og viðskilnað eftir að kvikmyndatökum er lokið.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

120  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Almennur kjarni 2. þrep
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Brautakjarni 2. þrep
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val er 3 einingar. Val nemenda skal fara fram í samráði við námsráðgjafa og deildarstjóra.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að í öllum áföngum brautarinnar er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í að afla tölulegra upplýsinga um hvaðeina sem tengist starfi kvikmyndagerðafólks.
  • með því að í stærðfræði er lögð áhersla á að nemendur læri að lesa úr og nýta sér til gagns tölulegar upplýsingar
  • með því að í upplýsingatækni læra nemendur að afla gagna, flokka, vinna úr, nota og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt
  • með því að í kvikmyndagerð eru nemendur þjálfaðir í að vinna með tölulegar upplýsingar, m.a. í tökum og klippingu
  • með því að í fjármálalæsi vinna nemendur með tölulegar upplýsingar
Námshæfni:
  • með því að á brautinni þróa nemendur með sér nauðsynlega námshæfni og sjálfstæð vinnubrögð til að geta undirgengist frekara nám.
  • með því að á brautinni læra nemendur að nota fjölbreyttar námsaðferðir og gögn. Nemendur lesa texta, leysa dæmi, leysa gagnvirk verkefni, vinna verklegar æfingar og skrifa skýrslur
  • með því að á brautinni fá nemendur tækifæri til að beita þekkingu sinni, leikni og getu til að glíma við fjölbreytt verkefni
  • með því að einkunnarorð skólans eru vinnusemi, virðing og vellíðan en í því felst meðal annars að nemendur temja sér vinnusemi þegar þeir takast á við margvísleg verkefni og efla þannig með sér sjálfsþekkingu og trú á eign getu
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með því að á brautinni er lögð áhersla á að nemendur geti tekist á við verkefni þar sem skapandi hugsun og frumleiki fær að njóta sín
  • með því að í skólastarfinu eru nemendur hvattir til að njóta lista og menningar innan sem utan skólans, m.a. með því að sækja viðburði á vegum skólans, með heimsóknum til annarra skóla og með menningarferðum vítt og breitt um landið
  • með því að í íslensku vinna nemendur skapandi verkefni þar sem þeir eru hvattir til að vera frumlegir og að hagnýta þekkingu sína við úrvinnslu verkefnanna
  • með því að í upplýsingatækni kynnast nemendur leiðum til að miðla upplýsingum með skapandi hætti
  • með því að í ensku vinna nemendur viðamikil ritunarverkefni sem veita tækifæri til að sýna frumkvæði, ígrunda og nálgast verkefni með gagnrýninni hugsun
  • með því að í félagsstarfi fást nemendur við ýmis skapandi störf svo sem leiklist, hópastarf í opnum dögum þegar hefðbundið skólastarf er brotið upp, skrif í skólablaðið, leiklist, söngkeppni, menningarkvöld, undirbúning árshátíðar o.m.fl.
  • með því að í handritsgerð reynir á skapandi hugsun nemenda
  • með því að í kvikmyndatöku er gert ráð fyrir að nemendur nálgist verkefni sín með skapandi hugsun
Jafnrétti:
  • með því að á brautinni er lögð áhersla á jafnan rétt og tækifæri kynja til náms á námsbrautinni og aðgengi að starfsþjálfun
  • með því að á námsbrautinni er lög áhersla á jafnt aðgengi að kennurum og öðru starfsfólki skólans óháð búsetu og efnahag.
  • með því að á námsbrautinni er lögð áhersla á jöfn réttindi nemenda til sveigjanlegs námsumhverfis, aðgengi að námi, kennslu og kennsluefni óháð búsetu, félagslegri stöðu, efnahag, aldri, kyni, kynhneigð, búsetu, efnahag trúarbrögðum, þjóðerni eða litarhætti.
  • með því að í sögu er lögð áhersla á virka þátttöku nemenda, þjálfun í hlustun og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum, umburðarlyndi og umhyggju óháð kyni, kynhneigð, litarhætti, búsetu, efnahag, trúarbrögðum og félagslegri stöðu.
  • með því að í áföngum er lögð áhersla á verkefni sem tengjast jafnri þátttöku karla og kvenna í störfum kvikmyndagerðafólks, auk verkefna sem miða að því að forðast staðalímyndir.
  • með því að í mörgum námsgreinum vinna nemendur saman að verkefnum en slík vinna gerir kröfu um að nemendur sýni hver öðrum virðingu
  • með því að í ensku kynnast nemendur ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað
  • með því að í félagsstarfi er lögð áhersla á þátttöku óháð kyni, meðal annars í stjórn nemendafélagsins
  • með því að einkunnarorð skólans eru vinnusemi, virðing og vellíðan en í því felst meðal annars að nemendur og kennarar bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að á námsbrautinni er lögð áhersla á að hlúa að góðu samstarfi við atvinnulífið bæði í nær- og fjærumhverfi s.s. kvikmyndaframleiðslufyrirtæki, fjölmiðlafyrirtæki og önnur fyrirtæki í tengdri starfsemi með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi.
  • með því að í kvikmyndagerð er lögð áhersla á ábyrgð og virðingu fyrir náttúrunni s.s. hvað varðar umgengni á tökustað, frágang, endurvinnslu og umhverfisvitund almennt.
  • með því að í verkefnavinnu í dönsku er markvisst unnið með grunnþættina og þar vinna nemendur verkefni sem tengjast þeim, meðal annars um sjálfbærni
  • með því að í sögu er lögð áhersla á að nemendur læri að bera virðingu fyrir mannréttindum og umhverfi sínu
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að í skólanum er vaxandi áhersla á erlend samskipti og nemendur eru hvattir til að taka þátt í verkefnum sem fela í sér samskipti við nemendur annarra landa
  • með því að í dönsku öðlast nemendur leikni í að hlusta á danskt mál og skilja meginmál t.d. í fréttum og í leiknu efni. Nemendur öðlast jafnframt leikni til að lesa sér til gagns texta um margvísleg málefni. Einnig er lögð áhersla á að nemendur verði færir um að tjá hugsanir sínar á dönsku, skriflega og munnlega með skapandi hætti.
  • með því að í ensku er áhersla lögð á lestur fræðilegra texta með það að markmiði að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur eru þjálfaður í að tjá sig skýrt í riti og rökstyðja skoðanir sínar.
Heilbrigði:
  • með því að í íþróttum er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér almenna líkams- og hollusturækt
  • með því að í skólanum er lögð áhersla á að markvissar aðgerðir og forvarnir gegn ávana- og fíkniefnum s.s með því að vinna að forvörnum beint í kennslu áfanga, forvarnardegi, eflingu fræðslu til nemenda og foreldra og skýrum reglum hvað varðar brot.
  • með því að í félagsstarfi er lögð áhersla á jákvæða og heilbrigða samskiptahætti og félagslega virkni
  • með því að skólinn er heilsueflandi skóli þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði
  • með því að einkunnarorð skólans eru vinnusemi, virðing og vellíðan en í því felst meðal annars að nemendur temja sér holla lífshætti
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Í verklegri starfsþjálfun er unnið með hugtakið læsi á margvíslegan hátt. Nemendur fá m.a þjálfun í lestri skýrslna og að tjá sig um fagleg málefni greinarinnar bæði í rituðu og töluðu máli sem og þjálfun á tól og tæki er notuð eru á vinnustað.
  • með því að í íslensku þurfa nemendur að gera grein fyrir skoðunum sínum og taka þátt í samræðum. Í íslenskunámi þjálfast nemendur í að koma máli sínu á framfæri í ræðu og riti. Mál þeirra verður með tímanum blæbrigðaríkara og orðaforði fjölbreyttari.
  • með því að Í verklegri starfsþjálfun er unnið með hugtakið læsi á margvíslegan hátt. Nemendur fá m.a þjálfun í lestri skýrslna og að tjá sig um fagleg málefni greinarinnar.
  • með því að í íslensku þjálfast nemendur í öflun og úrvinnslu heimilda um sérhæfð efni og nýta sér upplýsingatækni við verkefnavinnu
  • með því að í skólanum er áhersla lögð á verkefnavinnu þar sem reynir á alla þætti læsis, tjáningar og samskipta
  • með því að í áföngum brautarinnar eru nemendur virkjaðir til taka virkan þátt í umræðum í kennslustundum
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að á brautinni er lögð áhersla á rétt einstaklinga til náms og kennslu óháð aldri, búsetu, efnahag, fötlun, kyni, kynhneigð, litarhætti, lífsskoðunum, menningu, ætterni eða þjóðerni.
  • með því að á námsbrautinni er lögð áhersla á að virða og hlusta á skoðanir og lífsgildi samnemenda, kennara, leiðbeinenda og annars starfsfólks óháð kyni, kynferði, búsetu, efnahag, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum og félagslegri stöðu.
  • með því að í sögu er fjallað um þróun lýðræðis
  • með því að í skólanum er stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi t.d. með því að leita eftir viðhorfum þeirra til ákveðinna þátta í þeim tilgangi að bæta skólastarfið. Á hverri önn er kennslukönnun lögð fyrir nemendur þar sem þeir láta í ljós álit sitt á skipulagi og innihaldi áfanga, námsefni og kennsluháttum. Reglulega eru lagðar fyrir þá viðhorfskannanir um afmarkaða þætti og niðurstöðurnar notaðar til þess að bæta það sem betur má fara. Nemendur eiga fulltrúa bæði í skólaráði og skólanefnd og leggja þannig sitt af mörkum við stjórnun skólans.