Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1337687290

  Tölvugrafík og tölvuleikir
  STÆR3LE05
  23
  stærðfræði
  tölvugrafík og tölvuleikir
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áfanginn er fyrir nemendur á náttúrufræðibraut og aðra sem hafa áhuga. Hvernig er hægt að lýsa staðsetningu og hreyfingu hluta með nákvæmum hætti? Hvernig eru grafísk kvik líkön (eins og tölvuleikir) sett upp í tölvu? Það að svara þessum spurningum, er að skapa stærðfræði. Nokkur stærðfræðileg hugtök sem koma við sögu eru hnitakerfi, vigrar, færslur, ferlar, föll, fylki og rakning. Unnið verður í forritunarmálinu Processing, og nemendur eiga að búa til sinn eigin tölvuleik (eða alvarlegt grafískt líkan). Kennslufyrirkomulag - kennsluaðferðir: Hópvinnutímar með umræðum og stuttum fyrirlestrum, þar sem áhersla er lögð á að kryfja efnið til að dýpka skilning. Nemendur vinna verkefni frá kennara saman í hóp eða einir eins og hverjum hentar en skila sjálfstæðum verkefnum. Lokaafurðin er tölvuleikur sem verður til smátt og smátt eftir því sem líður á áfangann og verður tölvuleikurinn uppistaðan í námsmatinu.
  STÆR2LÆ05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvernig tvívíð kvik tölvugrafík er venjulega skipulögð með hnitakerfi og færslum
  • helstu eiginleikum vigra
  • helstu eiginleikum tvívíðra færslna og hvernig þær eru settar fram með fylkjum
  • flæði forrita með rökskilyrðum
  • ýmsum föllum og ferlum og stikaformi þeirra
  • hvernig nota má eðlisfræðilögmál til að gera sannfærandi hreyfimyndir.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita vigrum, færslum, ferlum og föllum til að búa til hreyfimyndir í tölvum
  • tjá sig og útskýra hvernig það er gert.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • búa til og útskýra sinn eigin tölvuleik (eða alvarlegt grafískt líkan).
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.