Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1329208681

  Kenningar og samfélag
  FÉLA2SK06
  6
  félagsfræði
  kenningar, samfélag
  Samþykkt af skóla
  2
  6
  Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur geti beitt félagsfræðilegum kenningum á tiltekna þætti í samfélaginu. Lögð verður áhersla á að nemendur velti fyrir sér mannréttindum, jafnrétti, frávikum, samskiptum og lagskiptingu samfélagsins.
  Að nemandi hafi lokið áfanganum FÉLA2AK06
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu kenningum og frumkvöðlum félagsfræðinnar
  • helstu tegundum frávika og afbrota og viðbrögðum samfélagsins gagnvart afbrotamönnum
  • ólíkum boðskiptaháttum, allt frá netsamskiptum til munnlegra boðskipta
  • geri sér grein fyrir því hvað felst í almennum mannréttindum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita kenningum í félagsfræði á frávik, mannréttindi, lagskiptingu og boðskipti
  • beita félagsfræðilegu innsæi á samfélag sitt
  • tjá kunnáttu sína á munnlegan og skriflegan hátt
  • eiga samstarf og samskipti við aðra
  • skynja hvenær mannréttindabrot eiga sér stað
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • kynna sér ofan í kjölinn tiltekið félagsfræðilegt rannsóknarefni
  • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra á gagnrýninn hátt
  • beita félagfræðilegum kenningum á tiltekna þætti samfélagsins
  Rannsóknarverkefni (20%) Kafla- og lokapróf (30%) Verkefnavinna (40%) Frammistöðumat (10%)