Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1352456467

  Þjóðhagfræði
  HAGF2ÞJ05
  3
  hagfræði
  þjóðhagfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni hagfræðinnar. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helztu hagstærðir þjóðarbúsins og tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslenzku efnahagslífi. Kynnt er margvísleg framsetning á hagfræðilegu efni. Nemendur fá þjálfun í að lesa úr línuritum og innsýn í notkun vísitalna, hlutfallareiknings og fleiri algengra aðferða við vinnslu á hagfræðilegum upplýsingum. Nemendur noti Netið til öflunar upplýsinga í áfanganum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni sem tengjast íslenzku efnahagslífi og taka þátt í umræðum um valin efni.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hagfræði sem fræðigrein, meginviðfangsefnum og grundvallarspurningum
  • mismunandi hagkerfum og hlutverki þeirra
  • lögmálum markaðarins, framboði og eftirspurn. Verðmyndun og launamyndun á markaði
  • hlutverki og umsvifum hins opinbera í hagkerfinu
  • hlutverki seðlabanka, milliríkjaviðskipum, gengismálum, verðbólgu og atvinnuleysi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • reikna og teikna jafnvægi á markaði e. gefnum jöfnum framboðs og eftirspurnar og meta niðurstöður slíkra verkefna
  • reikna verðteygni
  • reikna atvinnuleysisprósentu
  • reikna hagvöxt og verðbólgustig
  • reikna þjóðhagstærðir svo sem lands- og þjóðarframleiðslu, fjárfestingu og sparnað og skyldar þjóðhagsstærðir
  • reikna hlutfallslega yfirburði í milliríkjaviðskiptum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leggja mat á upplýsingar um efnahagsmál og sótt þær á Netið
  • taka þátt í upplýstri umræðu um efnahagsmál og tengt þær við efni áfangans
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.