Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1352453865

  Rekstrarhagfræði
  HAGF1RE05
  2
  hagfræði
  rekstrarhagfræði, rekstur fyrirtækja
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Byrjunaráfangi um rekstur fyrirtækja og umhverfi þeirra. Grunnatriði hagfræðinnar, mismunandi efnahagsheildir. Nemendur öðlist yfirsýn yfir fyrirtæki sem efnahagsheild og hvernig það þrífst í samkeppni við önnur fyrirtæki. Nemendur öðlist skilning á eðli og uppbyggingu fyrirtækja með því að skoða innviði svo sem kostnaðarsamsetningu, deildaskiptingu og sölumál og síðan ytra umhverfi fyrirtækis. Flokkun atvinnugreina, starfsgrundvöllur fyrirtækja, stefnumótun og markmiðssetning og kostnaðargreining. Grunnatriði markaðsfræði og bókhalds. Nemendur nýti sér eigin þekkingu úr atvinnulífinu, taki dæmi þaðan og beri saman við námsefnið. Nemendur nýti Netið til upplýsingaöflunar.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grundvallarhugtökum hagfræðinnar, s.s. skorti, vali og fórn
  • helztu framleiðsluþáttum
  • helztu þáttum í umhverfi fyrirtækja og mismunandi áhrifum þeirra
  • hvað ræður staðarvali fyrirtækja - Hagsmunakenningunni
  • rekstrarformi fyrirtækja - skipuriti og dreifingu valds og ábyrgðar
  • helztu kostnaðarhugtökum
  • aðferðum við útreikning framlegðar og rekstrarjafnvægis. Muninum á beinum og óbeinum kostnaði. Helztu hugtökum markaðsfræðinnar
  • grunnhugsun frávikagreiningar við áætlanagerð
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • flokka helztu atvinnugreinar á mismunandi hátt
  • vinna við stefnumótun og markmiðssetningu
  • fjalla um helztu stjórnunarstíla
  • skilja verðmætamyndun í fyrirtækjum og ráðstöfun þeirra
  • skilgreina hugtökin tekjur, kostnaður og afkoma
  • reikna eigið verð afurðar. Fjalla um mikilvægi bókhalds í rekstri
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • útskýra framboð, eftirspurn og jafnvægi á markaði
  • skilgreina starfsgrundvöll fyrirtækja
  • útskýra framleiðslukerfi, skipulag framleiðsluþátta og samræmingu afkastagetu og geti sett þessi atriði fram myndrænt
  • setja fram fjárhagsáætlun og meta gildi hennar fyrir stjórnendur fyrirtækja
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.