Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1353516650

  Þjóðleikur
  LEIK1ÞJ05
  5
  leiklist
  uppsetning á leikverki, þjóðleikur
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Leiklistaráfangi á fyrsta þrepi. Verkefnið er hluti af Þjóðleik á Austurlandi. Hópurinn vinnur 45 mínútna uppsetningu á nýju leikverki sem skrifað er fyrir verkefnið. Nemendur sjá sjálfir um allan leik, tæknivinnu og útlitshönnun sýningarinnar undir stjórn kennara. Tæknifólk áfangans og aðstoðarleikstjórar fara á helgarnámskeið. Áfanganum lýkur með sýningu í lok spannar og þátttöku í leiklistarhátíð Þjóðleiks.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ýmsum þáttum leikhúsvinnu eftir vali hvers og eins, leik, leikstjórn, útlits- eða umgjarðarhönnun
  • grunnþáttum leikritagreiningar
  • fjölbreytni mögulegra uppsetningaraðferða í leikhúsi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna að uppsetningu leikverks í samvinnu við leikstjóra og leikhóp
  • finna leiðir til uppsetningar í samvinnu við aðra í leikhópnum
  • sjá og tileinka sér möguleikana í að sjá mismunandi uppsetningar af sömu leikverkum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna að leiklistartengdum verkefnum sem leikari, aðstoðarleikstjóri, útlits- og/eða hljóðhönnuður
  • hafa gagn að þátttöku í leiklistarhátíðum
  • taka þátt í gagnrýnum umræðum um leikhús
  Nemendur verða metnir út frá mætingu, stundvísi og ástundun í tímum og á æfingum og hvernig þeir leysa af hendi þau verkefni sem þeim eru falin við uppsetningu verksins.