Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1354113573

  Saga fjarlægra slóða
  SAGA3FS05
  13
  saga
  saga fjarlægra slóða
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er fjallað um valda þætti í sögu annarra heimsálfa en Evrópu. Fjallað er um sögu Afríku, þar á meðal nýlenduvæðingu hennar, forn konungsveldi og nútímavæðingu. Í sögu Asíu er m.a. fjallað um fornríki Kínverja, uppgang múslima og áhrif þeirra í mið-Austurlöndum auk nútímasögu svæðanna. Loks verður fjallað um sögu Ameríku fyrir og eftir landnám Evrópumanna. Landnám Evrópumanna verður einnig skoðað í samhengi við sögu Ástralíu, Afríku og Asíu.
  SAGA2MS06
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • tilteknum þáttum í sögu Asíu, Afríku, Ameríku og Ástralíu
  • áhrifum Evrópumanna á sögu svæðanna
  • ólíkum tegundum söguskoðunar
  • tilteknum langsniðum, svo sem jafnrétti, mannréttindum, velferð og sjálfbærni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • velta fyrir sér ólíkum sjónarhornum í söguskoðun
  • greina aðalatriði frá aukaatriðum
  • meta áreiðanleika heimilda
  • nota áreiðanlegar heimildir
  • skoða þróun, afleiðingar og tilhneigingar í sögulegu samhengi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá sig munnlega og skriflega á gagnrýnan hátt um tiltekna þætti áfangans
  • geta greint meginþætti og álitamál
  • geta túlkað og ályktað um tiltekna atburði sögunnar
  • vinna sjálfstætt og í lýðræðislegri samvinnu við aðra á gagnrýninn hátt
  Verkefnavinna: 60% Lokaritgerð: 30% Frammistöðumat: 10%