Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1370529363.98

  Myndmiðlun og grafísk hönnun
  MARG2MI05
  1
  margmiðlun
  grafísk hönnun, myndmiðlun
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum lærir nemandinn hvernig hann getur tjáð hugmyndir sínar myndrænt með ýmiss konar efnum og áhöldum. Kennt er á grafísk áhöld og margs konar efni sem nemandinn getur nýtt sér við vinnu sína. Hann kynnist því hvernig nota á mismunandi hjálpartæki, t.d. myndavélar, myndbandstökuvélar, sjónvarpsskjá, tölvu og tilheyrandi hugbúnað. Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja kynna sér möguleika hönnunar- og myndvinnsluforritanna InDesign og Photoshop eða sambærilegs opins hugbúnaðar. Farið verður yfir helstu möguleika myndvinnsluforritanna jafnframt því sem nemendur leysa verkefni upp á eigin spýtur með aðstoð kennara. Markmiðið er að eftir námskeiðið hafi nemendur fengið nægilega undirstöðuþekkingu til að takast á við tvívíð grafísk hönnunarverkefni s.s. bæklinga, plaköt, bækur ofl. með InDesign og hafi náð tökum á undirstöðuatriðum í myndvinnslu með Photoshop. Kennd eru hagnýt atriði í grafískri útlitshönnun (layout) með forritunum og fjallað er um liti og hvernig hægt er að nota þá til þess að koma ákveðnum boðum til skila í hönnun. Einnig er fjallað um leturgerðir með margs konar merkingar í huga. Unnin er fjöldi verkefna sem miðar að því að þroska myndræna skynjun nemenda, gæðamat og gagnrýna hugsun. Í lokin er eitt lokaverkefni og nemendur hafa frjálsar hendur með að nota hvert það verklag sem hefur verið kynnt, þá eru ýmis jaðartæki kynnt eftir þörfum. Í áfanganum fá nemendur einnig að kynnast ýmsum öðrum myndvinnsluforritum (opnum hugbúnaði svo sem Gimp, Sketch-up, Inksape o.fl.). Ætlast er til að nemendur séu á þessu stigi tilbúnir til að móta sín verkefni sjálfir en fái leiðbeiningar kennara varðandi tæknileg atriði eftir þörfum til að ná fram þeirri tilfinningu eða sýn sem þeir leita eftir. Skil verkefnisins verða á vefsíðu sem nemandi hannar sjálfur. Notast verður við einfaldan opinn hugbúnað til vefsíðugerðar.
  Æskilegt að hafa lokið sjónlistum. Mjög góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnatriðum grafískrar framsetningar
  • helstu atriðum í grafískri útlitshönnun (layout)
  • grunnatriðum í tvívíðri formfræði, litafræði og leturfræði
  • mismunandi áherslum í hönnun fyrir vef eða prentmiðil
  • vefsíðu og hönnunarforritum photshop, indesign (gimp, inkscape)
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • stofna skjal á réttu sniði samkvæmt markmiði
  • sækja aðföng eða búa þau til
  • geta metið hvort myndefni sé vinnanlegt
  • vinna með myndir og texta í hönnunarforritunum Photoshop og Indesign eða sambærilegum opnum hugbúnaði
  • setja upp eigin vefsíðu með eigin verkefnum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta og ákveða rétt vinnulag í hvers kyns myndvinnslu
  • fullvinna verk með viðeigandi hætti til prentunar eða skjásýninga
  • velja viðeigandi forrit til að setja fram og vinna verkefni sín
  • vinna á sjálfstæðan og skapandi hátt með myndvinnsluforrit til framsetningar á eigin hugmyndum og verkum
  • fjalla um eigin verk og hugmyndir, og verk annarra á vitsmunalegan hátt