Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1370622709.8

  Yndislestur
  ÍSLE2YN05
  4
  íslenska
  yndislestur
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn lesi sér til gagns og gamans og þroski bókmenntasmekk sinn. Í áfanganum er lögð áhersla á tengingu lesandans við reynslu hans og þann veruleika sem við lifum í. Kennari og nemandi hafa samráð um val á efni. Í áfanganum reynir á samræður þar sem nemandi ræðir um það sem hann les við kennara. Ekki eru skrifleg verkefni í þessum áfanga.
  Nemandi skal hafa lokið ÍSLENSKU á 1. þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • að bókmenntir eru þroskandi og kenna okkur ýmislegt um lífið
  • að bókmenntir hafa áhrif á hugmyndir okkar
  • að bókmenntir efla menningu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • finna þau atriði í verki sem hafa merkingu fyrir hann sem persónu
  • mynda sér skoðun á persónum, atburðum, sögusviði osfrv
  • hafa bókmenntahugtök í huga við lestur
  • koma skoðun sinni á bókmenntatextanum á framfæri í samræðum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • velja sér það sem hann hefur ánægju af að lesa
  • nýta reynslu sína af lestri til persónulegs þroska
  • setja verk í samhengi við samfélagið sem hann lifir og hrærist í
  • nýta bókmenntir til að móta skoðanir sínar
  • tjá skoðun sína