Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1380124093.87

  Inngangur í rekstrarhagfræði
  HAGF1IR04
  1
  hagfræði
  Inngangur í rekstrarhagfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  Í þessum byrjunaráfanga er fjallað um rekstur fyrirtækja og umhverfi þeirra. Farið er yfir helstu þætti sem varða innra skipulag og ytri aðstæður fyrirtækja. Nemendur kynnast grunnþáttum rekstrarhagfræði. Lögð er áhersla á að nemendur kunni skil á uppbyggingu fyrirtækis sem efnahagsheildar, framleiðsluháttum og starfsgrundvelli, staðarvali, stefnumótun, markmiðssetningu, kostnaðargreiningu og samkeppni. Fjallað er um framleiðslu og afköst, tæki og mannafla, tekjur, kostnað og afkomu. Lögð er áhersla á að nemendur nýti sér þá þekkingu sem þeir hafa af eigin reynslu í atvinnulífinu. Nemendur þurfa að geta nýtt sér netið til upplýsingaöflunar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grundvallarhugtökum rekstrarhagfræði
  • framleiðslu og innra skipulagi
  • rekstraráætlanagerð, fjármögnun og framlegð
  • verðútreikningi afurðar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • útskýra grundvallarhugtök rekstrarhagfræði
  • þekkja grunnþætti framleiðslu og innra skipulags
  • unnið með grunnþætti í rekstraráætlanagerð, fjármögnun og framlegð rekstri fyrirtækja
  • unnið með verðútreikning afurða
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita grundvallarhugtökum hagfræðinnar
  • reikna með einföldum dæmum fjárhagslega afkomu fyrirtækja
  • gera einfalda rekstraráætlun
  • reikna út einföld dæmi um framlegð fyrirtækja