Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1383066038.94

  Fatahönnun I
  TEXT1FA05
  2
  textílhönnun
  fatahönnun
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum læra nemendur grunnatriði í fatasaumi og að vinna á saumavél. Kennsla fer fram í hvernig grunnsnið eru notuð og hvernig einfaldar sniðbreytingar eru gerðar einnig út frá tilbúnum sniðum. Saumaðar eru prufur og einfaldar flíkur. Áhersla er lögð á að nemendur temji sér vönduð vinnubrögð og læri að vinna vöru frá hugmynd til endanlegrar vöru. Í lok annar á nemandi að hafa safnað saman í eina möppu skissum, verkefna- og vinnulýsingum, sniðum, prufum og myndefni, því er mikilvægt að halda vel utan um allt vinnuferli áfangans.
  SJÓN1TE05 eða SJÓN2LF05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • notkun algengustu tegunda saumavéla og geti leyst mismunandi vandamál sem geta komið upp við notkun þeirra
  • ýmsum tækniatriðum á saumavél/overlock með mismunandi prufusaumi
  • að taka líkamsmál og bera þau saman við máltöflur og vinna út frá tilbúnum sniðum
  • að nota grunnsnið og gera einfaldar breytingar s.s. stytta, síkka, víkka og þrengja
  • að skissa sínar eigin hugmyndir og gera sér grein fyrir umfangi og útfærslu hugmyndar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • þekkja útlit og heiti hinna ólíku sniðhluta og geti stuðst við skýringar og leiðbeiningartexta
  • raða sniðhlutum á efni eftir áferð, mynstri og efnisbreidd og kunni skil á sniðmerkingum og saumförum
  • temja sér vönduð vinnubrögð í saumaskap og geti gert vinnulýsingu í orðum og teikningum
  • gera útreikninga á efnismagni eftir efnisbreidd
  • vinna á mismunandi saumavélar og nýta sér tæki og tól sem tilheyra saumaskap
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • átta sig á umfangi og útfærslu á mismunandi sniðum í mismunandi fatnaði
  • greina hvaða efni og aðferð passa viðfangsefninu hverju sinni
  • útfæra snið í einfaldar flíkur eftir eigin hugmyndum og fullgera þær
  • gagnrýna eigin verk og annarra út frá formi,efnisnotkun og aðferðum
  • kunna skil á hugmyndavinnu og upplýsingaöflun í tölvu og öðrum miðlum