Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1385115275.02

  Almenn landafræði
  LANF2NM05(11)
  1
  landfræði
  kort, mannvist, náttúrufar
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  11
  Fjallað er um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Gerð er grein fyrir landnýtingu, breytingum á notkun lands og afleiðingum þess, hvað felst í skipulagi lands og á hvaða stoðum slíkt skipulag hvílir. Fjallað er um samspil loftslags og búsetu og tengsla iðnþróunar við umhverfi og samfélagshætti. Gerð er grein fyrir undirstöðum efnahagslífs, nýtingu auðlinda og tengslum þessara þátta. Fjallað er um grunnhugtök lýðfræðinnar, vandamál sem tengjast fólksfjölgun og breytingum á búsetumynstri og orsakir og afleiðingar fólksflutninga
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu viðfangsefnum og sérstöðu landafræðinnar sem fræðigreinar
  • fjölbreytileika náttúru og menningar um víða veröld
  • tengslum manns og umhverfis og helstu vandamálum sem þeim fylgir
  • nokkrum kostum og göllum sem fylgja nýtingu á náttúruauðlindum heimsins
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa og túlka landfræðilegar upplýsingar á fjölbreyttu formi
  • beita hugtökum fræðigreinarinnar í ræðu og riti
  • greina hnattrænar upplýsingar í alþjóðlegu samhengi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • dýpka skilning sinn á öðrum fræðasviðum, bæði í raun- og mannvísindum ...sem er metið með... verkefnavinnu, kynningu, prófum
  • auka umburðarlyndi og meta frásagnir frá fjarlægum stöðum af víðsýni ...sem er metið með... verkefnavinnu
  • beita gagnrýninni hugsun ...sem er metið með... verkefnavinnu, kynningu, prófum
  Námsmat er leiðsagnamiðað og metið með skilaverkefnum, hópaverkefnum, prófum