Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1408446989.39

  Kenningar og aðferðafræði
  FÉLA2KA05
  14
  félagsfræði
  Kenningar og aðferðafræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum áfanga er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar greinarinnar. Samfélagið er skoðað í ljósi mismunandi kenninga og nokkrar þekktar rannsóknir innan félagsvísinda skoðaðar. Farið er yfir vítt svið félagsfræðinnar og nemendur þjálfaðir í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélagslegum málefnum. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist dýpri skilning á hugtökum sem kynnt eru í FÉLA2BY05 og setji þau í fræðilegra samhengi. Meginmarkmið áfangans er að nemendur öðlist dýpri skilning á hugtökum, kenningum og vinnubrögðum félagsfræðinnar og geti beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni.
  FÉLA2BY05 (FÉL2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu frumkvöðlum félagsfræðinnar og geti lýst framlagi þeirra til greinarinnar
  • helstu kenningum innan félagsfræðinnar
  • aðferðafræði félagsfræðinnar
  • hugtökum á borð við félaglega lagskiptingu, frávik, kynhlutverk, sjálfsmynd
  • orsökum og afleiðingum fíkniefnaneyslu á einstakling og samfélag
  • áhrif fjölmiðla í samfélaginu
  • táknrænum samskiptum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita félagsfræðikenningum til að skoða samfélagsleg málefni
  • beita félagsfræðilegu innsæi
  • beita aðferðum félagsfræðinnar
  • fjalla um og bera saman kenningar
  • útskýra áhrif kenninga á samfélagsleg viðfangsefni.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
  • geta tekið þátt í umræðum um samfélagsleg málefni og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun
  • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér
  • geta framkvæmt einfalda rannsókn og áttað sig á helstu niðurstöðum
  • geta beitt öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á námi og unnið í samvinnu við aðra
  • geta hagnýtt Netið til að afla sér þekkingar um félagsfræðileg viðfangsefni.
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.