Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1408480391.08

  Grunnáfangi
  ÍSLE1UN04
  18
  íslenska
  undirbúningsáfangi í íslensku
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  MB
  Áfanginn er ætlaður þeim nemendum sem ekki hafa náð góðum tökum á námsefni íslensku í lokaáföngum grunnskóla. Stefnt er að því að efla sjálfstraust nemenda og trú á eigin málfærni í ræðu og riti. Áhersla er lögð á að nemendur bæti lestrartækni, lestarhraða og lesskilning sinn. Ennfremur fá þeir þjálfun í málfræðihugtökum sem nýtast í tal- og ritmáli og grunnhugtökum í ritgerðasmíð. Nemendur auka orðaforða sinn í ræðu og riti.
  Engar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnhugtökum í ritgerðasmíð.
  • helstu málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal - og ritmáli.
  • réttritun og reglum sem gilda um hana.
  • gildi góðrar lestarkunnáttu í lífi og starfi.
  • á mismunandi lestaraðferðum.
  • helstu bókmenntahugtökum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að beita mismunandi lestaraðferðum við ólíkar gerðir texta.
  • draga saman aðalatriði í fyrirlestrum og lesmáli.
  • taka saman og flytja stuttar endursagnir, lýsingar og kynningar á afmörkuðu efni.
  • skrifa ýmsar tegundir nytjatexta þar sem framsetning er skýr og skipulögð.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • auka sjálfstraust sitt og trú á eigin málfærni í ræðu og riti.
  • tjá sig um ýmiss málefni í ræðu og riti.
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru eftirfarandi þættir metnir. Fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.