Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1409123228.91

  Rafmagnaður áfangi
  EÐLI3RM05
  17
  eðlisfræði
  Eðlisfræði: Rafmagnaður áfangi
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í þessum áfanga er farið yfir eiginleika hleðslu rafeinda og róteinda, straum, spennu og viðnám í rafrásum. Einnig er farið í afstæðiskenningu Einsteins og heimsfræði. Áhersla verður á skilning nemandans á efninu og að auka áhuga á viðfangsefninu.
  EÐLI2KA05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Hleðslu atóma og agna
  • Straumi, spennu og viðnámi í rafrásum
  • Muni á einangrara og leiðara
  • Heimsfræði
  • Afstæðiskenningu Einsteins
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Reikna straum, spennu og viðnám í rafrás
  • Reikna hleðslu agna
  • Reikna út breytingu á tíma og lengd út frá afstæðiskenningunni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • Vinna í hóp til þess að leysa raunveruleg vandamál með eðlisfræði
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.