Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1410463387.36

  Lífsleikni með áherslu framkomu og hreinlæti
  LÍFS1FH05
  13
  lífsleikni
  Framkoma og hreinlæti
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Fjallað verður um viðeigandi framkomu og snyrtimennsku til að nemanda líði sem best í daglegu lífi.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Að viðeigandi framkoma og snyrtimennska leiðir til fleiri tækifæra til dæmis varðandi vinsældir í hópi
  • Að viðeigandi framkoma og snyrtimennska veitir meiri líkur á tækifærum á sviði tómstunda, náms og vinnu
  • Að hreinlæti er nauðsynlegt
  • Að skortur á hreinlæti getur valdið sjúkdómum, vondri lykt eða öðrum óþægilegum kvillum
  • Að viðeigandi klæðnaður er mikilvægur
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Að kynna sig
  • Að heilsa á viðeigandi hátt
  • Að svara þegar á hann er yrt
  • Að bíða eftir að röðin komi að honum
  • Að hagræða fötum og velja viðeigandi klæðnað
  • Að nota viðeigandi snyrtivörur
  • Að nota tannbursta og tannkrem
  • Að þvo hendur og líkama
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Temja sér viðeigandi framkomu
  • Sinna eigin hreinlæti
  • Vita hvað klæðnaður hentar hverju sinni
  Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.